Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 26. júní 2019 11:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus. Fréttablaðið/Ernir „Að segja sannleikann um mögulega spillingu er siðabrot á Alþingi samkvæmt áliti meirihluta forsætisnefndar. Ég myndi segja að það væri svona kjarninn. Það er staðreynd að Ásmundur Friðriksson fór ekki eftir reglum sem voru í gildi. Internetið gleymir ekki og reglurnar eins og þær voru áður en þeim var breytt, þær voru mjög skýrar.“ Þetta segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í forsætisnefnd Alþingis, um álit meirihluta forsætisnefndar sem á föstudaginn staðfesti niðurstöðu siðanefndar Alþingis um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði gerst brotleg við siðareglur fyrir að hafa látið þau orð falla í stjórnmálaþættinum Silfrinu að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé.Sjá nánar: Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfestÞórhildur Sunna baðst undan viðtali í bili vegna anna í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins sem hún leiðir. Hún hyggst gefa út yfirlýsingu vegna álits nefndarinnar á næstunni. Álit forsætisnefndar mun birtast á vef Alþingis í dag.Tilgangi siðareglna snúið á haus með vendingunum Jón Þór segir að með úrskurðinum sé tilgangi siðareglnanna snúið á haus. Siðareglur séu settar á að vegna alþjóðasamstarfs GRECO, samtaka sem berjast gegn spillingu. Það sé langur vegur frá að siðareglurnar hafi verið innleiddar að frumkvæði íslenskra þingmanna. „Siðareglur eru settar á einmitt til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, koma í veg fyrir að ráðamenn geti misfarið með almannafé. […] Ég get ekki lesið þessi skilaboð á neinn annan hátt en að núna þarf ég, sem þingmaður, að fara bara mjög varlega með það hvað ég segi um mögulega spillingu því annars gæti ég fengið á mig úrskurð um að ég sé brotlegur við siðareglur. Þetta gerir ekkert annað en að styrkja samtrygginguna í stjórnmálum,“ segir Jón Þór í samtali við fréttastofu.Þórhildur Sunna baðst undan viðtali vegna málsins í bili vegna mikilla anna.Segir sannleikann vera siðabrot samkvæmt nefndarálitinu „Tilgangurinn var að hafa eftirlit með og minnka mögulega sjálftöku með eftirliti. Þetta [álit forsætisnefndar] þýðir að í staðinn fyrir slíkt þá munu þingmenn sem hafa áhuga á því að benda á mögulega spillingu, skilaboðin til þeirra eru þú getur bara lent í því að fá siðabrot dæmt á þig sjálfan, jafnvel þó þú segir sannleikann. Sannleikurinn getur verið siðabrot, sannleikurinn um mögulega spillingu getur verið siðabrot á Alþingi, það eru skilaboðin.“ Jón Þór segir að mögulegar afleiðingar vegna álits forsætisnefndar gætu verið takmörkun á tjáningarfrelsi þingmanna. „Skilaboðin til þingmanna eru: Farðu bara mjög varlega, karlinn minn, ef þú ætlar að fara að segja sannleikann um mögulega spillingu.“ Björn Leví Gunnarsson tjáir sig um málið á Facebook og er ekki skemmt yfir áliti forsætisnefndar. Á hálum ís sem réttarríki Hann hefur áhyggjur af sjálfu réttarríkinu vegna málsins. „Þórhildur Sunna sagði að það sé rökstuddur grunur um það að reglurnar hafi verið brotnar þegar það er ljóst að það hafi ekki verið farið eftir þeim og að það eigi að rannsaka hvort að slíkt hafi verið lögbrot. Sá sannleikur, sú staðreynd er að áliti meirihluta forsætisnefndar siðabrot. Við erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann.“Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.visir/pjeturHyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi Jón Þór segist ekki getað setið hjá og ætlar ekki að samþykkja álitið möglunarlaust. Þvert á móti hyggja Píratar á frekari aðgerðir gagnvart Ásmundi. „Ég, persónulega, get ekki setið hjá eins og menn ætla að taka á þessu að forsætisnefnd, fyrst, segir að Ásmundur hafi ekki verið brotlegur við siðareglur og númer tvö að Sunna sé brotleg við siðareglur fyrir að hafa bent á það að Ásmundur fylgdi ekki reglunum. Ég veit að hann fylgdi ekki reglunum af því að ég fór mjög vel yfir málið og reglurnar segja skýrt að hann átti að fara á bílaleigubíl.“ Jón Þór segir að beiðni Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, til forsætisnefndar Alþingis um að kannað yrði hvort ástæða væri til að vísa akstursgreiðslumáli Ásmundar til siðanefndar hefði verið lögð fram sem liður í því að gæta meðalhófs. Píratar hafi fyrst viljað láta reyna á vægari úrræði sem þingmönnum standa til boða en í ljósi þess hvernig málin hafa þróast séu Píratar tilneyddir til að fara lengra með málið. „Kannski er það ríkisendurskoðun sem við þurfum að tala við næst, kannski er það ríkissaksóknari, ég veit það ekki, en við munum skoða það í framhaldinu.“ Alþingi Tengdar fréttir Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26 Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30 Myndi „rústa trausti á Alþingi“ ef meirihluti nefndarinnar misnotar aðstöðu sína Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir að traust á siðareglum fyrir Alþingismenn glatist ef málsmeðferð forsætisnefndar á ábendingum um möguleg brot þingmanna á þeim er ekki hafin yfir vafa um óhlutdrægni og vandaða og réttláta málsmeðferð. 18. desember 2018 21:44 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
„Að segja sannleikann um mögulega spillingu er siðabrot á Alþingi samkvæmt áliti meirihluta forsætisnefndar. Ég myndi segja að það væri svona kjarninn. Það er staðreynd að Ásmundur Friðriksson fór ekki eftir reglum sem voru í gildi. Internetið gleymir ekki og reglurnar eins og þær voru áður en þeim var breytt, þær voru mjög skýrar.“ Þetta segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í forsætisnefnd Alþingis, um álit meirihluta forsætisnefndar sem á föstudaginn staðfesti niðurstöðu siðanefndar Alþingis um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði gerst brotleg við siðareglur fyrir að hafa látið þau orð falla í stjórnmálaþættinum Silfrinu að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé.Sjá nánar: Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfestÞórhildur Sunna baðst undan viðtali í bili vegna anna í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins sem hún leiðir. Hún hyggst gefa út yfirlýsingu vegna álits nefndarinnar á næstunni. Álit forsætisnefndar mun birtast á vef Alþingis í dag.Tilgangi siðareglna snúið á haus með vendingunum Jón Þór segir að með úrskurðinum sé tilgangi siðareglnanna snúið á haus. Siðareglur séu settar á að vegna alþjóðasamstarfs GRECO, samtaka sem berjast gegn spillingu. Það sé langur vegur frá að siðareglurnar hafi verið innleiddar að frumkvæði íslenskra þingmanna. „Siðareglur eru settar á einmitt til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, koma í veg fyrir að ráðamenn geti misfarið með almannafé. […] Ég get ekki lesið þessi skilaboð á neinn annan hátt en að núna þarf ég, sem þingmaður, að fara bara mjög varlega með það hvað ég segi um mögulega spillingu því annars gæti ég fengið á mig úrskurð um að ég sé brotlegur við siðareglur. Þetta gerir ekkert annað en að styrkja samtrygginguna í stjórnmálum,“ segir Jón Þór í samtali við fréttastofu.Þórhildur Sunna baðst undan viðtali vegna málsins í bili vegna mikilla anna.Segir sannleikann vera siðabrot samkvæmt nefndarálitinu „Tilgangurinn var að hafa eftirlit með og minnka mögulega sjálftöku með eftirliti. Þetta [álit forsætisnefndar] þýðir að í staðinn fyrir slíkt þá munu þingmenn sem hafa áhuga á því að benda á mögulega spillingu, skilaboðin til þeirra eru þú getur bara lent í því að fá siðabrot dæmt á þig sjálfan, jafnvel þó þú segir sannleikann. Sannleikurinn getur verið siðabrot, sannleikurinn um mögulega spillingu getur verið siðabrot á Alþingi, það eru skilaboðin.“ Jón Þór segir að mögulegar afleiðingar vegna álits forsætisnefndar gætu verið takmörkun á tjáningarfrelsi þingmanna. „Skilaboðin til þingmanna eru: Farðu bara mjög varlega, karlinn minn, ef þú ætlar að fara að segja sannleikann um mögulega spillingu.“ Björn Leví Gunnarsson tjáir sig um málið á Facebook og er ekki skemmt yfir áliti forsætisnefndar. Á hálum ís sem réttarríki Hann hefur áhyggjur af sjálfu réttarríkinu vegna málsins. „Þórhildur Sunna sagði að það sé rökstuddur grunur um það að reglurnar hafi verið brotnar þegar það er ljóst að það hafi ekki verið farið eftir þeim og að það eigi að rannsaka hvort að slíkt hafi verið lögbrot. Sá sannleikur, sú staðreynd er að áliti meirihluta forsætisnefndar siðabrot. Við erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann.“Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.visir/pjeturHyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi Jón Þór segist ekki getað setið hjá og ætlar ekki að samþykkja álitið möglunarlaust. Þvert á móti hyggja Píratar á frekari aðgerðir gagnvart Ásmundi. „Ég, persónulega, get ekki setið hjá eins og menn ætla að taka á þessu að forsætisnefnd, fyrst, segir að Ásmundur hafi ekki verið brotlegur við siðareglur og númer tvö að Sunna sé brotleg við siðareglur fyrir að hafa bent á það að Ásmundur fylgdi ekki reglunum. Ég veit að hann fylgdi ekki reglunum af því að ég fór mjög vel yfir málið og reglurnar segja skýrt að hann átti að fara á bílaleigubíl.“ Jón Þór segir að beiðni Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, til forsætisnefndar Alþingis um að kannað yrði hvort ástæða væri til að vísa akstursgreiðslumáli Ásmundar til siðanefndar hefði verið lögð fram sem liður í því að gæta meðalhófs. Píratar hafi fyrst viljað láta reyna á vægari úrræði sem þingmönnum standa til boða en í ljósi þess hvernig málin hafa þróast séu Píratar tilneyddir til að fara lengra með málið. „Kannski er það ríkisendurskoðun sem við þurfum að tala við næst, kannski er það ríkissaksóknari, ég veit það ekki, en við munum skoða það í framhaldinu.“
Alþingi Tengdar fréttir Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26 Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30 Myndi „rústa trausti á Alþingi“ ef meirihluti nefndarinnar misnotar aðstöðu sína Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir að traust á siðareglum fyrir Alþingismenn glatist ef málsmeðferð forsætisnefndar á ábendingum um möguleg brot þingmanna á þeim er ekki hafin yfir vafa um óhlutdrægni og vandaða og réttláta málsmeðferð. 18. desember 2018 21:44 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26
Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30
Myndi „rústa trausti á Alþingi“ ef meirihluti nefndarinnar misnotar aðstöðu sína Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir að traust á siðareglum fyrir Alþingismenn glatist ef málsmeðferð forsætisnefndar á ábendingum um möguleg brot þingmanna á þeim er ekki hafin yfir vafa um óhlutdrægni og vandaða og réttláta málsmeðferð. 18. desember 2018 21:44
Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15