Uppeldið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. júní 2019 08:00 Stjórnmálamenn lifa margir hverjir í þeim misskilningi að það sé hlutverk þeirra að ala þjóð sína upp og venja hana á góða siði. Þannig er einstaklingum ekki treyst til að velja hvernig þeir haga lífi sínu, það þarf að velja fyrir þá. Hugmynd um sykurskatt, sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn, samkvæmt tillögum Landlæknisembættisins, er einmitt af þessum toga. Landlæknir vill vitaskuld hafa landsmenn á heilsufæði allan ársins hring en stjórnmálamenn eiga ekki að kasta sér á svo óraunhæfar hugmyndir. Nú þykir brýnt að koma í veg fyrir að almenningur, sem er talinn vera á stöðugum villigötum, láti slatta af sykri inn fyrir sínar varir. Til að gera fólki erfiðara fyrir þykir þjóðráð að leggja skatt á vöruna. Um leið er þeim skilaboðum komið áleiðis til verslunareigenda að best sé að varningurinn sé ekki áberandi í versluninni því það geti leitt almenning í freistni. Ekki þykir við hæfi að spyrja hvort einhverjir vilji láta freistast. Heilagleikinn í málflutningnum leyfir ekki þá hugsun að einstaklingur hafi til dæmis einbeittan vilja til að kaupa sér þann undursamlega drykk sem sykrað kók sannarlega er og þamba það af mikilli ánægju heima hjá sér. Nauðsynlegt þykir að koma vitinu fyrir slíkan einstakling. Ef fortölur duga ekki þá er ein leið að hækka vöruna þannig að hann neyðist til að víkja frá þeim sykraða lífsstíl sem hann hefur tamið sér – og reyndar haft gríðarlega ánægju af. Sú lausn er valin að hækka verð á kókdós í þeirri von að almenningur kaupi sér gulrætur í staðinn og japli á þeim. Sjálfsagt þykir einhverjum þetta fýsileg mynd en það er ekki sjálfgefið að hún verði að raunveruleika. Staðreyndin er auðvitað sú að þeir sem hafa mikið milli handanna láta sig engu skipta hvort varan sem þeir vilja hafi hækkað eitthvað, það eru hinir sem lítið eiga sem verða að hugsa sig um tvisvar. Sykurskattinn mætti því vel kalla fátækraskatt. Íslenskir stjórnmálamenn myndu gera þjóðinni mikið gagn ef þeir létu af því að reyna að ala hana upp og leyfa henni að bera ábyrgð á sjálfri sér. Uppeldisstarf fer þeim ekki vel enda byggist það að megninu til á alls kyns þvingunum og höftum sem eru til stöðugra leiðinda. Nú verður afar fróðlegt að fylgjast með því hvort þeir þingmenn sem vilja að þjóðin hafi það sjálfsagða val að geta keypt sér bjór og léttvín í matvöruverslunum muni styðja hugmyndina um sérstakan sykurskatt og lenda um leið í hróplegri mótsögn við sjálfa sig. Slíkt hefur reyndar ekki vafist sérlega mikið fyrir þingmönnum þjóðarinnar því þeir eru þaulvanir að haga seglum eftir vindi. Langlíklegast er að einhverjir þeirra eigi trúnaðarsamtal við sannfæringu sína og fái hana til að beygja sig undir hina þvingandi forsjárhyggju. Heldur aumlegt hlutskipti þeirra þingmanna sem stöðugt eru með orð á vörum um frelsi einstaklingsins til orða og athafna. Stjórnmálamenn mættu muna að stundum gera þeir mest gagn með því að láta þjóð sína í friði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skattar og tollar Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn lifa margir hverjir í þeim misskilningi að það sé hlutverk þeirra að ala þjóð sína upp og venja hana á góða siði. Þannig er einstaklingum ekki treyst til að velja hvernig þeir haga lífi sínu, það þarf að velja fyrir þá. Hugmynd um sykurskatt, sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn, samkvæmt tillögum Landlæknisembættisins, er einmitt af þessum toga. Landlæknir vill vitaskuld hafa landsmenn á heilsufæði allan ársins hring en stjórnmálamenn eiga ekki að kasta sér á svo óraunhæfar hugmyndir. Nú þykir brýnt að koma í veg fyrir að almenningur, sem er talinn vera á stöðugum villigötum, láti slatta af sykri inn fyrir sínar varir. Til að gera fólki erfiðara fyrir þykir þjóðráð að leggja skatt á vöruna. Um leið er þeim skilaboðum komið áleiðis til verslunareigenda að best sé að varningurinn sé ekki áberandi í versluninni því það geti leitt almenning í freistni. Ekki þykir við hæfi að spyrja hvort einhverjir vilji láta freistast. Heilagleikinn í málflutningnum leyfir ekki þá hugsun að einstaklingur hafi til dæmis einbeittan vilja til að kaupa sér þann undursamlega drykk sem sykrað kók sannarlega er og þamba það af mikilli ánægju heima hjá sér. Nauðsynlegt þykir að koma vitinu fyrir slíkan einstakling. Ef fortölur duga ekki þá er ein leið að hækka vöruna þannig að hann neyðist til að víkja frá þeim sykraða lífsstíl sem hann hefur tamið sér – og reyndar haft gríðarlega ánægju af. Sú lausn er valin að hækka verð á kókdós í þeirri von að almenningur kaupi sér gulrætur í staðinn og japli á þeim. Sjálfsagt þykir einhverjum þetta fýsileg mynd en það er ekki sjálfgefið að hún verði að raunveruleika. Staðreyndin er auðvitað sú að þeir sem hafa mikið milli handanna láta sig engu skipta hvort varan sem þeir vilja hafi hækkað eitthvað, það eru hinir sem lítið eiga sem verða að hugsa sig um tvisvar. Sykurskattinn mætti því vel kalla fátækraskatt. Íslenskir stjórnmálamenn myndu gera þjóðinni mikið gagn ef þeir létu af því að reyna að ala hana upp og leyfa henni að bera ábyrgð á sjálfri sér. Uppeldisstarf fer þeim ekki vel enda byggist það að megninu til á alls kyns þvingunum og höftum sem eru til stöðugra leiðinda. Nú verður afar fróðlegt að fylgjast með því hvort þeir þingmenn sem vilja að þjóðin hafi það sjálfsagða val að geta keypt sér bjór og léttvín í matvöruverslunum muni styðja hugmyndina um sérstakan sykurskatt og lenda um leið í hróplegri mótsögn við sjálfa sig. Slíkt hefur reyndar ekki vafist sérlega mikið fyrir þingmönnum þjóðarinnar því þeir eru þaulvanir að haga seglum eftir vindi. Langlíklegast er að einhverjir þeirra eigi trúnaðarsamtal við sannfæringu sína og fái hana til að beygja sig undir hina þvingandi forsjárhyggju. Heldur aumlegt hlutskipti þeirra þingmanna sem stöðugt eru með orð á vörum um frelsi einstaklingsins til orða og athafna. Stjórnmálamenn mættu muna að stundum gera þeir mest gagn með því að láta þjóð sína í friði.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar