Aldurssmánun samtímans Margrét S. Björnsdóttir skrifar 27. júní 2019 13:41 Þú ert jú komin á aldur“, sagði ungur maður við mig um daginn, þegar í tal barst tiltekið verkefni sem ég hef með höndum og hvort ég hygðist láta af því, sem hann taldi augljóslega tímabært. Ég hrökk við því sjálfsmynd mín er vissulega ekki sú að ég ráði ekki við verkefnið og fannst að mín þátttaka ætti ekki að ráðast af aldri, heldur því hvort ég valdi viðfangsefninu. Af svipuðum toga var ótrúleg og raunar sprenghlægileg frásögn Óttars Guðmundssonar (72 ára) nýverið í Fréttablaðinu, þar sem ungur maður, sem var samferða honum í flugvél, spurði Óttar: „Ertu enn að ferðast?“ Aldursmörkin 67 eða 70 ára virðast orðin að mælikvarða í sjálfu sér, óháð getu eða löngun viðkomandi. Listamenn eru hins vegar ekki settir undir þessa mælistiku og verk þeirra eða frammistaða metin óháð aldri, sem sýnir ágætlega hversu fáránleg hún er. Í atvinnulífinu er fólki sem náð hefur þessum aldri hins vegar lang oftast umsvifalaust vísað á dyr, óháð starfsgetu þess eða -vilja. Hér er verið að sóa samfélagslegum verðmætum og jafnvel töluvert yngra fólk, 45-50 ára, kvartar undan svonefndum „kennitöluvanda“ við atvinnuumsóknir, ekki síst konur. Þeim sé ekki einu sinni boðið í atvinnuviðtal þrátt fyrir þekkingu og reynslu á viðkomandi sviði. Sömu viðhorf eða aldursfordómar birtast í opinberri umræðu um þriðja orkupakkann. Þar hafa verið áberandi nokkrir eldri áhugamenn um stjórnmál, en þeim er ítrekað bent á að „tími þeirra sé liðinn“, skoðanir þeirra sagðar „rykfallnar“ og þeir beðnir um að skipta sér ekki af því sem kallað er „okkar framtíð“, svo aðeins sé vitnað í kurteisari ummælin. Reynsla og afleidd dómgreind er einskis metin, eitthvað sem ætti fremur að teljast mikilvægt í þjóðmálaumræðu. Háskóli Íslands er ánægjuleg undantekning þessa. Þar hefur með nýjum rektor verið mörkuð sú stefna, að heimilt er að semja við fólk sem komið er á eftirlaun um tiltekin verkefni, séu þau til staðar. Samið er til afmarkaðs tíma í senn, á fyrri launum, þótt ekki fylgi öll sömu starfskjör. Slíkir samningar verða að sjálfsögðu að þjóna hagsmunum beggja aðila og viðkomandi starfsmaður að sætta sig við reglubundna endurskoðun. Opinberir aðilar og fyrirtæki ættu að fylgja þessu almenna fordæmi og einhverjir kunna að gera það. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr því, að sum störf ganga mjög nærri fólki þannig að sjálfsagt er að það geti farið á eftirlaun 67-70 ára. En lykilatriði er að fólk hafi val, sé geta og áhugi til staðar. Það er eitt af einkennum okkar samtíma að hópar sem hafa mátt sæta neikvæðri umræðu eða fordómum hafa risið upp og krafist þess að vera jafnréttháir öðrum, sem ekki bera sömu einkenni og vera metnir á grunni eigin verðleika. Þar hafa verið áberandi t.d. fatlaðir, samkynhneigðir, hörundsdökkir, tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson talaði nýverið um kynþáttaníð, fólk í yfirþyngd, sem kallar það fitusmánun, að ekki sé minnst á konur. Barátta eldri borgara fyrir mannsæmandi eftirlaunum og tryggingabótum er mikilvæg. En það er ekki síður mikilvægt og raunar mannréttindi að á þá sé hlustað og borin fyrir þeim tilhlýðileg virðing. Eldra fólk taki þátt í samfélaginu á jafnréttisgrundvelli, hvar sem það kýs. En einhvern veginn er eins og þeir sem eldri eru séu feimnir við að setja fram þá kröfu og sætti sig við jaðarsetninguna. Þessu þarf að breyta – það eru hagsmunir allra, líka þeirra sem yngri eru og eiga eftir að eldast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þú ert jú komin á aldur“, sagði ungur maður við mig um daginn, þegar í tal barst tiltekið verkefni sem ég hef með höndum og hvort ég hygðist láta af því, sem hann taldi augljóslega tímabært. Ég hrökk við því sjálfsmynd mín er vissulega ekki sú að ég ráði ekki við verkefnið og fannst að mín þátttaka ætti ekki að ráðast af aldri, heldur því hvort ég valdi viðfangsefninu. Af svipuðum toga var ótrúleg og raunar sprenghlægileg frásögn Óttars Guðmundssonar (72 ára) nýverið í Fréttablaðinu, þar sem ungur maður, sem var samferða honum í flugvél, spurði Óttar: „Ertu enn að ferðast?“ Aldursmörkin 67 eða 70 ára virðast orðin að mælikvarða í sjálfu sér, óháð getu eða löngun viðkomandi. Listamenn eru hins vegar ekki settir undir þessa mælistiku og verk þeirra eða frammistaða metin óháð aldri, sem sýnir ágætlega hversu fáránleg hún er. Í atvinnulífinu er fólki sem náð hefur þessum aldri hins vegar lang oftast umsvifalaust vísað á dyr, óháð starfsgetu þess eða -vilja. Hér er verið að sóa samfélagslegum verðmætum og jafnvel töluvert yngra fólk, 45-50 ára, kvartar undan svonefndum „kennitöluvanda“ við atvinnuumsóknir, ekki síst konur. Þeim sé ekki einu sinni boðið í atvinnuviðtal þrátt fyrir þekkingu og reynslu á viðkomandi sviði. Sömu viðhorf eða aldursfordómar birtast í opinberri umræðu um þriðja orkupakkann. Þar hafa verið áberandi nokkrir eldri áhugamenn um stjórnmál, en þeim er ítrekað bent á að „tími þeirra sé liðinn“, skoðanir þeirra sagðar „rykfallnar“ og þeir beðnir um að skipta sér ekki af því sem kallað er „okkar framtíð“, svo aðeins sé vitnað í kurteisari ummælin. Reynsla og afleidd dómgreind er einskis metin, eitthvað sem ætti fremur að teljast mikilvægt í þjóðmálaumræðu. Háskóli Íslands er ánægjuleg undantekning þessa. Þar hefur með nýjum rektor verið mörkuð sú stefna, að heimilt er að semja við fólk sem komið er á eftirlaun um tiltekin verkefni, séu þau til staðar. Samið er til afmarkaðs tíma í senn, á fyrri launum, þótt ekki fylgi öll sömu starfskjör. Slíkir samningar verða að sjálfsögðu að þjóna hagsmunum beggja aðila og viðkomandi starfsmaður að sætta sig við reglubundna endurskoðun. Opinberir aðilar og fyrirtæki ættu að fylgja þessu almenna fordæmi og einhverjir kunna að gera það. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr því, að sum störf ganga mjög nærri fólki þannig að sjálfsagt er að það geti farið á eftirlaun 67-70 ára. En lykilatriði er að fólk hafi val, sé geta og áhugi til staðar. Það er eitt af einkennum okkar samtíma að hópar sem hafa mátt sæta neikvæðri umræðu eða fordómum hafa risið upp og krafist þess að vera jafnréttháir öðrum, sem ekki bera sömu einkenni og vera metnir á grunni eigin verðleika. Þar hafa verið áberandi t.d. fatlaðir, samkynhneigðir, hörundsdökkir, tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson talaði nýverið um kynþáttaníð, fólk í yfirþyngd, sem kallar það fitusmánun, að ekki sé minnst á konur. Barátta eldri borgara fyrir mannsæmandi eftirlaunum og tryggingabótum er mikilvæg. En það er ekki síður mikilvægt og raunar mannréttindi að á þá sé hlustað og borin fyrir þeim tilhlýðileg virðing. Eldra fólk taki þátt í samfélaginu á jafnréttisgrundvelli, hvar sem það kýs. En einhvern veginn er eins og þeir sem eldri eru séu feimnir við að setja fram þá kröfu og sætti sig við jaðarsetninguna. Þessu þarf að breyta – það eru hagsmunir allra, líka þeirra sem yngri eru og eiga eftir að eldast.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun