Raunveruleiki og tími Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. júní 2019 09:00 Ingólfur og Hildigunnur velta því fyrir sér hvað sé raunveruleiki og hvað sé tími. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Alþjóðlegi myndlistartvíæringurinn Sequences verður haldinn í október á þessu ári og stendur í rúma viku. Sýningarstjórarnir Hildigunnur Birgisdóttir og Ingólfur Arnarsson, sem bæði eru myndlistarmenn, eru önnum kafin við undirbúninginn. „Þetta er í níunda sinn sem þessi myndlistarhátíð er haldin og hún er tvíæringur sem þýðir að hún er haldin annað hvert ár,“ segir Hildigunnur. „Upphaflega hugmyndin var að fá alþjóðlega listamenn til að koma til landsins án þess að það kostaði of mikið og því var lögð áhersla á tímatengda miðla. Við Ingólfur erum myndlistarmenn og ekki sérfróð um tímatengda miðla og erum meira að velta fyrir okkur rauntíma, hvað sé raunveruleiki og hvað sé tími. Við veljum á þessa sýningu hluti sem hafa haft áhrif á okkur, algjörlega óháð því hvaða miðil er um að ræða.“ „Meginhluti sýningarinnar verður í Marshall húsinu og þar stefnum við saman verkum hinna ýmsu miðla sem mynda merkingarsvið. Áhorfandinn getur borið saman þessi merkingarsvið, ekki bara hugmyndalega heldur líka myndrænt séð, með því að ganga á milli verkanna,“ segir Ingólfur. „Sýningar verða líka í Ásmundarsal, Harbinger og Open sem er sýningarstaður úti á Granda. „Í Bíói Paradís verða sýndar kvikmyndir, sem eru tímatengdur miðill í beinum skilningi þess orðs. Þetta eru kvikmyndir eftir myndlistarmenn sem spyrja gjarnan spurninga um formið. Síðan verða að öllum líkindum einir tónleikar þar sem listamaður er að vinna með nostalgíu og endurskapar leifar úr fortíð með því að gera ný tónverk úr eldra efni.“Heiðurslistamaðurinn Kristinn Kristinn G. Harðarson er heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár. Hann heldur einkasýningu í Ásmunarsal og gefur út bókverk sem verður um leið sjálfstætt sýningarrými. Eldri verk hans verða meðal þeirra verka sem verða á sýningu í Marshall húsinu.“ Hildigunnur og Ingólfur eru enn að vinna að dagskrá hátíðarinnar og ganga frá vali á listamönnum. „Á hátíðina koma kynslóðir listamanna, þekktir og minna þekktir og þarna verða líka verk eftir látna listamenn,“ segir Ingólfur og bætir við að ekki sér tímabært að greina frá nöfnum einstakra listamanna sem sækja hátíðina heim.Annt um að endurspegla raunveruleikann „Okkur er annt um að endurspegla raunveruleika þeirra tíma sem við lifum á,“ segir Hildigunnur. „Okkur langar til að fletja strúktúrinn, ekki hafa það þannig að á einum stað séu verk eftir þá sem eru lengra komnir og á öðrum stað verk ungra listamanna og svo framvegis. Við viljum má út pólaríseringu og horfa á verkin.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Alþjóðlegi myndlistartvíæringurinn Sequences verður haldinn í október á þessu ári og stendur í rúma viku. Sýningarstjórarnir Hildigunnur Birgisdóttir og Ingólfur Arnarsson, sem bæði eru myndlistarmenn, eru önnum kafin við undirbúninginn. „Þetta er í níunda sinn sem þessi myndlistarhátíð er haldin og hún er tvíæringur sem þýðir að hún er haldin annað hvert ár,“ segir Hildigunnur. „Upphaflega hugmyndin var að fá alþjóðlega listamenn til að koma til landsins án þess að það kostaði of mikið og því var lögð áhersla á tímatengda miðla. Við Ingólfur erum myndlistarmenn og ekki sérfróð um tímatengda miðla og erum meira að velta fyrir okkur rauntíma, hvað sé raunveruleiki og hvað sé tími. Við veljum á þessa sýningu hluti sem hafa haft áhrif á okkur, algjörlega óháð því hvaða miðil er um að ræða.“ „Meginhluti sýningarinnar verður í Marshall húsinu og þar stefnum við saman verkum hinna ýmsu miðla sem mynda merkingarsvið. Áhorfandinn getur borið saman þessi merkingarsvið, ekki bara hugmyndalega heldur líka myndrænt séð, með því að ganga á milli verkanna,“ segir Ingólfur. „Sýningar verða líka í Ásmundarsal, Harbinger og Open sem er sýningarstaður úti á Granda. „Í Bíói Paradís verða sýndar kvikmyndir, sem eru tímatengdur miðill í beinum skilningi þess orðs. Þetta eru kvikmyndir eftir myndlistarmenn sem spyrja gjarnan spurninga um formið. Síðan verða að öllum líkindum einir tónleikar þar sem listamaður er að vinna með nostalgíu og endurskapar leifar úr fortíð með því að gera ný tónverk úr eldra efni.“Heiðurslistamaðurinn Kristinn Kristinn G. Harðarson er heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár. Hann heldur einkasýningu í Ásmunarsal og gefur út bókverk sem verður um leið sjálfstætt sýningarrými. Eldri verk hans verða meðal þeirra verka sem verða á sýningu í Marshall húsinu.“ Hildigunnur og Ingólfur eru enn að vinna að dagskrá hátíðarinnar og ganga frá vali á listamönnum. „Á hátíðina koma kynslóðir listamanna, þekktir og minna þekktir og þarna verða líka verk eftir látna listamenn,“ segir Ingólfur og bætir við að ekki sér tímabært að greina frá nöfnum einstakra listamanna sem sækja hátíðina heim.Annt um að endurspegla raunveruleikann „Okkur er annt um að endurspegla raunveruleika þeirra tíma sem við lifum á,“ segir Hildigunnur. „Okkur langar til að fletja strúktúrinn, ekki hafa það þannig að á einum stað séu verk eftir þá sem eru lengra komnir og á öðrum stað verk ungra listamanna og svo framvegis. Við viljum má út pólaríseringu og horfa á verkin.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira