Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2019 12:45 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri. Vísir/Egill Aðalsteinsson Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. Hagstofa Íslands birti tölur um greiddar gistinætur í morgun. Eins og áður segir munar mestu um samdrátt í heimagistingu eða Airbnb en samdrátturinn þar var 29 prósent milli ára. Þetta eru bein áhrif af gjaldþroti WOW air og virðist stór hluti ferðamanna sem flaug hingað til lands með WOW hafa nýtt sér Airbnb eða heimagistingu af öðru tagi. Samhliða samdrætti í heimagistingu var 5,2 prósent samdráttur á hótelum og gistiheimilum og 9,2 prósent fækkun á öðrum tegundum gististaða. Tölur um greiðslukortaveltu útlendinga hér á landi sýna hins vegar að samdrátturinn í eyðslu þeirra er minni en reikna mátti með eftir gjaldþrot WOW air. Kortavelta án flugs dróst saman um 13 prósent í maí þótt ferðamönnum hafi fækkað um 24 prósent á sama tíma. Þykir þetta vísbending um að farþegar WOW air hafi skilið eftir sig minni verðmæti hér á landi en farþegar annarra flugfélaga. Gjaldþrot WOW air virðist hafa verið minna högg fyrir ferðaþjónustuna en reikna mátti með við fyrstu sýn. Vísir/VilhelmÞeir sem koma verja hærri fjárhæðum Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir þótt fjöldi ferðamanna hafi dregist saman verji þeir ferðamenn sem áfram koma til landsins hærri fjárhæðum hér. „Það sem skiptir máli er heildin og útflutningstekjur vegna ferðaþjónustu eru að dragast saman en það sem er jákvætt er að þær eru ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Þeir ferðamenn sem koma eyða meiru hver og einn að meðaltali en þeir sem komu. Heildin er samt það sem skiptir máli fyrir okkur og þær ákvarðanir sem við erum að taka,“ segir Rannveig. Um þessar mundir er mikið framboð af íbúðum til sölu í póstnúmeri 101 sem voru áður í útleigu til ferðamanna gegnum Airbnb. Þetta styður þá ályktun að þeir ferðamenn sem hafi komið með WOW air hafi að miklu leyti verið tekjulægri ferðamenn sem hafi varið lægri fjárhæðum hér en þeir sem gista á hótelum. „Tölurnar benda til þess að eyðsla per ferðamann sé ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Það er þá vísbending um að þeir ferðamenn sem hafa komið með WOW air hafi eytt minna að meðaltali en þeir ferðamenn sem koma til landsins í dag,“ segir Rannveig. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. Hagstofa Íslands birti tölur um greiddar gistinætur í morgun. Eins og áður segir munar mestu um samdrátt í heimagistingu eða Airbnb en samdrátturinn þar var 29 prósent milli ára. Þetta eru bein áhrif af gjaldþroti WOW air og virðist stór hluti ferðamanna sem flaug hingað til lands með WOW hafa nýtt sér Airbnb eða heimagistingu af öðru tagi. Samhliða samdrætti í heimagistingu var 5,2 prósent samdráttur á hótelum og gistiheimilum og 9,2 prósent fækkun á öðrum tegundum gististaða. Tölur um greiðslukortaveltu útlendinga hér á landi sýna hins vegar að samdrátturinn í eyðslu þeirra er minni en reikna mátti með eftir gjaldþrot WOW air. Kortavelta án flugs dróst saman um 13 prósent í maí þótt ferðamönnum hafi fækkað um 24 prósent á sama tíma. Þykir þetta vísbending um að farþegar WOW air hafi skilið eftir sig minni verðmæti hér á landi en farþegar annarra flugfélaga. Gjaldþrot WOW air virðist hafa verið minna högg fyrir ferðaþjónustuna en reikna mátti með við fyrstu sýn. Vísir/VilhelmÞeir sem koma verja hærri fjárhæðum Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir þótt fjöldi ferðamanna hafi dregist saman verji þeir ferðamenn sem áfram koma til landsins hærri fjárhæðum hér. „Það sem skiptir máli er heildin og útflutningstekjur vegna ferðaþjónustu eru að dragast saman en það sem er jákvætt er að þær eru ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Þeir ferðamenn sem koma eyða meiru hver og einn að meðaltali en þeir sem komu. Heildin er samt það sem skiptir máli fyrir okkur og þær ákvarðanir sem við erum að taka,“ segir Rannveig. Um þessar mundir er mikið framboð af íbúðum til sölu í póstnúmeri 101 sem voru áður í útleigu til ferðamanna gegnum Airbnb. Þetta styður þá ályktun að þeir ferðamenn sem hafi komið með WOW air hafi að miklu leyti verið tekjulægri ferðamenn sem hafi varið lægri fjárhæðum hér en þeir sem gista á hótelum. „Tölurnar benda til þess að eyðsla per ferðamann sé ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Það er þá vísbending um að þeir ferðamenn sem hafa komið með WOW air hafi eytt minna að meðaltali en þeir ferðamenn sem koma til landsins í dag,“ segir Rannveig.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira