Stál og hnífur komst næstum ekki með Arnar Tómas skrifar 29. júní 2019 08:00 Alls mun Bubbi taka fyrir tíu af plötum sínum í hlaðvarpinu. „Það var ekkert algengt á þessum tíma að fólk væri að tala svona beinskeytt um hlutina. Ég hugsaði að þetta væri gæi sem ætti framtíðina fyrir sér,“ segir Sigurður Árnason, upptökumaður og bassaleikari, um fyrstu kynni sín af Bubba Morthens í öðrum þætti hlaðvarpsins Sögur af plötum. Í þættinum rekja þeir félagar söguna að baki fyrstu plötu Bubba, Ísbjarnarblús. „Hlutirnir fóru að gerast. Alltaf var góður fílingur, alltaf vorum við í góðu skapi, alltaf var nóg af grasi. Þegar maður slappaði af og hlustaði á árangurinn fékk maður sér alltaf reyk. Þetta voru alveg stórkostlegir tímar,“ segir Sigurður sem minnist tímanna vel. Platan var tekin upp hjá útgáfufyrirtækinu SG-hljómplötum sem var í eigu tónlistar- og útvarpsmannsins Svavars Gests. Bubbi og Sigurður lýsa því hversu erfitt gat verið að vinna með Svavari. „Mín upplifun af honum var að hann var svo leiðinlegur. Rosalega þurr,“ segir Bubbi og þakkar Sigurði fyrir að hafa „lagað Excel-skjalið“, en tökur í stúdíóinu stóðu yfir mun lengur en það sem skrásettur tímafjöldi sagði til um. Sigurður segir svo frá því hvernig þekktasta lag Bubba komst næstum því ekki á plötuna. „Þegar þú tókst Stál og hnífur þá vorum við bara tveir uppi í stúdíói og þegar þú ert búinn að spila þetta inn þá segirðu: „Æ, eigum við að láta þetta fara með?“ og ég sagði „Hvað? Auðvitað!“ Og svo í dag er þetta þjóðsöngur Íslendinga!“ Bubbi skefur ekki af mikilvægi aðkomu þess að hafa góðan upptökumann. „Þú leyfðir hlutunum svolítið að fara sína leið. Ísbjarnarblús er í rauninni jafn mikið þér að þakka og mér að þakka. Þetta var svo mikið sjokk þegar við fórum að taka upp plötu númer tvö sem var Geislavirkir. Þar kom einhver Breti sem eiginlega skar undan okkur. Við vorum svo mikill kraftur live en þegar við komum inn í stúdíóið hugsaði ég að þetta væri ekki nærri því jafn skemmtilegt og á Ísbjarnarblús.“ Hægt er að hlusta á fyrstu tvo þætti hlaðvarpsins á vef Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Segir fjölskylduna flutta Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
„Það var ekkert algengt á þessum tíma að fólk væri að tala svona beinskeytt um hlutina. Ég hugsaði að þetta væri gæi sem ætti framtíðina fyrir sér,“ segir Sigurður Árnason, upptökumaður og bassaleikari, um fyrstu kynni sín af Bubba Morthens í öðrum þætti hlaðvarpsins Sögur af plötum. Í þættinum rekja þeir félagar söguna að baki fyrstu plötu Bubba, Ísbjarnarblús. „Hlutirnir fóru að gerast. Alltaf var góður fílingur, alltaf vorum við í góðu skapi, alltaf var nóg af grasi. Þegar maður slappaði af og hlustaði á árangurinn fékk maður sér alltaf reyk. Þetta voru alveg stórkostlegir tímar,“ segir Sigurður sem minnist tímanna vel. Platan var tekin upp hjá útgáfufyrirtækinu SG-hljómplötum sem var í eigu tónlistar- og útvarpsmannsins Svavars Gests. Bubbi og Sigurður lýsa því hversu erfitt gat verið að vinna með Svavari. „Mín upplifun af honum var að hann var svo leiðinlegur. Rosalega þurr,“ segir Bubbi og þakkar Sigurði fyrir að hafa „lagað Excel-skjalið“, en tökur í stúdíóinu stóðu yfir mun lengur en það sem skrásettur tímafjöldi sagði til um. Sigurður segir svo frá því hvernig þekktasta lag Bubba komst næstum því ekki á plötuna. „Þegar þú tókst Stál og hnífur þá vorum við bara tveir uppi í stúdíói og þegar þú ert búinn að spila þetta inn þá segirðu: „Æ, eigum við að láta þetta fara með?“ og ég sagði „Hvað? Auðvitað!“ Og svo í dag er þetta þjóðsöngur Íslendinga!“ Bubbi skefur ekki af mikilvægi aðkomu þess að hafa góðan upptökumann. „Þú leyfðir hlutunum svolítið að fara sína leið. Ísbjarnarblús er í rauninni jafn mikið þér að þakka og mér að þakka. Þetta var svo mikið sjokk þegar við fórum að taka upp plötu númer tvö sem var Geislavirkir. Þar kom einhver Breti sem eiginlega skar undan okkur. Við vorum svo mikill kraftur live en þegar við komum inn í stúdíóið hugsaði ég að þetta væri ekki nærri því jafn skemmtilegt og á Ísbjarnarblús.“ Hægt er að hlusta á fyrstu tvo þætti hlaðvarpsins á vef Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Segir fjölskylduna flutta Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira