Sendu beiðni um flýtimeðferð þremur dögum fyrir komuna til Íslands Andri Eysteinsson skrifar 10. júní 2019 22:17 Frá æfingu tyrkneska liðsins í Laugardal Getty/ Anadolu Ræðismaður Tyrklands á Ísland, Gunnar Tryggvason, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna þeirra atburða sem átt hafa sér stað varðandi komu tyrkneska landsliðsins til Íslands og móttökurnar sem þeir hér fengu.Tyrkir hafa kvartað sáran yfir vinnubrögðum íslensks landamæraeftirlits og sögðust hafa þurft að bíða í þrjá klukkutíma áður en að þeir gátu yfirgefið flugstöðina í Keflavík. Bent hefur verið á að vegna þess að flugvöllurinn sem tyrkneska landsliðið flaug frá er ekki vottaður var þörf á sérstakri öryggisleit við komuna. Skemmst er frá því að segja að íslenska landsliðið gekkst undir slíka leit við komuna frá tyrknesku borginni Konya árið 2015. Greint hafði verið frá því að tyrknesk stjórnvöld hafi sent íslenskum landamæralögregluyfirvöldum beiðni um að tyrkneska landsliðið í knattspyrnu fengi flýtimeðferð við komuna á Keflavíkurflugvöll. Var beiðnin sögð hafa borist of seint til þess að hægt væri að verða við henni. Ræðismaður Tyrklands segir beiðnina hafa komið þremur dögum fyrir komu landsliðsins þ.e. 6. júní síðastliðinn. Sendiráð Tyrklands í Osló hafi, auk ræðismannsins, sent beiðnina. Sama dag hafi borist staðfesting á að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld hafi síðan miðlað nánari upplýsingum, til dæmis um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglu að morgni komudags, 10 klukkustundum fyrir lendingu á Íslandi.Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan Þess hefur verið getið í fréttum í dag að beiðni frá tyrkneskum stjórnvöldum um flýtimeðferð fyrir landslið Tyrkja á Keflavikurflugvelli hafi borist utanríkisráðuneytinu aðeins fáeinum klukkustundum fyrir komu tyrkneska landsliðsins til Íslands í gærkveldi. Það rétta er að sendiráð Tyrklands í Osló sem og ræðismaður Tyrklands á Íslandi sendu slíka beiðni til landamæralögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þann 6. júní, þ.e. þremur dögum fyrir komu landsliðsins. Seinna þann sama dag barst Tyrkjum staðfesting á því að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld miðluðu svo nánari upplýsingum um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglunnar að morgni gærdags þ.e. 10 klst. fyrir komu landsliðsins. Gunnar Tryggvason Ræðismaður Tyrklands á Íslandi. EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Ræðismaður Tyrklands á Ísland, Gunnar Tryggvason, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna þeirra atburða sem átt hafa sér stað varðandi komu tyrkneska landsliðsins til Íslands og móttökurnar sem þeir hér fengu.Tyrkir hafa kvartað sáran yfir vinnubrögðum íslensks landamæraeftirlits og sögðust hafa þurft að bíða í þrjá klukkutíma áður en að þeir gátu yfirgefið flugstöðina í Keflavík. Bent hefur verið á að vegna þess að flugvöllurinn sem tyrkneska landsliðið flaug frá er ekki vottaður var þörf á sérstakri öryggisleit við komuna. Skemmst er frá því að segja að íslenska landsliðið gekkst undir slíka leit við komuna frá tyrknesku borginni Konya árið 2015. Greint hafði verið frá því að tyrknesk stjórnvöld hafi sent íslenskum landamæralögregluyfirvöldum beiðni um að tyrkneska landsliðið í knattspyrnu fengi flýtimeðferð við komuna á Keflavíkurflugvöll. Var beiðnin sögð hafa borist of seint til þess að hægt væri að verða við henni. Ræðismaður Tyrklands segir beiðnina hafa komið þremur dögum fyrir komu landsliðsins þ.e. 6. júní síðastliðinn. Sendiráð Tyrklands í Osló hafi, auk ræðismannsins, sent beiðnina. Sama dag hafi borist staðfesting á að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld hafi síðan miðlað nánari upplýsingum, til dæmis um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglu að morgni komudags, 10 klukkustundum fyrir lendingu á Íslandi.Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan Þess hefur verið getið í fréttum í dag að beiðni frá tyrkneskum stjórnvöldum um flýtimeðferð fyrir landslið Tyrkja á Keflavikurflugvelli hafi borist utanríkisráðuneytinu aðeins fáeinum klukkustundum fyrir komu tyrkneska landsliðsins til Íslands í gærkveldi. Það rétta er að sendiráð Tyrklands í Osló sem og ræðismaður Tyrklands á Íslandi sendu slíka beiðni til landamæralögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þann 6. júní, þ.e. þremur dögum fyrir komu landsliðsins. Seinna þann sama dag barst Tyrkjum staðfesting á því að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld miðluðu svo nánari upplýsingum um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglunnar að morgni gærdags þ.e. 10 klst. fyrir komu landsliðsins. Gunnar Tryggvason Ræðismaður Tyrklands á Íslandi.
EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira