Átti alls ekki von á því að vera rekinn frá HR í kjölfar ummæla á Karlmennskuspjallinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2019 13:00 Kristinn Sigurjónsson í dómsal í dag. vísir/vilhelm Aðalmeðferð í máli Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, gegn skólanum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Kristinn stefndi skólanum vegna þess sem hann telur ólögmæta uppsögn en honum var sagt upp í kjölfar ummæla sem hann lét falla í Facebook-hópnum Karlmennskuspjallið. Ummælin voru á þá leið að konur troði sér inn á vinnustaði og eyðileggðu þá því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði Kristinn að hann teldi vert að skoða möguleika á aðgreindum vinnustöðum kvenna og karla. Vöktu ummælin mikla athygli eftir að DV greindi frá þeim þann 3. október síðastliðinn. Kristinn, sem krefst samanlagt 56.863.000 króna frá skólanum í miska- og skaðabætur, sagði fyrir dómi í dag að hann hefði alls ekki átt von á því að hann yrði rekinn frá skólanum í kjölfar ummælanna sem hann lét falla á vettvangi utan skólans. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, lýsti því hins vegar fyrir dómi að umrædd ummæli Kristins hefðu haft neikvæð áhrif innan skólans þar sem starfsmenn hefðu lýst því að þeim liði illa vegna þeirra. Um það hefði málið snúist að mati skólayfirvalda. Skólinn krefst sýknu í málinu.Neitaði að hafa mismunað nemendum eftir kyni Kristinn kvaðst hafa átt von á tiltali frá yfirstjórn skólans þegar hann var boðaður á fund með Ara Kristni, Sigríði Elínu Guðlaugsdóttur, mannauðsstjóra skólans, og Ágústi Valfells, deildarforseta tækni- og verkfræðibraut, þann 4. október. Hann hefði ekki átt von á uppsögn. Kristinn sagði að megininntak umræðunnar á fundinum hefði verið að hann hefði verið að tala illa um konur. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins, spurði hann hvort að yfirstjórn skólans hefði áður kvartað yfir störfum hans. Svaraði Kristinn því neitandi. Þá neitaði hann því jafnframt að hafa nokkurn tímann mismunað nemendum eftir kyni.Kristinn hafði starfað hjá HR frá árinu 2005 þegar skólinn sameinaðist Tækniháskóla Íslands.vísir/vilhelmOpinber starfsmaður eða ekki? Um það er deilt í málinu hvort að Kristinn hafi verið opinber starfsmaður en hann telur sig hafa haft þá réttarvernd þar sem hann hafði starfað við Tækniháskóla Íslands frá árinu 1999 en sá skóla, sem var ríkisháskóli, sameinaðist HR árið 2005. Þá varð Kristinn starfsmaður þess skóla. Fyrir dómi í dag sagði Kristinn að hann teldi sig vera opinberan starfsmann vegna þess að hann hefði starfað hjá Tækniháskólanum við sameininguna hjá HR. Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður HR, spurði Kristinn hvort hann kannaðist við að hafa fengið tölvupóst frá Guðfinnu Bjarnadóttur, þáverandi rektor HR, en með póstinum fylgdi greinargerð dagsett 21. mars 2005 þar sem fjallað var ítarlega um stöðu þeirra sem verið höfðu starfsmenn Tækniháskólans. Var þar sagt að þeir væru ekki lengur opinberir starfsmenn. Kristinn sagðist ekki muna eftir póstinum enda væri langt um liðið. Hann dró það þó ekki í efa að hann hefði fengið umræddan póst. Eva spurði jafnframt út í nýjan ráðningarsamning sem Kristinn undirritaði þann 24. október 2005. Þar kom fram að samningurinn væri ótímabundinn en uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila með þriggja mánaða fyrirvara. Var Kristinn spurður út í það hvort hann hefði haft orð á því þegar hann undirritaði umræddan samning að hann teldi sig vera opinberan starfsmann. Svaraði hann því neitandi og kom jafnframt fram að hann hefði heldur ekki nefnt þetta þegar starfsmönnum HR var gert að taka á sig launalækkun í kjölfar hrunsins. Sagði Kristinn að þetta hefði aldrei komið upp á yfirborðið fyrr en við uppsögn hans. Við málflutning lagði lögmaður hans áherslu á það að réttindi hans og skyldur sem opinber starfsmaður hefðu ekki fallið niður með fyrrgreindum ráðningarsamningi frá árinu 2005. Þessu hafnaði lögmaður HR algjörlega í sínum málflutningi og lagði áherslu á það að lög um skyldur og réttindi opinberra starfsmanna ættu ekki við Kristinn og hann nyti því ekki uppsagnarverndar í samræmi við þau.Jón Steinar og Kristinn í dómsal í dag.vísir/vilhelmHefði kannski mátt orða ummælin öðruvísi Við skýrslutöku yfir Kristni spurði Eva hann út í það hvort hann kannaðist við það að nemendur hefðu kvartað yfir því að hann talaði niður til þeirra. Kristinn svaraði því játandi. Þetta hefði verið haustið 2016 og sagði hann að þessar kvartanir hefðu komið honum algjörlega í opna skjöldu. Sagði Kristinn að hann hefði beðið kennslustjóra um að farið yrði í saumana á þessum kvörtunum en að það hefði ekki verið gert. Þá sagðist hann telja að það væri rangt að hann hefði talað niður til nemenda. Eva spurði Kristinn hvort hann sæi eftir ummælunum sem hann hefði viðhaft á Karlmennskuspjallinu. Svaraði hann því játandi og að hann hefði kannski mátt orða ummælin öðruvísi. Hann hefði hins vegar látið þau falla á lokuðu spjallsvæði og hann hefði reiknað með því að hann væri einungis að tala um vandamál líðandi stundar.Ummælin ein og sér ekki ástæða uppsagnarinnar Ari Kristinn, rektor, kom fyrir dóminn á eftir lektornum fyrrverandi. Hann sagði að ummælin ein og sér hefðu ekki verið eina ástæðan fyrir ákvörðuninni að segja Kristni upp. Skólayfirvöldum hefðu til dæmis borist athugasemdir frá nemendum um að Kristinn færi með gamanmál í kennslustundum og þá hefði það heyrst frá starfsmönnum að það hefði neikvæð áhrif á vinnuumhverfið. Kristinn hafði lýst fyrrnefndum fundi með rektor, mannauðsstjóra og deildarforseta á þann veg að mannauðsstjóri hefði nánast aðeins haft orðið á fundinum. Rektor lýsti fundinum á annan hátt og sagði hann hafa hafist á því að Kristinn kvartaði undan samstarfsmönnum sínum og viðbrögðum kvenna við því þegar hann kom í hádegismat þennan sama dag. Fyrir dómi hafði Kristinn lýst því þegar samstarfskona hans hefði staðið upp þegar hann kom inn á kaffistofuna og fært sig á aðra kaffistofa. Sagðist hann hafa upplifað þetta sem svo að henni hefði mislíkað það sem hann hefði skrifað.Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, kom fyrir dóminn við aðalmeðferðina í dag.vísir/vilhelmMjög neikvæð áhrif innan skólans Ari Kristinn sagði að á umræddum fundi hafi Kristinn verið beðinn um að tala um ummælin og hvað áhrif þau hefðu. Sagði hann Kristinn hafa farið djúpt í það hverjar væru ástæðurnar fyrir ummælunum og nefndi tálmunarmál í því samhengi, það er þegar mæður tálma umgengni barna við feður. „En hann sýndi ekki ummerki um það að honum þætti þessi ummæli athugasemdaverð og undraðist frekar að viðbrögðin væru þessi. Á eftir fylgdi svo umræða um alvarleika þessara ummæla og áhrifin á vinnustaðinn,“ sagði rektor og bætti við að allir þeir sem viðstaddir voru fundinn hefðu tekið þar til máls. Í máli rektors kom fram að skólayfirvöld vildu passa mjög vel upp á það að starfsmenn og nemendum liði vel innan skólans. Því væri það mjög alvarlegt mál að tala á þann hátt sem Kristinn hafði gert um ákveðinn hóp innan vinnustaðarins. Þá hefðu konur innan vinnustaðarins tekið þessu mjög alvarlega og sagði rektor þetta hafa haft mjög neikvæð áhrif innan skólans. Ari Kristinn sagði að yfirstjórn skólans þætti afskaplega leiðinlegt að komast á þann stað að þurfa að ljúka samstarfi við starfsmann í HR en í þessu tilfelli hafi það verið ljóst að slíta þyrfti sambandinu.Almennt ekki svo að það komi HR við hvað starfsmenn skólans segja utan hans Jón Steinar spurði rektor hvort hann teldi að með ummælunum væri Kristinn að fjalla um vinnustað sinn. Svaraði rektor því til að ummælin vörðuðu vinnustað. Vísað væri til þess að vilja helst ekki vinna með konum og að konur eyðileggi vinnustaðinn. Jón Steinar spurði þá hvort HR kæmi það yfirhöfuð eitthvað við hvað starfsmenn skólans segðu utan vinnustaðarins. Ari Kristinn sagði að almennt væri það ekki svo. „En það kemur okkur við hvernig starfsandinn er og hvernig starfsmönnum líður og hvernig nemendum líður,“ sagði rektor og lagði áfram áherslu á að ummæli Kristins hefðu haft neikvæð áhrif innan skólans. Sagði hann málið snúast um það hvernig einstaklingar hefðu áhrif á vinnustaðinn en ekki um það sem gerðist utan skólans. Jón Steinar spurði Ara Kristinn út í það hvort að stefnandi hefði einhvern tímann sýnt að hann hafi mismunað nemendum eftir kynferði. Sagði rektor að það færi eftir því við hvað væri átt og endurtók lögmaðurinn þá spurninguna. „Það að segja klúra brandara þar sem talað er um annað kynið en ekki hitt, það getur valdið óþægindum, eins og þegar farið er með gamanmál um þeldökka eða samkynhneigða,“ svaraði Ari Kristinn en fram hafði komið að ekki væru til skrifleg gögn vegna athugasemda eða kvartana nemenda í garð Kristins vegna slíkra gamanmála.Eva Bryndís Helgadóttir er lögmaður HR í málinu. Hún sést hér fyrir miðri mynd.vísir/vilhelmMannauðsstjórinn í Facebook-hópnum Karlar gera merkilega hluti Þriðja og síðasta vitnið sem kom fyrir dóminn var áðurnefnd Sigríður Elín, mannauðsstjóri HR. Var það Jón Steinar sem að kallaði hana fyrir dóminn og spurði hana út í það hvort hún væri meðlimur í Facebook-hópnum Karlar gera merkilega hluti. Svaraði Sigríður því játandi og spurði Jón Steinar þá hvort hún þekkti ummæli sem höfð voru um tiltekinn lögmann, það er Jón Steinar, og hann hefur fjallað um í fjölmiðlum. Sagðist Sigríður ekki hafa orðið vör við þá umræðu fyrr en Jón Steinar hefði sjálfur farið að skrifa um þau. Þá minntist hún þess ekki að hafa lesið ummælin og kvaðst ekki hafa tekið þátt í umræðunni um lögmanninn. Við þessa skýrslutöku hafði dómari orð á því að málið snerist ekki um lögmanninn eða ummæli um hann á netinu heldur ummæli Kristins.Hafnaði því að skólinn hefði brotið gegn tjáningarfrelsi Kristins Í málflutningi sínum fjallaði Jón Steinar meðal annars um tjáningarfrelsið og sagði að Kristni væri frjálst að tjá með þeim hætti sem hann vildi utan veggja skólans. Sagði lögmaðurinn að svo væri sem menn skildu ekki eðli tjáningarfrelsisins. „Tjáningarfrelsið felur það í sér að þú megir tjá þig um hvaða þjóðfélagslegu málefni sem eru til umræðu og þú átt að geta gert það án þess að að þér sé veist,“ sagði Jón Steinar. Eva Bryndís sagði í sinni málflutningsræðu að tjáningarfrelsið fæli það ekki í sér að maður gæti gengið að því sem vísu að allir vilji hafa mann í vinnu. Þá sagði hún HR ekki hafa lagt neinar hömlur á tjáningarfrelsi Kristins og hafnaði því að skólinn hefði brotið gegn stjórnarskrárvörðum rétti hans til þess að tjá sig með uppsögn á gagnkvæmum samningi. Dómsmál Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir HR ætlar í hart í máli Kristins Sigurjónssonar Skólin hafnar erindi Jóns Steinars lögmanns lektorsins. 24. október 2018 10:57 Nokkrir nemendur við HR fagna ákaft brottrekstri Kristins Lýsa yfir mikilli ánægju með skólastjórnendur Háskóla Reykjavíkur. 12. október 2018 17:02 Rektor HR segir hatur á grundvelli kyns ekki liðið innan skólans Ari Kristinn Jónsson sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hann tekur fram að hann ætli ekki að tjá sig um umdeilt mál Kristins Sigurjónssonar. 12. október 2018 10:35 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, gegn skólanum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Kristinn stefndi skólanum vegna þess sem hann telur ólögmæta uppsögn en honum var sagt upp í kjölfar ummæla sem hann lét falla í Facebook-hópnum Karlmennskuspjallið. Ummælin voru á þá leið að konur troði sér inn á vinnustaði og eyðileggðu þá því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði Kristinn að hann teldi vert að skoða möguleika á aðgreindum vinnustöðum kvenna og karla. Vöktu ummælin mikla athygli eftir að DV greindi frá þeim þann 3. október síðastliðinn. Kristinn, sem krefst samanlagt 56.863.000 króna frá skólanum í miska- og skaðabætur, sagði fyrir dómi í dag að hann hefði alls ekki átt von á því að hann yrði rekinn frá skólanum í kjölfar ummælanna sem hann lét falla á vettvangi utan skólans. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, lýsti því hins vegar fyrir dómi að umrædd ummæli Kristins hefðu haft neikvæð áhrif innan skólans þar sem starfsmenn hefðu lýst því að þeim liði illa vegna þeirra. Um það hefði málið snúist að mati skólayfirvalda. Skólinn krefst sýknu í málinu.Neitaði að hafa mismunað nemendum eftir kyni Kristinn kvaðst hafa átt von á tiltali frá yfirstjórn skólans þegar hann var boðaður á fund með Ara Kristni, Sigríði Elínu Guðlaugsdóttur, mannauðsstjóra skólans, og Ágústi Valfells, deildarforseta tækni- og verkfræðibraut, þann 4. október. Hann hefði ekki átt von á uppsögn. Kristinn sagði að megininntak umræðunnar á fundinum hefði verið að hann hefði verið að tala illa um konur. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins, spurði hann hvort að yfirstjórn skólans hefði áður kvartað yfir störfum hans. Svaraði Kristinn því neitandi. Þá neitaði hann því jafnframt að hafa nokkurn tímann mismunað nemendum eftir kyni.Kristinn hafði starfað hjá HR frá árinu 2005 þegar skólinn sameinaðist Tækniháskóla Íslands.vísir/vilhelmOpinber starfsmaður eða ekki? Um það er deilt í málinu hvort að Kristinn hafi verið opinber starfsmaður en hann telur sig hafa haft þá réttarvernd þar sem hann hafði starfað við Tækniháskóla Íslands frá árinu 1999 en sá skóla, sem var ríkisháskóli, sameinaðist HR árið 2005. Þá varð Kristinn starfsmaður þess skóla. Fyrir dómi í dag sagði Kristinn að hann teldi sig vera opinberan starfsmann vegna þess að hann hefði starfað hjá Tækniháskólanum við sameininguna hjá HR. Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður HR, spurði Kristinn hvort hann kannaðist við að hafa fengið tölvupóst frá Guðfinnu Bjarnadóttur, þáverandi rektor HR, en með póstinum fylgdi greinargerð dagsett 21. mars 2005 þar sem fjallað var ítarlega um stöðu þeirra sem verið höfðu starfsmenn Tækniháskólans. Var þar sagt að þeir væru ekki lengur opinberir starfsmenn. Kristinn sagðist ekki muna eftir póstinum enda væri langt um liðið. Hann dró það þó ekki í efa að hann hefði fengið umræddan póst. Eva spurði jafnframt út í nýjan ráðningarsamning sem Kristinn undirritaði þann 24. október 2005. Þar kom fram að samningurinn væri ótímabundinn en uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila með þriggja mánaða fyrirvara. Var Kristinn spurður út í það hvort hann hefði haft orð á því þegar hann undirritaði umræddan samning að hann teldi sig vera opinberan starfsmann. Svaraði hann því neitandi og kom jafnframt fram að hann hefði heldur ekki nefnt þetta þegar starfsmönnum HR var gert að taka á sig launalækkun í kjölfar hrunsins. Sagði Kristinn að þetta hefði aldrei komið upp á yfirborðið fyrr en við uppsögn hans. Við málflutning lagði lögmaður hans áherslu á það að réttindi hans og skyldur sem opinber starfsmaður hefðu ekki fallið niður með fyrrgreindum ráðningarsamningi frá árinu 2005. Þessu hafnaði lögmaður HR algjörlega í sínum málflutningi og lagði áherslu á það að lög um skyldur og réttindi opinberra starfsmanna ættu ekki við Kristinn og hann nyti því ekki uppsagnarverndar í samræmi við þau.Jón Steinar og Kristinn í dómsal í dag.vísir/vilhelmHefði kannski mátt orða ummælin öðruvísi Við skýrslutöku yfir Kristni spurði Eva hann út í það hvort hann kannaðist við það að nemendur hefðu kvartað yfir því að hann talaði niður til þeirra. Kristinn svaraði því játandi. Þetta hefði verið haustið 2016 og sagði hann að þessar kvartanir hefðu komið honum algjörlega í opna skjöldu. Sagði Kristinn að hann hefði beðið kennslustjóra um að farið yrði í saumana á þessum kvörtunum en að það hefði ekki verið gert. Þá sagðist hann telja að það væri rangt að hann hefði talað niður til nemenda. Eva spurði Kristinn hvort hann sæi eftir ummælunum sem hann hefði viðhaft á Karlmennskuspjallinu. Svaraði hann því játandi og að hann hefði kannski mátt orða ummælin öðruvísi. Hann hefði hins vegar látið þau falla á lokuðu spjallsvæði og hann hefði reiknað með því að hann væri einungis að tala um vandamál líðandi stundar.Ummælin ein og sér ekki ástæða uppsagnarinnar Ari Kristinn, rektor, kom fyrir dóminn á eftir lektornum fyrrverandi. Hann sagði að ummælin ein og sér hefðu ekki verið eina ástæðan fyrir ákvörðuninni að segja Kristni upp. Skólayfirvöldum hefðu til dæmis borist athugasemdir frá nemendum um að Kristinn færi með gamanmál í kennslustundum og þá hefði það heyrst frá starfsmönnum að það hefði neikvæð áhrif á vinnuumhverfið. Kristinn hafði lýst fyrrnefndum fundi með rektor, mannauðsstjóra og deildarforseta á þann veg að mannauðsstjóri hefði nánast aðeins haft orðið á fundinum. Rektor lýsti fundinum á annan hátt og sagði hann hafa hafist á því að Kristinn kvartaði undan samstarfsmönnum sínum og viðbrögðum kvenna við því þegar hann kom í hádegismat þennan sama dag. Fyrir dómi hafði Kristinn lýst því þegar samstarfskona hans hefði staðið upp þegar hann kom inn á kaffistofuna og fært sig á aðra kaffistofa. Sagðist hann hafa upplifað þetta sem svo að henni hefði mislíkað það sem hann hefði skrifað.Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, kom fyrir dóminn við aðalmeðferðina í dag.vísir/vilhelmMjög neikvæð áhrif innan skólans Ari Kristinn sagði að á umræddum fundi hafi Kristinn verið beðinn um að tala um ummælin og hvað áhrif þau hefðu. Sagði hann Kristinn hafa farið djúpt í það hverjar væru ástæðurnar fyrir ummælunum og nefndi tálmunarmál í því samhengi, það er þegar mæður tálma umgengni barna við feður. „En hann sýndi ekki ummerki um það að honum þætti þessi ummæli athugasemdaverð og undraðist frekar að viðbrögðin væru þessi. Á eftir fylgdi svo umræða um alvarleika þessara ummæla og áhrifin á vinnustaðinn,“ sagði rektor og bætti við að allir þeir sem viðstaddir voru fundinn hefðu tekið þar til máls. Í máli rektors kom fram að skólayfirvöld vildu passa mjög vel upp á það að starfsmenn og nemendum liði vel innan skólans. Því væri það mjög alvarlegt mál að tala á þann hátt sem Kristinn hafði gert um ákveðinn hóp innan vinnustaðarins. Þá hefðu konur innan vinnustaðarins tekið þessu mjög alvarlega og sagði rektor þetta hafa haft mjög neikvæð áhrif innan skólans. Ari Kristinn sagði að yfirstjórn skólans þætti afskaplega leiðinlegt að komast á þann stað að þurfa að ljúka samstarfi við starfsmann í HR en í þessu tilfelli hafi það verið ljóst að slíta þyrfti sambandinu.Almennt ekki svo að það komi HR við hvað starfsmenn skólans segja utan hans Jón Steinar spurði rektor hvort hann teldi að með ummælunum væri Kristinn að fjalla um vinnustað sinn. Svaraði rektor því til að ummælin vörðuðu vinnustað. Vísað væri til þess að vilja helst ekki vinna með konum og að konur eyðileggi vinnustaðinn. Jón Steinar spurði þá hvort HR kæmi það yfirhöfuð eitthvað við hvað starfsmenn skólans segðu utan vinnustaðarins. Ari Kristinn sagði að almennt væri það ekki svo. „En það kemur okkur við hvernig starfsandinn er og hvernig starfsmönnum líður og hvernig nemendum líður,“ sagði rektor og lagði áfram áherslu á að ummæli Kristins hefðu haft neikvæð áhrif innan skólans. Sagði hann málið snúast um það hvernig einstaklingar hefðu áhrif á vinnustaðinn en ekki um það sem gerðist utan skólans. Jón Steinar spurði Ara Kristinn út í það hvort að stefnandi hefði einhvern tímann sýnt að hann hafi mismunað nemendum eftir kynferði. Sagði rektor að það færi eftir því við hvað væri átt og endurtók lögmaðurinn þá spurninguna. „Það að segja klúra brandara þar sem talað er um annað kynið en ekki hitt, það getur valdið óþægindum, eins og þegar farið er með gamanmál um þeldökka eða samkynhneigða,“ svaraði Ari Kristinn en fram hafði komið að ekki væru til skrifleg gögn vegna athugasemda eða kvartana nemenda í garð Kristins vegna slíkra gamanmála.Eva Bryndís Helgadóttir er lögmaður HR í málinu. Hún sést hér fyrir miðri mynd.vísir/vilhelmMannauðsstjórinn í Facebook-hópnum Karlar gera merkilega hluti Þriðja og síðasta vitnið sem kom fyrir dóminn var áðurnefnd Sigríður Elín, mannauðsstjóri HR. Var það Jón Steinar sem að kallaði hana fyrir dóminn og spurði hana út í það hvort hún væri meðlimur í Facebook-hópnum Karlar gera merkilega hluti. Svaraði Sigríður því játandi og spurði Jón Steinar þá hvort hún þekkti ummæli sem höfð voru um tiltekinn lögmann, það er Jón Steinar, og hann hefur fjallað um í fjölmiðlum. Sagðist Sigríður ekki hafa orðið vör við þá umræðu fyrr en Jón Steinar hefði sjálfur farið að skrifa um þau. Þá minntist hún þess ekki að hafa lesið ummælin og kvaðst ekki hafa tekið þátt í umræðunni um lögmanninn. Við þessa skýrslutöku hafði dómari orð á því að málið snerist ekki um lögmanninn eða ummæli um hann á netinu heldur ummæli Kristins.Hafnaði því að skólinn hefði brotið gegn tjáningarfrelsi Kristins Í málflutningi sínum fjallaði Jón Steinar meðal annars um tjáningarfrelsið og sagði að Kristni væri frjálst að tjá með þeim hætti sem hann vildi utan veggja skólans. Sagði lögmaðurinn að svo væri sem menn skildu ekki eðli tjáningarfrelsisins. „Tjáningarfrelsið felur það í sér að þú megir tjá þig um hvaða þjóðfélagslegu málefni sem eru til umræðu og þú átt að geta gert það án þess að að þér sé veist,“ sagði Jón Steinar. Eva Bryndís sagði í sinni málflutningsræðu að tjáningarfrelsið fæli það ekki í sér að maður gæti gengið að því sem vísu að allir vilji hafa mann í vinnu. Þá sagði hún HR ekki hafa lagt neinar hömlur á tjáningarfrelsi Kristins og hafnaði því að skólinn hefði brotið gegn stjórnarskrárvörðum rétti hans til þess að tjá sig með uppsögn á gagnkvæmum samningi.
Dómsmál Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir HR ætlar í hart í máli Kristins Sigurjónssonar Skólin hafnar erindi Jóns Steinars lögmanns lektorsins. 24. október 2018 10:57 Nokkrir nemendur við HR fagna ákaft brottrekstri Kristins Lýsa yfir mikilli ánægju með skólastjórnendur Háskóla Reykjavíkur. 12. október 2018 17:02 Rektor HR segir hatur á grundvelli kyns ekki liðið innan skólans Ari Kristinn Jónsson sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hann tekur fram að hann ætli ekki að tjá sig um umdeilt mál Kristins Sigurjónssonar. 12. október 2018 10:35 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
HR ætlar í hart í máli Kristins Sigurjónssonar Skólin hafnar erindi Jóns Steinars lögmanns lektorsins. 24. október 2018 10:57
Nokkrir nemendur við HR fagna ákaft brottrekstri Kristins Lýsa yfir mikilli ánægju með skólastjórnendur Háskóla Reykjavíkur. 12. október 2018 17:02
Rektor HR segir hatur á grundvelli kyns ekki liðið innan skólans Ari Kristinn Jónsson sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hann tekur fram að hann ætli ekki að tjá sig um umdeilt mál Kristins Sigurjónssonar. 12. október 2018 10:35