Tveir meðlimir Sigur Rósar halda ótrauðir áfram Andri Eysteinsson skrifar 13. júní 2019 15:00 Meðlimir hljómsveitarinnar hafa kennt handvömm endurskoðanda um. Vísir/GETTY „Við gerum þetta á meðan þetta er gaman, eins og fótboltamenn segja,“ sagði Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, spurður út í framtíð hljómsveitarinnar en eins og stendur eru meðlimir hljómsveitarinnar einungis tveir. Georg og Jón Þór Birgisson, Jónsi. Um þessar mundir eru 20 ár liðin frá útgáfu þriðju plötu Sigur Rósar sem átti eftir að reynast ein vinsælasta plata íslenskrar tónlistarsögu. Ágætis byrjun hét platan og kom út árið 1999. Þá samanstóð sveitin af Jónsa, Georg og Ágústi Ævari Gunnarssyni, og kölluðu þeir sig skytturnar þrjár. Þá var D‘Artagnan, hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson nýlega genginn til liðs við sveitina. Ágætis byrjun átti eftir að reynast endalok Ágústs Ævars í sveitinni en skömmu eftir útgáfu plötunnar hætti hann og við stöðu hans við trommurnar tók Orri Páll Dýrason. Í tilefni af tuttugu ára afmæli Ágætis byrjunar efndu sveitarmenn til hlustunarteitis. Gestir hlustuðu á tuttugu ára gamla upptöku frá tónleikum sem haldnir voru, jú tuttugu árum áður.Af því tilefni ræddi Kastljós við þá Georg og Kjartan Sveinsson. Þar greindi Georg eins og áður segir frá framtíðarhorfum sveitarinnar en hinn meðlimur sveitarinnar, Jónsi, sá sér ekki fært um að mæta vegna skuldbindinga erlendis. Þá ræddu félagarnir stuttlega um skattamálin sem hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeir Georg og Kjartan voru vissir um að málið skyggði ekkert á gleðina á 20 ára afmælinu. „Þarna varð handvömm, við réðum fólk til þess að sjá um þessa hluti fyrir okkur sjálfir. Þarna varð einhverjum á í messunni og við erum búnir að semja við skattinn um að borga það sem við eigum að gera. Við borgum okkar skatta glaðir, sagði Kjartan en bætti við að fyrir lægi ákæra sökum stórfelldrar vangár. Kumpánarnir láta hins vegar skattavandræðin ekki hafa nein áhrif á gleðina, „Það er gaman hjá okkur, það eru 20 ár síðan Ágætis byrjun kom út og því ber að fagna, sagði Georg Hólm, einn tveggja eftirstandandi meðlima Sigur Rósar. Sigur Rós Tónlist Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
„Við gerum þetta á meðan þetta er gaman, eins og fótboltamenn segja,“ sagði Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, spurður út í framtíð hljómsveitarinnar en eins og stendur eru meðlimir hljómsveitarinnar einungis tveir. Georg og Jón Þór Birgisson, Jónsi. Um þessar mundir eru 20 ár liðin frá útgáfu þriðju plötu Sigur Rósar sem átti eftir að reynast ein vinsælasta plata íslenskrar tónlistarsögu. Ágætis byrjun hét platan og kom út árið 1999. Þá samanstóð sveitin af Jónsa, Georg og Ágústi Ævari Gunnarssyni, og kölluðu þeir sig skytturnar þrjár. Þá var D‘Artagnan, hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson nýlega genginn til liðs við sveitina. Ágætis byrjun átti eftir að reynast endalok Ágústs Ævars í sveitinni en skömmu eftir útgáfu plötunnar hætti hann og við stöðu hans við trommurnar tók Orri Páll Dýrason. Í tilefni af tuttugu ára afmæli Ágætis byrjunar efndu sveitarmenn til hlustunarteitis. Gestir hlustuðu á tuttugu ára gamla upptöku frá tónleikum sem haldnir voru, jú tuttugu árum áður.Af því tilefni ræddi Kastljós við þá Georg og Kjartan Sveinsson. Þar greindi Georg eins og áður segir frá framtíðarhorfum sveitarinnar en hinn meðlimur sveitarinnar, Jónsi, sá sér ekki fært um að mæta vegna skuldbindinga erlendis. Þá ræddu félagarnir stuttlega um skattamálin sem hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeir Georg og Kjartan voru vissir um að málið skyggði ekkert á gleðina á 20 ára afmælinu. „Þarna varð handvömm, við réðum fólk til þess að sjá um þessa hluti fyrir okkur sjálfir. Þarna varð einhverjum á í messunni og við erum búnir að semja við skattinn um að borga það sem við eigum að gera. Við borgum okkar skatta glaðir, sagði Kjartan en bætti við að fyrir lægi ákæra sökum stórfelldrar vangár. Kumpánarnir láta hins vegar skattavandræðin ekki hafa nein áhrif á gleðina, „Það er gaman hjá okkur, það eru 20 ár síðan Ágætis byrjun kom út og því ber að fagna, sagði Georg Hólm, einn tveggja eftirstandandi meðlima Sigur Rósar.
Sigur Rós Tónlist Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira