Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júní 2019 12:31 Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. visir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar telur málþóf Miðflokksmanna vegna þriðja orkupakkans heppilegt fyrir ríkisstjórnina því vinna við fjármálaáætlun gangi ekki eftir áætlun. Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segja þinglok í uppnámi því ekki sé hægt að treysta Miðflokknum. Farið var um víðan völl í þættinum Sprengisandi í morgun en þar sátu þingmennirnir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Til umræðu voru þinglok, sem ekki náðist samkomulag um fyrir helgina sem og fjármálaáætlun, sem stjórnarandstaðan telur í upplausn. Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum og heiðursmannasamkomulag sem ríkir um traust í samskiptum algerlega brotið af þeirra hálfu. Silja telur samkomulagið sem lagt var fram hafi ekki verið pappírsins virði. Sigmundur undirritaði samkomulagið en ritaði orðin: samkvæmt samtali fyrir aftan nafn sitt. „Menn treystu því ekki að þetta myndi halda. Miðflokkurinn hefur verið að fara fram á að það verði settur á sérstakur starfshópur á vegum Alþingis í sumar. Til þess að fara aftur yfir orkupakka þrjú. Þingið er búið að vera með málið í tíu ár, ríkisstjórnin er búin að vera með málið og fara vandlega yfir í marga mánuði, utanríkismálanefnd er búin að hafa málið til umfjöllunar. Eins og komið hefur fram mætti Miðflokkurinn lítið og illa á þá fundi og greinilega tók ekki nógu el eftir. Ég legg því til að Miðflokkurinn setji á sína eigin rannsóknarnefnd og kynni sér bara almennilega þessa orkupakka alla saman fyrst þau hafa ekkert verið að fylgjast með síðustu tíu ár,“ segir hún. Silja segir óforskammað af flokknum að fara fram á þetta. Umfjöllun málsins sé lokið. Þorsteinn, þingmaður Miðflokksins, blés á þetta og segir málið um orkupakkann ónýtt og nauðsynlegt að setja á rannsóknarnefnd. „Það var síðast í gær eða fyrra dag sem að komu fram fimm hæstaréttarlögmenn sem komu fram og sögðu þetta er ónýtt. Menn hlusta ekki, það er nefnilega plagsiður þessarar ríkisstjórnar. Hún hlustar ekki,“ segir hann. Þorsteinn bendir á að ríkisstjórnin hafi ekki hlustað á aðvaranir vegna fjármálastefnunnar í fyrra en talið er að halli fjármálaáætlunar verði um 35 milljarðar og er því verið að leggja til að breyta henni. Logi segir að ríkisstjórnin sé lítið skárri en stjórnarandstaðan. Augljós sundrung sé þar líka. „Þessi töf hefur verið dálítið heppileg fyrir ríkisstjórnina. Vegna þess að fjármálaáætlun er í fullkomnu uppnámi. Fyrir viku síðan var kynnt endurskoðuð fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir gríðarlegum niðurskurði. Við bjuggumst við að fjárlaganefnd gæti farið að vinna úr þeim tillögum og kallað inn umsagnaraðila og farið að vinna úr þeim. En núna viku seinna, er enn ekkert tilbúið,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Alþingi Miðflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar telur málþóf Miðflokksmanna vegna þriðja orkupakkans heppilegt fyrir ríkisstjórnina því vinna við fjármálaáætlun gangi ekki eftir áætlun. Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segja þinglok í uppnámi því ekki sé hægt að treysta Miðflokknum. Farið var um víðan völl í þættinum Sprengisandi í morgun en þar sátu þingmennirnir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Til umræðu voru þinglok, sem ekki náðist samkomulag um fyrir helgina sem og fjármálaáætlun, sem stjórnarandstaðan telur í upplausn. Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum og heiðursmannasamkomulag sem ríkir um traust í samskiptum algerlega brotið af þeirra hálfu. Silja telur samkomulagið sem lagt var fram hafi ekki verið pappírsins virði. Sigmundur undirritaði samkomulagið en ritaði orðin: samkvæmt samtali fyrir aftan nafn sitt. „Menn treystu því ekki að þetta myndi halda. Miðflokkurinn hefur verið að fara fram á að það verði settur á sérstakur starfshópur á vegum Alþingis í sumar. Til þess að fara aftur yfir orkupakka þrjú. Þingið er búið að vera með málið í tíu ár, ríkisstjórnin er búin að vera með málið og fara vandlega yfir í marga mánuði, utanríkismálanefnd er búin að hafa málið til umfjöllunar. Eins og komið hefur fram mætti Miðflokkurinn lítið og illa á þá fundi og greinilega tók ekki nógu el eftir. Ég legg því til að Miðflokkurinn setji á sína eigin rannsóknarnefnd og kynni sér bara almennilega þessa orkupakka alla saman fyrst þau hafa ekkert verið að fylgjast með síðustu tíu ár,“ segir hún. Silja segir óforskammað af flokknum að fara fram á þetta. Umfjöllun málsins sé lokið. Þorsteinn, þingmaður Miðflokksins, blés á þetta og segir málið um orkupakkann ónýtt og nauðsynlegt að setja á rannsóknarnefnd. „Það var síðast í gær eða fyrra dag sem að komu fram fimm hæstaréttarlögmenn sem komu fram og sögðu þetta er ónýtt. Menn hlusta ekki, það er nefnilega plagsiður þessarar ríkisstjórnar. Hún hlustar ekki,“ segir hann. Þorsteinn bendir á að ríkisstjórnin hafi ekki hlustað á aðvaranir vegna fjármálastefnunnar í fyrra en talið er að halli fjármálaáætlunar verði um 35 milljarðar og er því verið að leggja til að breyta henni. Logi segir að ríkisstjórnin sé lítið skárri en stjórnarandstaðan. Augljós sundrung sé þar líka. „Þessi töf hefur verið dálítið heppileg fyrir ríkisstjórnina. Vegna þess að fjármálaáætlun er í fullkomnu uppnámi. Fyrir viku síðan var kynnt endurskoðuð fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir gríðarlegum niðurskurði. Við bjuggumst við að fjárlaganefnd gæti farið að vinna úr þeim tillögum og kallað inn umsagnaraðila og farið að vinna úr þeim. En núna viku seinna, er enn ekkert tilbúið,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Miðflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira