Örn segist ánægður með uppfærsluna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2019 06:30 "Ég er búinn að halda upp á afmælið með fullt af fólki sem ég þekki og það er gaman að halda líka upp á það með fólki sem ég þekki ekki neitt,“ segir Örn. FBL/EYÞÓR „Ég er hér að keyra yfir Þverárfjall, á leið á Sauðárkrók,“ svarar Örn Árnason leikari glaðlega þegar hann er spurður hvar verið sé að ónáða hann með símhringingu. Erindið við Örn er að falast eftir afmælisviðtali því kappinn er sextugur á útgáfudegi þessa tölublaðs. Hann kveðst vera á ferð með fimmtán útlendinga í hálfri hringferð um landið svo að næsta spurning er hvort hann ætli að halda upp á afmælið sitt með þeim. „Já, það ætla ég að gera. Ég er búinn að halda upp á afmælið með fullt af fólki sem ég þekki og það er gaman að halda líka upp á það með fólki sem ég þekki ekki neitt!“ svarar hann að bragði. Örn kveðst taka að sér leiðsögn fyrir hópa sem komi hingað gegnum ameríska skrifstofu með aðsetur hér á landi. „Við erum sem sagt á leið á Krókinn núna að heimsækja Sútarann, svo förum við til Akureyrar í kvöld.“ Ekki kveðst hann ná að heimsækja Hrísey í þessari ferð, þótt hann hafi oft verið í eyjunni sem krakki og gjarnan komið þar við í gegnum tíðina. „En ég fer á Dalvík svo ég næ að sigla fram hjá.“ Örn segist meðal annars ætla að verja afmælisdeginum við Mývatn og segir það nú ekki slæmt, þrátt fyrir að kuldatíð sé fyrir norðan núna. „Það er þriggja stiga hiti hér á Þverárfjallinu,“ upplýsir hann. En Örn er sem sagt búinn að fagna sextugsafmælinu og kveðst algerlega sáttur við aldurinn. „Ég er ánægður með það að hafa fengið uppfærslu úr 5.9 í 6.0, eins og talað er um í hinum stafræna tölvuheimi! Það er einhvers virði,“ segir Örn Árnason. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Tímamót Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
„Ég er hér að keyra yfir Þverárfjall, á leið á Sauðárkrók,“ svarar Örn Árnason leikari glaðlega þegar hann er spurður hvar verið sé að ónáða hann með símhringingu. Erindið við Örn er að falast eftir afmælisviðtali því kappinn er sextugur á útgáfudegi þessa tölublaðs. Hann kveðst vera á ferð með fimmtán útlendinga í hálfri hringferð um landið svo að næsta spurning er hvort hann ætli að halda upp á afmælið sitt með þeim. „Já, það ætla ég að gera. Ég er búinn að halda upp á afmælið með fullt af fólki sem ég þekki og það er gaman að halda líka upp á það með fólki sem ég þekki ekki neitt!“ svarar hann að bragði. Örn kveðst taka að sér leiðsögn fyrir hópa sem komi hingað gegnum ameríska skrifstofu með aðsetur hér á landi. „Við erum sem sagt á leið á Krókinn núna að heimsækja Sútarann, svo förum við til Akureyrar í kvöld.“ Ekki kveðst hann ná að heimsækja Hrísey í þessari ferð, þótt hann hafi oft verið í eyjunni sem krakki og gjarnan komið þar við í gegnum tíðina. „En ég fer á Dalvík svo ég næ að sigla fram hjá.“ Örn segist meðal annars ætla að verja afmælisdeginum við Mývatn og segir það nú ekki slæmt, þrátt fyrir að kuldatíð sé fyrir norðan núna. „Það er þriggja stiga hiti hér á Þverárfjallinu,“ upplýsir hann. En Örn er sem sagt búinn að fagna sextugsafmælinu og kveðst algerlega sáttur við aldurinn. „Ég er ánægður með það að hafa fengið uppfærslu úr 5.9 í 6.0, eins og talað er um í hinum stafræna tölvuheimi! Það er einhvers virði,“ segir Örn Árnason.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Tímamót Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira