Þegar orð og krónur fara ekki saman Eybjörg H. Hauksdóttir og Sigurður Rúnar Sigurjónsson skrifar 5. júní 2019 16:00 Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa skilað umsögn um fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020 – 2024. Eins og þar kemur fram hafa samtökin miklar áhyggjur af því að svo virðist sem áætlunin geri ekki ráð fyrir að rekstrargrundvöllur hjúkrunar- og dagdvalarrýma sem þegar eru í rekstri verði tryggður með fullnægjandi hætti. Að mati samtakanna á það einnig við um fyrirhuguð ný hjúkrunar- og dagdvalarrými sem ríkisstjórnin hefur boðað að verði tekin í notkun á næstu misserum. Boða fjölgun um 717 hjúkrunarrými á sex árum Í fjármálaáætluninni kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í málaflokknum sé áætlun um átak í fjölgun nýrra hjúkrunarrýma með byggingu nýrra hjúkrunarheimila. Er um að ræða fjölgun um 920 rými þótt hluti þeirra verði til við skipulagsbreytingar á aðbúnaði rýma sem þegar eru í notkun. Er það markmið boðað að fjöldi hjúkrunarrýma fari úr 2716 árið 2018 í 3433 árið 2024. Er því um að ræða 717 ný hjúkrunarrými, eða 26,4% fjölgun frá því sem var á síðasta ári. Kemur fram í fjármálaáætluninni að í kjölfar uppbyggingar nýju hjúkrunarrýmanna verði fjárheimildir auknar til að standa straum af rekstri þeirra. Að mati SFV er langt frá því að gert sé ráð fyrir því í áætluninni vegna þess að á sama tíma og boðuð er 26,4% fjölgun rýma er einungis ætlunin að auka framlög til rekstrarins og annarra tilfærslna um 7,05%. Á þá einnig alveg eftir að taka tillit til þess að á þessum sama tíma er ætlunin að fjölga dagdvalarrýmum um 95, úr 775 í 870, sem væntanlega á líka að rúmast innan fjárheimilda málefnasviðsins.Markmiðin varla raunhæf Rétt er að taka fram að líkt og með fyrri fjármálaáætlanir þá hamlar ógegnsæi í framsetningu upplýsinga og talna því að hægt sé að staðhæfa um það hvernig stendur á þessum mismun á rýmafjölgun og aukningu á rekstrarfé. Ekki er þó hægt að álykta annað en að markmiðin sem stjórnvöld eru að setja fram í fjármálaáætluninni séu ekki fjármögnuð í þessari sömu áætlun. Seinkun hefur orðið á byggingu nýrra hjúkrunarrýma auk þess sem tafist hefur að taka ný hjúkrunarrými í notkun, sem leiðir að vissu marki til minni þarfar á rekstrarfé. Ef slík frávik skýra svo viðamikinn mun á fjármögnun og markmiðssetningu í áætluninni er ljóst að það þarf að endurskoða hlutina og aðlaga markmiðasetningu málefnasviðsins að breyttum aðstæðum. Engum er greiði gerður með því að halda á lofti ófjármögnuðum eða óraunhæfum markmiðum í fjármálaætlun. Þá er nauðsynlegt að rýna betur hvers vegna það er svo miklum vandkvæðum bundið að taka ný hjúkrunarrými í notkun, en fyrir því liggja margar ástæður.Engin styrking á rekstrargrundvelli stofnana Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að styrkja þurfi rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila, dagdvala og endurhæfingarstofnana. Ekki er að sjá neinar vísbendingar um slíkt í áætluninni. Þvert á móti virðist ætlunin að skerða rekstrarfé þeirra á hverju einasta ári til ársins 2023, til viðbótar við þær skerðingar sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd. Á sama tíma hefur rekstrarfé verið aukið til annarra heilbrigðisstofnana. Þessi aðgerð stjórnvalda hefur mikil og margþætt áhrif á starfsemi hjúkrunarheimila og endurhæfingarstofnana og þá viðkvæmu þjónustu sem þau sinna. Það er nefnilega ekki nóg að byggja ný hjúkrunarheimili, það verður líka að tryggja forsvaranlegar rekstrarforsendur fyrir heimilin til að þau geti sinnt hlutverki sínu. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa ítrekað bent á að nauðsynlegt sé að styrkja rekstur hjúkrunar-, dvalar-, dagdvalar- og endurhæfingarrýma eins og skrifað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Samtökin hvetja þingmenn til að samþykkja ekki nýja fjármálaáætlun nema að við það verði staðið.Höfundar eru framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eybjörg H. Hauksdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa skilað umsögn um fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020 – 2024. Eins og þar kemur fram hafa samtökin miklar áhyggjur af því að svo virðist sem áætlunin geri ekki ráð fyrir að rekstrargrundvöllur hjúkrunar- og dagdvalarrýma sem þegar eru í rekstri verði tryggður með fullnægjandi hætti. Að mati samtakanna á það einnig við um fyrirhuguð ný hjúkrunar- og dagdvalarrými sem ríkisstjórnin hefur boðað að verði tekin í notkun á næstu misserum. Boða fjölgun um 717 hjúkrunarrými á sex árum Í fjármálaáætluninni kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í málaflokknum sé áætlun um átak í fjölgun nýrra hjúkrunarrýma með byggingu nýrra hjúkrunarheimila. Er um að ræða fjölgun um 920 rými þótt hluti þeirra verði til við skipulagsbreytingar á aðbúnaði rýma sem þegar eru í notkun. Er það markmið boðað að fjöldi hjúkrunarrýma fari úr 2716 árið 2018 í 3433 árið 2024. Er því um að ræða 717 ný hjúkrunarrými, eða 26,4% fjölgun frá því sem var á síðasta ári. Kemur fram í fjármálaáætluninni að í kjölfar uppbyggingar nýju hjúkrunarrýmanna verði fjárheimildir auknar til að standa straum af rekstri þeirra. Að mati SFV er langt frá því að gert sé ráð fyrir því í áætluninni vegna þess að á sama tíma og boðuð er 26,4% fjölgun rýma er einungis ætlunin að auka framlög til rekstrarins og annarra tilfærslna um 7,05%. Á þá einnig alveg eftir að taka tillit til þess að á þessum sama tíma er ætlunin að fjölga dagdvalarrýmum um 95, úr 775 í 870, sem væntanlega á líka að rúmast innan fjárheimilda málefnasviðsins.Markmiðin varla raunhæf Rétt er að taka fram að líkt og með fyrri fjármálaáætlanir þá hamlar ógegnsæi í framsetningu upplýsinga og talna því að hægt sé að staðhæfa um það hvernig stendur á þessum mismun á rýmafjölgun og aukningu á rekstrarfé. Ekki er þó hægt að álykta annað en að markmiðin sem stjórnvöld eru að setja fram í fjármálaáætluninni séu ekki fjármögnuð í þessari sömu áætlun. Seinkun hefur orðið á byggingu nýrra hjúkrunarrýma auk þess sem tafist hefur að taka ný hjúkrunarrými í notkun, sem leiðir að vissu marki til minni þarfar á rekstrarfé. Ef slík frávik skýra svo viðamikinn mun á fjármögnun og markmiðssetningu í áætluninni er ljóst að það þarf að endurskoða hlutina og aðlaga markmiðasetningu málefnasviðsins að breyttum aðstæðum. Engum er greiði gerður með því að halda á lofti ófjármögnuðum eða óraunhæfum markmiðum í fjármálaætlun. Þá er nauðsynlegt að rýna betur hvers vegna það er svo miklum vandkvæðum bundið að taka ný hjúkrunarrými í notkun, en fyrir því liggja margar ástæður.Engin styrking á rekstrargrundvelli stofnana Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að styrkja þurfi rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila, dagdvala og endurhæfingarstofnana. Ekki er að sjá neinar vísbendingar um slíkt í áætluninni. Þvert á móti virðist ætlunin að skerða rekstrarfé þeirra á hverju einasta ári til ársins 2023, til viðbótar við þær skerðingar sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd. Á sama tíma hefur rekstrarfé verið aukið til annarra heilbrigðisstofnana. Þessi aðgerð stjórnvalda hefur mikil og margþætt áhrif á starfsemi hjúkrunarheimila og endurhæfingarstofnana og þá viðkvæmu þjónustu sem þau sinna. Það er nefnilega ekki nóg að byggja ný hjúkrunarheimili, það verður líka að tryggja forsvaranlegar rekstrarforsendur fyrir heimilin til að þau geti sinnt hlutverki sínu. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa ítrekað bent á að nauðsynlegt sé að styrkja rekstur hjúkrunar-, dvalar-, dagdvalar- og endurhæfingarrýma eins og skrifað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Samtökin hvetja þingmenn til að samþykkja ekki nýja fjármálaáætlun nema að við það verði staðið.Höfundar eru framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun