Af hverju ekki? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. júní 2019 07:00 Of margir stjórnmálamenn hér á landi lifa í þeim misskilningi að það sé sérstakt hlutverk þeirra að hafa gætur á almenningi og setja honum alls kyns skorður. Þessi hópur stjórnmálamanna hefur takmarkaða trú á skynsemi almennings en því meiri trú á öllum mögulegum höftum. Dæmi um þetta er viðhorf þessa hóps til sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum, en forsjárhyggju-stjórnmálamennirnir mega ekki til þess hugsa að sú sjálfsagða þjónusta standi landsmönnum til boða. Í huganum sjá þeir þjóðina afvelta á fylliríi og æsku landsins farna í hundana. Hafa landsmenn ekki heyrt þetta áður? Ójú, það hafa þeir, því þetta er alveg sama svartnættisrausið sem var endurtekið í tíma og ótíma þegar umræðan um að leyfa bjórsölu hér á landi stóð sem hæst. Æskan átti að leiðast á glapstigu við það eitt að aðgangur að bjór yrði gerður auðveldur, vinnustundir áttu að glatast vegna dagdrykkju hins vinnandi manns og helgarfylliríin áttu að verða enn ógnvænlegri en áður. Ekkert af þessu gekk eftir. Það er hvimleitt þegar því er haldið að íslenskri þjóð að hún sé allt annarrar gerðar en aðrar þjóðir og það sem tíðkist erlendis geti engan veginn hentað hér. Rökin eru aldrei skýr, það eina sem er fullljóst er að einstaklingum er ekki treyst og því þurfi valdið að koma að ofan. Þannig er jafnvel talið stórhættulegt hér á landi að fólk geti keypt sér rauðvínsflösku í sömu verslun og það kaupir kótiletturnar eða mjólkina. Þetta gera Íslendingar þó í utanlandsferðum og þykir ósköp þægilegt. Ekki nema von að sífellt fleiri landsmenn spyrji af hverju þeir geti ekki gert þetta sama hér á landi. Nýleg könnun Maskínu sýnir að fleiri eru hlynnt sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum en andvíg. Aldrei hafa fleiri verið hlynnt sölu á bjór í matvöruverslunum en einmitt nú. Munurinn er svo sem ekki ýkja mikill. Rúmlega 44 prósent eru hlynnt sölu léttvíns í matvöruverslunum og um 42 prósent andvíg. Um 45 prósent eru hlynnt sölu á bjór og 41 prósent er andvígt. Stórum hópi landsmanna finnst greinilega kominn tími til að hafna forsjárhyggju-hugsuninni sem hér hefur verið við lýði í þessum málum í alltof langan tíma. Andstæðingar þess að heimilt verði að selja vín og bjór í almennum verslunum hafa óspart vísað til þess að vilji þjóðarinnar sé skýr, hún vilji hafa þessi höft. Þessi nýja skoðanakönnun sýnir að vilji þjóðarinnar er nokkur annar en andstæðingarnir hafa talið hann vera. Könnunin sýnir líka að yngra fólk er líklegra en þeir sem eru sextugir og eldri til að vera fylgjandi því að bjór og léttvín verði til sölu í matvöruverslunum. Þetta unga fólk vill búa í opnu þjóðfélagi, án hafta, og kemur vitanlega ekki auga á rökin fyrir því að geta ekki gripið með sér rauðvínsflösku eða bjórkippu um leið og það kaupir í matinn. Slíkt frelsi býður engri hættu heim. Það er kominn tími til að stjórnmálamenn vippi sér yfir í nútímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Of margir stjórnmálamenn hér á landi lifa í þeim misskilningi að það sé sérstakt hlutverk þeirra að hafa gætur á almenningi og setja honum alls kyns skorður. Þessi hópur stjórnmálamanna hefur takmarkaða trú á skynsemi almennings en því meiri trú á öllum mögulegum höftum. Dæmi um þetta er viðhorf þessa hóps til sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum, en forsjárhyggju-stjórnmálamennirnir mega ekki til þess hugsa að sú sjálfsagða þjónusta standi landsmönnum til boða. Í huganum sjá þeir þjóðina afvelta á fylliríi og æsku landsins farna í hundana. Hafa landsmenn ekki heyrt þetta áður? Ójú, það hafa þeir, því þetta er alveg sama svartnættisrausið sem var endurtekið í tíma og ótíma þegar umræðan um að leyfa bjórsölu hér á landi stóð sem hæst. Æskan átti að leiðast á glapstigu við það eitt að aðgangur að bjór yrði gerður auðveldur, vinnustundir áttu að glatast vegna dagdrykkju hins vinnandi manns og helgarfylliríin áttu að verða enn ógnvænlegri en áður. Ekkert af þessu gekk eftir. Það er hvimleitt þegar því er haldið að íslenskri þjóð að hún sé allt annarrar gerðar en aðrar þjóðir og það sem tíðkist erlendis geti engan veginn hentað hér. Rökin eru aldrei skýr, það eina sem er fullljóst er að einstaklingum er ekki treyst og því þurfi valdið að koma að ofan. Þannig er jafnvel talið stórhættulegt hér á landi að fólk geti keypt sér rauðvínsflösku í sömu verslun og það kaupir kótiletturnar eða mjólkina. Þetta gera Íslendingar þó í utanlandsferðum og þykir ósköp þægilegt. Ekki nema von að sífellt fleiri landsmenn spyrji af hverju þeir geti ekki gert þetta sama hér á landi. Nýleg könnun Maskínu sýnir að fleiri eru hlynnt sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum en andvíg. Aldrei hafa fleiri verið hlynnt sölu á bjór í matvöruverslunum en einmitt nú. Munurinn er svo sem ekki ýkja mikill. Rúmlega 44 prósent eru hlynnt sölu léttvíns í matvöruverslunum og um 42 prósent andvíg. Um 45 prósent eru hlynnt sölu á bjór og 41 prósent er andvígt. Stórum hópi landsmanna finnst greinilega kominn tími til að hafna forsjárhyggju-hugsuninni sem hér hefur verið við lýði í þessum málum í alltof langan tíma. Andstæðingar þess að heimilt verði að selja vín og bjór í almennum verslunum hafa óspart vísað til þess að vilji þjóðarinnar sé skýr, hún vilji hafa þessi höft. Þessi nýja skoðanakönnun sýnir að vilji þjóðarinnar er nokkur annar en andstæðingarnir hafa talið hann vera. Könnunin sýnir líka að yngra fólk er líklegra en þeir sem eru sextugir og eldri til að vera fylgjandi því að bjór og léttvín verði til sölu í matvöruverslunum. Þetta unga fólk vill búa í opnu þjóðfélagi, án hafta, og kemur vitanlega ekki auga á rökin fyrir því að geta ekki gripið með sér rauðvínsflösku eða bjórkippu um leið og það kaupir í matinn. Slíkt frelsi býður engri hættu heim. Það er kominn tími til að stjórnmálamenn vippi sér yfir í nútímann.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar