Eindrægni og sérdrægni Guðmundur Andri Thorsson skrifar 30. maí 2019 07:00 Mikil eindrægni VG og Sjálfstæðismanna birtist okkur á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins. Þar flutti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræðu og mærði samstarfsflokkinn mjög. Hún muldraði að vísu skyldumöntruna um að þetta væru höfuðandstæðingar íslenskra stjórnmála en talaði meira eins og foringi systurflokks. Hún sagði þar meðal annars formann Sjálfstæðisflokksins besta samstarfsmann sem hún hefði haft. Það er auðvitað ánægjulegt í sjálfu sér þegar eindrægni ríkir á vinnustað en öllu má ofgera, og það skiptir óneitanlega máli um hvað sú eindrægni er. Fari svo ósennilega að þinginu verði aftur leyft að starfa þá bíða þess mál sem bera vitni um stefnu Sjálfstæðisflokksins, en ég er ekki alveg viss um að allir kjósendur Vinstri grænna hafi talið sig vera að styðja þá stefnu með atkvæði sínu. Stefna Sjálfstæðismanna snýst ekki bara um eindrægni, heldur líka sérdrægni. Það stendur til að setja Seðlabanka Íslands á ný undir flokksstjórn með pólitískum bankastjórum af gamla taginu; og bankinn verður aftur að eftirlaunaparadís þreyttra flokksforingja sem telja sig jafnvel fullfæra um að taka ákvarðanir um að lána allan gjaldeyrisforðann með einu símtali. Á þinginu bíður líka frumvarp um Þjóðarsjóð, sem hljómar svo sem nógu vel í krataeyrum, en það fara hins vegar að renna á mann tvær grímur þegar maður sér þar kunnugleg áform um að einkaaðilar á fjármálamarkaði eigi að gæta sjóðsins og ávaxta hann en ekki Seðlabankinn eins og tíðkast annars staðar. Við munum hvernig útrásarfurstarnir ásældust lífeyrissjóðina okkar – hér gæti slíkt ævintýri verið í uppsiglingu – í allri eindrægninni. Hér gæti ríkisstjórnin verið að afhenda bröskurum efnahagslegt tryllitæki. Margt fólk óttast það nú að auðlindir okkar lendi í braskarahöndum vegna innleiðingar orkupakka þrjú. Þar er margt á misskilningi byggt. En sporin hræða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og sérdrægnin er; ef við viljum að almannahagsmunir ráði í nýtingu þjóðarauðlinda og meðferð almannafjár þá eigum við einfaldlega ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða aðra hægri flokka – eða flokka sem starfa með honum í mikilli eindrægni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Mikil eindrægni VG og Sjálfstæðismanna birtist okkur á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins. Þar flutti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræðu og mærði samstarfsflokkinn mjög. Hún muldraði að vísu skyldumöntruna um að þetta væru höfuðandstæðingar íslenskra stjórnmála en talaði meira eins og foringi systurflokks. Hún sagði þar meðal annars formann Sjálfstæðisflokksins besta samstarfsmann sem hún hefði haft. Það er auðvitað ánægjulegt í sjálfu sér þegar eindrægni ríkir á vinnustað en öllu má ofgera, og það skiptir óneitanlega máli um hvað sú eindrægni er. Fari svo ósennilega að þinginu verði aftur leyft að starfa þá bíða þess mál sem bera vitni um stefnu Sjálfstæðisflokksins, en ég er ekki alveg viss um að allir kjósendur Vinstri grænna hafi talið sig vera að styðja þá stefnu með atkvæði sínu. Stefna Sjálfstæðismanna snýst ekki bara um eindrægni, heldur líka sérdrægni. Það stendur til að setja Seðlabanka Íslands á ný undir flokksstjórn með pólitískum bankastjórum af gamla taginu; og bankinn verður aftur að eftirlaunaparadís þreyttra flokksforingja sem telja sig jafnvel fullfæra um að taka ákvarðanir um að lána allan gjaldeyrisforðann með einu símtali. Á þinginu bíður líka frumvarp um Þjóðarsjóð, sem hljómar svo sem nógu vel í krataeyrum, en það fara hins vegar að renna á mann tvær grímur þegar maður sér þar kunnugleg áform um að einkaaðilar á fjármálamarkaði eigi að gæta sjóðsins og ávaxta hann en ekki Seðlabankinn eins og tíðkast annars staðar. Við munum hvernig útrásarfurstarnir ásældust lífeyrissjóðina okkar – hér gæti slíkt ævintýri verið í uppsiglingu – í allri eindrægninni. Hér gæti ríkisstjórnin verið að afhenda bröskurum efnahagslegt tryllitæki. Margt fólk óttast það nú að auðlindir okkar lendi í braskarahöndum vegna innleiðingar orkupakka þrjú. Þar er margt á misskilningi byggt. En sporin hræða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og sérdrægnin er; ef við viljum að almannahagsmunir ráði í nýtingu þjóðarauðlinda og meðferð almannafjár þá eigum við einfaldlega ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða aðra hægri flokka – eða flokka sem starfa með honum í mikilli eindrægni.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun