Óvissa og spenna daginn fyrir kjördag í Malaví Heimsljós kynnir 20. maí 2019 13:15 Malavíski rapparinn Tay Grin þingmannsefni stjórnarflokksins í Malaví. Þrennar kosningar fara fram í Malaví á morgun, þriðjudag. Þá verða samtímis forseta,- þing- og sveitarstjórnakosningar í landinu. Á kjörskrá eru 6,7 milljónir manna eða aðeins rúmlega þriðjungur þjóðarinnar. Þetta er til marks um fjölda barna og ungmenna í landinu en alls eru íbúar Malaví um 18,6 milljónir talsins. Athyglin beinist að venju einkum að forsetakosningunum og spennan er óvenju mikil að þessu sinni því stjórnmálaskýrendur telja fullkomna óvissu ríkja um það hver fari með sigur af hólmi. Sjö frambjóðendur eru í kjöri til forseta en kjörtímabilið er fimm ár. Af frambjóðendunum sjö eru þrír taldir hafa raunhæfa möguleika á því að ná kjöri en þeir eru Peter Mutharika, núverandi forseti, Saulus Klaus Chilmia varaforseti og Lazarus Chakwera leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Þótt spennan hafi sjaldan verið meiri frá því fjölflokkakerfi var tekið upp árið 1993 hefur kosningabaráttan verið friðsamleg að kalla. Peter Mutharika býður sig fram öðru sinni fyrir Lýðræðislega framsóknarflokkinn ( e. Democratic Progressive Party, DPP) en hann hafði betur gegn Joyce Banda í kosningunum 2014. Hún hafði tekið við embætti forseta eftir skyndilegt fráfall Bingu wa Mutharika, bróður Peters. Joyce hafði tilkynnt að hún yrði í framboði á þessu ári en tilkynnti í mars að hún hefði hætt við að gefa kost á sér. Hins vegar er annar keppinautur forsetans frá baráttunni 2014 í kjöri, kristni klerkurinn Lazarus Chakwera en flokkur hans nefnist Malavíski þingflokkurinn ( e. Malawi Congress Party, MCP). Þriðji frambjóðandinn sem talinn er eiga möguleika á forsetaembættinu er varaforsetinn Chilima sem leiðir Sameinuðu umbótahreyfinguna ( e. United Transformation Movement, UTM). Hann segist hafa slitið samstarfi við stjórnarflokkinn vegna spillingar. Stjórnarandstaðan segir bæði spillingu og frændhygli vera helstu kosningamálin. Frændhyglin sé yfirgengileg í stjórnkerfinu en forsetinn hafnar þeirri fullyrðingu. Hann segir við kjósendur að verði hann kjörinn komi ríkisstjórnin til að halda áfram á framfarabraut og bendir á að á kjörtímabilinu hafi ríkisstjórnin byggt 94 brýr víðsvegar um landið. Margt ungt fólk og fleiri konur en áður eru á framboðslistum. Meðal ungra frambjóðenda stjórnarflokksins er Tay Grin, rapparinn góðkunni sem kom til Íslands fyrir tveimur árum. Þá hefur sendiráð Íslands í höfuðborginni Lilongwe stutt fjárhagslega við átakið 50:50 sem hefur það markmið að fjölga konum í sveitarstjórnum. Talið er að úrslit kosninganna á morgun liggi fyrir 29. maí. Malaví er sem kunnugt er annað tveggja samstarfsríkja Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Þrennar kosningar fara fram í Malaví á morgun, þriðjudag. Þá verða samtímis forseta,- þing- og sveitarstjórnakosningar í landinu. Á kjörskrá eru 6,7 milljónir manna eða aðeins rúmlega þriðjungur þjóðarinnar. Þetta er til marks um fjölda barna og ungmenna í landinu en alls eru íbúar Malaví um 18,6 milljónir talsins. Athyglin beinist að venju einkum að forsetakosningunum og spennan er óvenju mikil að þessu sinni því stjórnmálaskýrendur telja fullkomna óvissu ríkja um það hver fari með sigur af hólmi. Sjö frambjóðendur eru í kjöri til forseta en kjörtímabilið er fimm ár. Af frambjóðendunum sjö eru þrír taldir hafa raunhæfa möguleika á því að ná kjöri en þeir eru Peter Mutharika, núverandi forseti, Saulus Klaus Chilmia varaforseti og Lazarus Chakwera leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Þótt spennan hafi sjaldan verið meiri frá því fjölflokkakerfi var tekið upp árið 1993 hefur kosningabaráttan verið friðsamleg að kalla. Peter Mutharika býður sig fram öðru sinni fyrir Lýðræðislega framsóknarflokkinn ( e. Democratic Progressive Party, DPP) en hann hafði betur gegn Joyce Banda í kosningunum 2014. Hún hafði tekið við embætti forseta eftir skyndilegt fráfall Bingu wa Mutharika, bróður Peters. Joyce hafði tilkynnt að hún yrði í framboði á þessu ári en tilkynnti í mars að hún hefði hætt við að gefa kost á sér. Hins vegar er annar keppinautur forsetans frá baráttunni 2014 í kjöri, kristni klerkurinn Lazarus Chakwera en flokkur hans nefnist Malavíski þingflokkurinn ( e. Malawi Congress Party, MCP). Þriðji frambjóðandinn sem talinn er eiga möguleika á forsetaembættinu er varaforsetinn Chilima sem leiðir Sameinuðu umbótahreyfinguna ( e. United Transformation Movement, UTM). Hann segist hafa slitið samstarfi við stjórnarflokkinn vegna spillingar. Stjórnarandstaðan segir bæði spillingu og frændhygli vera helstu kosningamálin. Frændhyglin sé yfirgengileg í stjórnkerfinu en forsetinn hafnar þeirri fullyrðingu. Hann segir við kjósendur að verði hann kjörinn komi ríkisstjórnin til að halda áfram á framfarabraut og bendir á að á kjörtímabilinu hafi ríkisstjórnin byggt 94 brýr víðsvegar um landið. Margt ungt fólk og fleiri konur en áður eru á framboðslistum. Meðal ungra frambjóðenda stjórnarflokksins er Tay Grin, rapparinn góðkunni sem kom til Íslands fyrir tveimur árum. Þá hefur sendiráð Íslands í höfuðborginni Lilongwe stutt fjárhagslega við átakið 50:50 sem hefur það markmið að fjölga konum í sveitarstjórnum. Talið er að úrslit kosninganna á morgun liggi fyrir 29. maí. Malaví er sem kunnugt er annað tveggja samstarfsríkja Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent