Hjólað í takt við tónlist Sólrún Freyja Sen skrifar 21. maí 2019 08:00 Sigríður Ásgeirsdóttir kynnir til leiks Hjóladjamm sem er fyrir partíelskendur og hjólafólk. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink Hjóladjamm-tímar verða á morgun og í næstu viku í hjólastúdíóinu Sólir. Slíkir tímar hafa ekki verið haldnir áður á Íslandi. Hugmyndin kemur frá Soul Cycle hjólahópnum í New York og One Rebel hópnum í London. Tímunum verður stjórnað af Siggu Ásgeirs dansara, en tímarnir í New York og London eru oftast kenndir af dönsurum. „Þetta gengur út á það að láta tónlistina leiða hjólið, þú ert í rauninni að dansa við það. Ef takturinn breytist þá breytirðu hraðanum eða þunganum. Sigga segir að hún hafi sjálf ekki verið hrifin af spinning og hjólatímum þar sem bara eitthvað teknó lag var í gangi og enginn að hjóla í takt við tónlistina. „Síðan uppgötvaði ég þessa tíma úti í London og New York og fann mig strax í því.“ Sigga bætir við að þetta sé sama líkamsræktin og taki jafn mikið á og venjulegur spinning tími, en tónlistin ýti manni í að reyna vel á líkamann. Í tímunum verða loftljósin slökkt og kveikt á ljósaseríum svo að fólk geti gleymt sér í tónlistinni og hreyfingunni. Tilgangurinn með tímunum er ekki einhvers konar keppni og vera bestur. „Þetta er í rauninni bara skemmtileg líkamsrækt, hlusta á geggjaða tónlist og dansa við hjólið. Maður á alltaf að vera á taktinum, og svo til dæmis þyngirðu í hjólinu þegar það kemur þungur taktur,“ en Sigga segir að þá séu spiluð rapplög. Lagalistinn inniheldur lög á breiðu bili tónlistartegunda, til dæmis Billie Ellish, GDRN, Hatara og Kanye West. Síðan koma inn á milli keyrslulög, til dæmis París norðursins eða lög eftir Hatara, þá slekkurðu á þyngdinni og hjólar eins hratt og þú getur. „Svo eru sum lög þannig að fólk á bara að fíla sig og gera það sem því sýnist. Loka augunum, hætta að pæla, og gera það sem líkaminn segir því að gera. Hjóladjamm er hugsað fyrir fólk til að hjóla eftir sinni getu, þannig að enginn labbar út sveittur og allir gera sitt besta, án þess að upplifa sig út undan.“ Inn á milli verða teknar handaæfingar og armbeygjur. „Við reynum að gera þær í samhæfðum stíl og þykjast vera í Jane Fonda myndbandi. Þetta er svona djammið í hjóladjamminu. Eftir tímann líður þér pínu eins og þú hafir verið í partíi. Þannig upplifði ég þetta þegar ég fór þetta í London og New York.“ Í haust má svo búast við að hægt verði að skrá sig í reglulega hjóladjammtíma. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Sjá meira
Hjóladjamm-tímar verða á morgun og í næstu viku í hjólastúdíóinu Sólir. Slíkir tímar hafa ekki verið haldnir áður á Íslandi. Hugmyndin kemur frá Soul Cycle hjólahópnum í New York og One Rebel hópnum í London. Tímunum verður stjórnað af Siggu Ásgeirs dansara, en tímarnir í New York og London eru oftast kenndir af dönsurum. „Þetta gengur út á það að láta tónlistina leiða hjólið, þú ert í rauninni að dansa við það. Ef takturinn breytist þá breytirðu hraðanum eða þunganum. Sigga segir að hún hafi sjálf ekki verið hrifin af spinning og hjólatímum þar sem bara eitthvað teknó lag var í gangi og enginn að hjóla í takt við tónlistina. „Síðan uppgötvaði ég þessa tíma úti í London og New York og fann mig strax í því.“ Sigga bætir við að þetta sé sama líkamsræktin og taki jafn mikið á og venjulegur spinning tími, en tónlistin ýti manni í að reyna vel á líkamann. Í tímunum verða loftljósin slökkt og kveikt á ljósaseríum svo að fólk geti gleymt sér í tónlistinni og hreyfingunni. Tilgangurinn með tímunum er ekki einhvers konar keppni og vera bestur. „Þetta er í rauninni bara skemmtileg líkamsrækt, hlusta á geggjaða tónlist og dansa við hjólið. Maður á alltaf að vera á taktinum, og svo til dæmis þyngirðu í hjólinu þegar það kemur þungur taktur,“ en Sigga segir að þá séu spiluð rapplög. Lagalistinn inniheldur lög á breiðu bili tónlistartegunda, til dæmis Billie Ellish, GDRN, Hatara og Kanye West. Síðan koma inn á milli keyrslulög, til dæmis París norðursins eða lög eftir Hatara, þá slekkurðu á þyngdinni og hjólar eins hratt og þú getur. „Svo eru sum lög þannig að fólk á bara að fíla sig og gera það sem því sýnist. Loka augunum, hætta að pæla, og gera það sem líkaminn segir því að gera. Hjóladjamm er hugsað fyrir fólk til að hjóla eftir sinni getu, þannig að enginn labbar út sveittur og allir gera sitt besta, án þess að upplifa sig út undan.“ Inn á milli verða teknar handaæfingar og armbeygjur. „Við reynum að gera þær í samhæfðum stíl og þykjast vera í Jane Fonda myndbandi. Þetta er svona djammið í hjóladjamminu. Eftir tímann líður þér pínu eins og þú hafir verið í partíi. Þannig upplifði ég þetta þegar ég fór þetta í London og New York.“ Í haust má svo búast við að hægt verði að skrá sig í reglulega hjóladjammtíma.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Sjá meira