Hæstiréttur samþykkir beiðni Atla Más um að taka málið fyrir Birgir Olgeirsson skrifar 21. maí 2019 16:23 Atli Már Gylfason mætti í héraðsdóm í fyrra, klæddur í bol sem vísaði til hvarfs Friðriks Kristjánssonar. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt umsókn blaðamannsins Atla Más Gylfasonar um að fá að áfrýja dómi Landsréttar þar sem Atli var dæmdur til að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sem birtust í umfjöllun Atla í Stundinni. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Atla, segir í samtali við Vísi að Hæstiréttur hafi samþykkt þessa umsókn á þeirri forsendu að málið hafi fordæmisgildi fyrir möguleika blaðamanna til að fjalla um rannsókn sakamála og byggja á frásögn ónafngreindra heimildarmanna. Guðmundur krafðist þess að ummælin sem voru viðhöfð um hann yrðu ómerkt en með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var Atli Már sýknaður af kröfum Guðmundar með vísan til þess að Atli Már hefði ekki vegið svo að æru Guðmundar að hann hefði farið út fyrir leyfileg mörk tjáning. Landsréttur kvað aftur á móti upp úr um það í mars að með hluta umfjöllunar sinnar hefði Atli Már borið Guðmund sökum um „alvarlegan og svívirðilegan glæp“ sem varði að lögum ævilöngu fangelsi. Guðmundur hefði ekki verið kærður fyrir hið ætlaða brot. Greinin sem um ræðir fjallar um hvarf Friðriks Kristjánssonar en hún birtist 1. desember árið 2016 á Stundinni. Guðmundur fór fram á ómerkingu 30 ummæla en Landsréttur féllst á að dæma 23 þeirra dauð og ómerkt vegna þess að hin sjö væru að inntaki endursögn á ummælum sem birtust í öðrum fjölmiðlum. Í dómi Landsréttar segir að engin gögn eða upplýsingar í málinu styddu fullyrðingar Atla Más heldur væri eingöngu vísað til nafnlauss heimildarmanns. Guðmundur ætti ekki að þurfa að þola slíkar órökstuddar ásakanir að því er segir í dómi Landsréttar. Dómsmál Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir Atli Már tapaði í Landsrétti og þarf að greiða rúma milljón í miskabætur Atli Már Gylfason, blaðamaður, var í Landsrétt í dag dæmdur til að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sem birtust í umfjöllun Atla í Stundinni. 22. mars 2019 16:56 Þvertekur fyrir tengsl við fíkniefnaheiminn og segist ekki þekkja Svedda tönn Guðmundur Spartakus segist byggja brunna og setja upp girðingastaura í Paragvæ. 28. febrúar 2019 10:19 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Hæstiréttur hefur samþykkt umsókn blaðamannsins Atla Más Gylfasonar um að fá að áfrýja dómi Landsréttar þar sem Atli var dæmdur til að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sem birtust í umfjöllun Atla í Stundinni. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Atla, segir í samtali við Vísi að Hæstiréttur hafi samþykkt þessa umsókn á þeirri forsendu að málið hafi fordæmisgildi fyrir möguleika blaðamanna til að fjalla um rannsókn sakamála og byggja á frásögn ónafngreindra heimildarmanna. Guðmundur krafðist þess að ummælin sem voru viðhöfð um hann yrðu ómerkt en með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var Atli Már sýknaður af kröfum Guðmundar með vísan til þess að Atli Már hefði ekki vegið svo að æru Guðmundar að hann hefði farið út fyrir leyfileg mörk tjáning. Landsréttur kvað aftur á móti upp úr um það í mars að með hluta umfjöllunar sinnar hefði Atli Már borið Guðmund sökum um „alvarlegan og svívirðilegan glæp“ sem varði að lögum ævilöngu fangelsi. Guðmundur hefði ekki verið kærður fyrir hið ætlaða brot. Greinin sem um ræðir fjallar um hvarf Friðriks Kristjánssonar en hún birtist 1. desember árið 2016 á Stundinni. Guðmundur fór fram á ómerkingu 30 ummæla en Landsréttur féllst á að dæma 23 þeirra dauð og ómerkt vegna þess að hin sjö væru að inntaki endursögn á ummælum sem birtust í öðrum fjölmiðlum. Í dómi Landsréttar segir að engin gögn eða upplýsingar í málinu styddu fullyrðingar Atla Más heldur væri eingöngu vísað til nafnlauss heimildarmanns. Guðmundur ætti ekki að þurfa að þola slíkar órökstuddar ásakanir að því er segir í dómi Landsréttar.
Dómsmál Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir Atli Már tapaði í Landsrétti og þarf að greiða rúma milljón í miskabætur Atli Már Gylfason, blaðamaður, var í Landsrétt í dag dæmdur til að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sem birtust í umfjöllun Atla í Stundinni. 22. mars 2019 16:56 Þvertekur fyrir tengsl við fíkniefnaheiminn og segist ekki þekkja Svedda tönn Guðmundur Spartakus segist byggja brunna og setja upp girðingastaura í Paragvæ. 28. febrúar 2019 10:19 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Atli Már tapaði í Landsrétti og þarf að greiða rúma milljón í miskabætur Atli Már Gylfason, blaðamaður, var í Landsrétt í dag dæmdur til að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sem birtust í umfjöllun Atla í Stundinni. 22. mars 2019 16:56
Þvertekur fyrir tengsl við fíkniefnaheiminn og segist ekki þekkja Svedda tönn Guðmundur Spartakus segist byggja brunna og setja upp girðingastaura í Paragvæ. 28. febrúar 2019 10:19