Mestu breytingar á leigubílaakstri í áratugi Sighvatur Jónsson skrifar 22. maí 2019 14:30 Frumvarp til nýrra laga um leigubifreiðar var birt í samráðsgátt stjórnvalda síðastliðinn föstudag. Í nýju frumvarpi um akstur leigubíla er lagt til að svokölluð takmörkunarsvæði verði afnumin og fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa sömuleiðis. Formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama segir leigubílstjóra ósátta við breytingarnar sem frumvarpið felur í sér, þær séu þær mestu í áratugi. Meðal annars er lagt til að takmörkunarsvæði verði afnumin þannig að leigubílstjórar geti starfað á hvaða svæði sem er. Þá er lagt til að fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa verði afnumdar sem og skylda leigubifreiða til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð. Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, segir að verið sé að opna löggjöfina í takti við breytingar í nágrannalöndunum. Hann segir leigubílstjóra ósátta við tillögurnar sem gangi ekki upp á svo smáum markaði sem Ísland sé. „Það eru nokkur atriði sem við gerum athugasemd við. Í fyrsta lagi ótakmarkaður aðgangur að stéttinni sem endar yfirleitt þannig að það hækkar verð, þjónusta versnar og það verður ekki nokkur leið að lifa af þessu,“ segir Páll. Páll kveðst ekki sjá tækifæri í því að leigubílstjórar geti nýtt leyfi sín á fleiri svæðum og í fleiri sveitarfélögum en áður. Hann óttast að of margir bílstjórar verði þá um hituna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sem dæmi. Bílstjórar gagnrýni einnig afnám svokallaðra vinnuskyldu sem kveður á um að leigubílstjórar vinni við fagið í minnst 40 klukkustundir á viku. „Það þýðir það að menn geta fengið leyfi og farið að keyra í tvo til þrjá tíma, unnið fulla vinnu og keyrt leigubíl með. Ég get hins vegar ekki ímyndað mér að þetta fari svona í gegn því þetta er illa ígrundað,“ segir Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama. Kjaramál Leigubílar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Í nýju frumvarpi um akstur leigubíla er lagt til að svokölluð takmörkunarsvæði verði afnumin og fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa sömuleiðis. Formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama segir leigubílstjóra ósátta við breytingarnar sem frumvarpið felur í sér, þær séu þær mestu í áratugi. Meðal annars er lagt til að takmörkunarsvæði verði afnumin þannig að leigubílstjórar geti starfað á hvaða svæði sem er. Þá er lagt til að fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa verði afnumdar sem og skylda leigubifreiða til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð. Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, segir að verið sé að opna löggjöfina í takti við breytingar í nágrannalöndunum. Hann segir leigubílstjóra ósátta við tillögurnar sem gangi ekki upp á svo smáum markaði sem Ísland sé. „Það eru nokkur atriði sem við gerum athugasemd við. Í fyrsta lagi ótakmarkaður aðgangur að stéttinni sem endar yfirleitt þannig að það hækkar verð, þjónusta versnar og það verður ekki nokkur leið að lifa af þessu,“ segir Páll. Páll kveðst ekki sjá tækifæri í því að leigubílstjórar geti nýtt leyfi sín á fleiri svæðum og í fleiri sveitarfélögum en áður. Hann óttast að of margir bílstjórar verði þá um hituna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sem dæmi. Bílstjórar gagnrýni einnig afnám svokallaðra vinnuskyldu sem kveður á um að leigubílstjórar vinni við fagið í minnst 40 klukkustundir á viku. „Það þýðir það að menn geta fengið leyfi og farið að keyra í tvo til þrjá tíma, unnið fulla vinnu og keyrt leigubíl með. Ég get hins vegar ekki ímyndað mér að þetta fari svona í gegn því þetta er illa ígrundað,“ segir Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama.
Kjaramál Leigubílar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira