Forseti Alþingis höfðar til samvisku Miðflokksmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2019 09:18 Þingmenn Miðflokksins hafa verið fastagestir í ræðusól Alþingis undanfarna viku, hvort sem er dag eða nótt. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit þingfundi klukkan níu í morgun að lokinni sautján klukkustunda umræðu um þriðja orkupakkann. Steingrímur nýtti tækifærið og flutti tölu til Miðflokksmanna sem staðið hafa fyrir málþófi í málinu sem hefur verið til umræðu í 70 klukkustundir í heildina. Þingmenn Miðflokksins skiptust á að svara hver öðrum í alla nótt. Enn voru þingmenn á mælendaskrá þegar Steingrímur flutti erindi rétt fyrir klukkan níu. Benti hann á að hálftími væri í að fyrstu fundir hæfust í þingnefndum og því þyrfti að slíta fundi.Þrátt fyrir enn einn langan fund um málið væri ekki útlit fyrir niðurstöðu, að sögn Steingríms. Umræðunni mætti ljúka bæðu þingmenn Miðflokksins ekki endurtekið um orðið. Í ljósi reynslunnar væri það ekki eitthvað sem stefndi í. „Þingmenn Miðflokksins hafa nýtt ræðumöguleika sína hressilega í þessu máli og líka notið góðvildar forseta.“Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/ernirSteingrímur minnti á að átján mál biðu umfjöllunar á Alþingi. Umræðurnar væru orðnar langar en Miðflokksmenn hefðu rætt það í sextíu klukkustundir af þeim sjötíu sem málið hefur fengið. „Þetta eru orðnar langar umræður. Ekkert annað hefur komist á dagskrá Alþingis í rúma viku,“ sagði Steingrímur. Það sé skylda forseta Alþingis að gæta réttinda þingmanna. Að á þeim sé ekki brotið á nokkurn hátt. „Frelsið er mikilvægt eins og réttur þingmanna en frelsi eins má ekki vera á kostnað frelsis annarra,“ sagði Steingrímur. Reikna mætti með að fjölmargir þingmenn vildu tjá sig eðlilega um önnur mál sem bíða afgreiðslu á þingi nú þegar sumarið er handan við hornið. Í það stefni að mikil vinna sem farið hafi verið í í þingnefndum í vetur fari forgörðum.Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann veitti einnig viðbrögð vegna úrskurðar Persónuverndar í Klaustursmálinu.„Forseti vill hvetja forystumenn Miðflokksins og þingmenn alla að hugleiða framhaldið vel,“ sagði Steingrímur. „Forseti ítrekar þessa hvatningu hvort þeir séu ekki tiilbúnir að hugleiða nú milli funda hvort þeir geti ekki takmarkað eða dregið úr ræðuhöldum svo ljúka megi umræðu.“ Sleit Steingrímur í framhaldinu þingfundi. Verður fróðlegt að sjá viðbrögð Miðflokksmanna við skilaboðum forseta Alþingis til þeirra. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit þingfundi klukkan níu í morgun að lokinni sautján klukkustunda umræðu um þriðja orkupakkann. Steingrímur nýtti tækifærið og flutti tölu til Miðflokksmanna sem staðið hafa fyrir málþófi í málinu sem hefur verið til umræðu í 70 klukkustundir í heildina. Þingmenn Miðflokksins skiptust á að svara hver öðrum í alla nótt. Enn voru þingmenn á mælendaskrá þegar Steingrímur flutti erindi rétt fyrir klukkan níu. Benti hann á að hálftími væri í að fyrstu fundir hæfust í þingnefndum og því þyrfti að slíta fundi.Þrátt fyrir enn einn langan fund um málið væri ekki útlit fyrir niðurstöðu, að sögn Steingríms. Umræðunni mætti ljúka bæðu þingmenn Miðflokksins ekki endurtekið um orðið. Í ljósi reynslunnar væri það ekki eitthvað sem stefndi í. „Þingmenn Miðflokksins hafa nýtt ræðumöguleika sína hressilega í þessu máli og líka notið góðvildar forseta.“Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/ernirSteingrímur minnti á að átján mál biðu umfjöllunar á Alþingi. Umræðurnar væru orðnar langar en Miðflokksmenn hefðu rætt það í sextíu klukkustundir af þeim sjötíu sem málið hefur fengið. „Þetta eru orðnar langar umræður. Ekkert annað hefur komist á dagskrá Alþingis í rúma viku,“ sagði Steingrímur. Það sé skylda forseta Alþingis að gæta réttinda þingmanna. Að á þeim sé ekki brotið á nokkurn hátt. „Frelsið er mikilvægt eins og réttur þingmanna en frelsi eins má ekki vera á kostnað frelsis annarra,“ sagði Steingrímur. Reikna mætti með að fjölmargir þingmenn vildu tjá sig eðlilega um önnur mál sem bíða afgreiðslu á þingi nú þegar sumarið er handan við hornið. Í það stefni að mikil vinna sem farið hafi verið í í þingnefndum í vetur fari forgörðum.Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann veitti einnig viðbrögð vegna úrskurðar Persónuverndar í Klaustursmálinu.„Forseti vill hvetja forystumenn Miðflokksins og þingmenn alla að hugleiða framhaldið vel,“ sagði Steingrímur. „Forseti ítrekar þessa hvatningu hvort þeir séu ekki tiilbúnir að hugleiða nú milli funda hvort þeir geti ekki takmarkað eða dregið úr ræðuhöldum svo ljúka megi umræðu.“ Sleit Steingrímur í framhaldinu þingfundi. Verður fróðlegt að sjá viðbrögð Miðflokksmanna við skilaboðum forseta Alþingis til þeirra.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira