Barnshafandi flóttakonur ný áskorun fyrir ljósmæður Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. maí 2019 13:27 Félagslegar aðstæður flóttakvenna og hælisleitenda eru oft ekki góðar, að mati yfirljósmóður á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Átta börn sem eiga foreldra sem eru með opna hælisumsókn hafa fæðst það sem af er ári en það eru jafn mörg börn og allt árið í fyrra samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar. Yfirljósmóðir segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. Stundum fáist ekki túlkar og ljósmæður þurfi þá að notast við símatúlkun. Barneignir hafa ekki áhrif á hælisumsókn og fá hælisleitendur ekki sjálfkrafa vernd við fæðingu barns og barnið verður ekki íslenskur ríkisborgari þó að það fæðist hér. Barn sem fæðist á Íslandi fær ríkisfang móður samkvæmt íslenskum lögum. Þá hafa nokkrar konur sem hafa fengið stöðu flóttamanns fætt börn hér á landi og finna ljósmæður á Landspítalanum finna fyrir fjölgun í hópi barnshafandi kvenna sem hafa flúið heimalandið. Bryndís Ásta Bragadóttir, ljósmóðir á áhættumæðravernd, segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. „Það getur verið mikil áskorun að sinna þessum hópi fólks. Þær náttúrulega koma oft úr bágum aðstæðum og eru með mikil áföll að baki. Koma kannski frá stríðshrjáðum löndum og hafa dvalið í flóttamannabúðum,” segir hún. Ljósmæður þurfi því að huga sérstaklega vel að þeim. „Svo eru þær stundum ekki vel nærðar,“ segir hún.Koma til móts við trúarbrögð mæðranna Bryndís Ásta segir að oft reynist samskiptin erfið vegna tungumálaörðugleika. „Það er stundum erfitt að fá fólk sem talar þeirra tungumál og við verðum þá að notast við símatúlkun ef að við fáum ekki túlk. Þær eru oft einar og ekki vel staddar félagslega og hafa lítinn sem engan stuðning. Ég held að þær búi margar hverjar ekkert við góðar aðstæður á Íslandi,“ segir hún. Þá eigi sumar önnur börn fyrir sem sé oft vandamál. Sérstaklega yfir vetrartímann því þá er RS-veirubann á kvennadeildum spítalans sem þýðir að börn yngri en 12 ára megi ekki koma inn á deildirnar. „Það hefur reynst áskorun ef þessar konur eru með eldri systkini sem þarf bara að passa hreinlega á meðan þær eru í fæðingu eða mæðravernd,“ segir Bryndís Ásta. Konurnar eigi þó margar stuðningsaðila hjá Rauða krossinum sem hjálpi þeim oft mikið. Þá segir Bryndís Ásta menningarmuninn oft erfiðan. Hún nefnir dæmi um ramadanföstuna og þær sem eru með meðgöngusykursýki. „Þær vilja sinna sinni trú og fasta í tuttugu klukkutíma á sólahring. Þá þurfum við náttúrulega bara að aðlaga okkur þeirra trúarbrögðum og koma til móts við hverja og eina. Það getur verið áskorun,“ segir hún. Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Átta börn sem eiga foreldra sem eru með opna hælisumsókn hafa fæðst það sem af er ári en það eru jafn mörg börn og allt árið í fyrra samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar. Yfirljósmóðir segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. Stundum fáist ekki túlkar og ljósmæður þurfi þá að notast við símatúlkun. Barneignir hafa ekki áhrif á hælisumsókn og fá hælisleitendur ekki sjálfkrafa vernd við fæðingu barns og barnið verður ekki íslenskur ríkisborgari þó að það fæðist hér. Barn sem fæðist á Íslandi fær ríkisfang móður samkvæmt íslenskum lögum. Þá hafa nokkrar konur sem hafa fengið stöðu flóttamanns fætt börn hér á landi og finna ljósmæður á Landspítalanum finna fyrir fjölgun í hópi barnshafandi kvenna sem hafa flúið heimalandið. Bryndís Ásta Bragadóttir, ljósmóðir á áhættumæðravernd, segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. „Það getur verið mikil áskorun að sinna þessum hópi fólks. Þær náttúrulega koma oft úr bágum aðstæðum og eru með mikil áföll að baki. Koma kannski frá stríðshrjáðum löndum og hafa dvalið í flóttamannabúðum,” segir hún. Ljósmæður þurfi því að huga sérstaklega vel að þeim. „Svo eru þær stundum ekki vel nærðar,“ segir hún.Koma til móts við trúarbrögð mæðranna Bryndís Ásta segir að oft reynist samskiptin erfið vegna tungumálaörðugleika. „Það er stundum erfitt að fá fólk sem talar þeirra tungumál og við verðum þá að notast við símatúlkun ef að við fáum ekki túlk. Þær eru oft einar og ekki vel staddar félagslega og hafa lítinn sem engan stuðning. Ég held að þær búi margar hverjar ekkert við góðar aðstæður á Íslandi,“ segir hún. Þá eigi sumar önnur börn fyrir sem sé oft vandamál. Sérstaklega yfir vetrartímann því þá er RS-veirubann á kvennadeildum spítalans sem þýðir að börn yngri en 12 ára megi ekki koma inn á deildirnar. „Það hefur reynst áskorun ef þessar konur eru með eldri systkini sem þarf bara að passa hreinlega á meðan þær eru í fæðingu eða mæðravernd,“ segir Bryndís Ásta. Konurnar eigi þó margar stuðningsaðila hjá Rauða krossinum sem hjálpi þeim oft mikið. Þá segir Bryndís Ásta menningarmuninn oft erfiðan. Hún nefnir dæmi um ramadanföstuna og þær sem eru með meðgöngusykursýki. „Þær vilja sinna sinni trú og fasta í tuttugu klukkutíma á sólahring. Þá þurfum við náttúrulega bara að aðlaga okkur þeirra trúarbrögðum og koma til móts við hverja og eina. Það getur verið áskorun,“ segir hún.
Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent