Letti búsettur á Íslandi varð fyrir auðkennisþjófnaði í Bretlandi án þess að hafa komið þangað Sylvía Hall skrifar 27. maí 2019 20:42 Edmunds starfar hjá bílaleigunni Átak hér á landi. Aðsend Edmunds Brikainis, 23 ára gamall Letti sem hefur verið búsettur hér á landi í tæplega þrjú ár, komst að því í apríl á þessu ári að hann hafði verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot í Bretlandi. Hið furðulega er að Edmunds hefur aldrei komið til Bretlands. Fyrst var greint frá málinu á LincolnshireLive en forsaga málsins er sú að árið 2016 lenti Edmunds í þeirri óheppilegu lífsreynslu að veski hans var stolið í heimalandinu. Veskið innihélt meðal annars nafnskírteini og ökuskírteini. Telur hann að einhver sé að notast við nafn hans í Bretlandi og hann sé fórnarlamb auðkennisþjófnaðar. „Vinur minn fann nafnið mitt skráð fyrir tveimur fyrirtækjum í Bretlandi þegar hann fletti eftirnafninu mínu upp á Google,“ segir Edmunds í samtali við Vísi. Fyrirtækin voru skráð í apríl árið 2017 en sjálfur hefur Edmunds hvorki verið í Bretlandi né skráð nokkur fyrirtæki þar. Heimilisfang fyrirtækjanna hafði einnig verið skráð sem hans heimilisfang. Lítil hjálp í lögreglunni í Lincolnskíri Hann setti sig í samband við yfirvöld sem sjá um skráningu fyrirtækja þar í landi og voru fyrirtækin leyst upp í september á síðasta ári og tekin af skrá. Á þessu ári bættist enn eitt málið við þegar Edmunds fann nafn sitt á málaskrá hjá dómstólum í Lincolnskíri. „Ég hafði verið dæmdur fyrir umferðalagabrot í fyrra og var sektaður um 660 pund og eitthvað aukalega og fékk sex punkta,“ segir Edmunds. Hann segist þó aldrei hafa borgað sektina, enda veit hann ekki hvernig yfirvöld ættu að senda honum reikninginn. Aðspurður hvort hann hafi sett sig í samband við lögreglu þar í landi svarar hann játandi en það hafi ekki skilað miklu. „Ég reyndi að setja mig í samband við þau en símtölin voru alltaf áframsend og allir bentu á hvorn annan. Sama hvað ég reyndi þá var mér bara alltaf gefið samband við næsta mann og þannig hélt þetta áfram,“ segir Edmunds sem gafst að lokum upp. „Enginn vildi hjálpa mér né gefa mér upplýsingar varðandi málið.“ Hann segist nú bíða næstu skrefa en hann hefur skrifað lögreglunni í Lincolnskíri og beðið þá um að rannsaka auðkennisþjófnaðinn. Þá hefur hann einnig látið lögreglu í heimalandinu vita. Bretland Lettland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Edmunds Brikainis, 23 ára gamall Letti sem hefur verið búsettur hér á landi í tæplega þrjú ár, komst að því í apríl á þessu ári að hann hafði verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot í Bretlandi. Hið furðulega er að Edmunds hefur aldrei komið til Bretlands. Fyrst var greint frá málinu á LincolnshireLive en forsaga málsins er sú að árið 2016 lenti Edmunds í þeirri óheppilegu lífsreynslu að veski hans var stolið í heimalandinu. Veskið innihélt meðal annars nafnskírteini og ökuskírteini. Telur hann að einhver sé að notast við nafn hans í Bretlandi og hann sé fórnarlamb auðkennisþjófnaðar. „Vinur minn fann nafnið mitt skráð fyrir tveimur fyrirtækjum í Bretlandi þegar hann fletti eftirnafninu mínu upp á Google,“ segir Edmunds í samtali við Vísi. Fyrirtækin voru skráð í apríl árið 2017 en sjálfur hefur Edmunds hvorki verið í Bretlandi né skráð nokkur fyrirtæki þar. Heimilisfang fyrirtækjanna hafði einnig verið skráð sem hans heimilisfang. Lítil hjálp í lögreglunni í Lincolnskíri Hann setti sig í samband við yfirvöld sem sjá um skráningu fyrirtækja þar í landi og voru fyrirtækin leyst upp í september á síðasta ári og tekin af skrá. Á þessu ári bættist enn eitt málið við þegar Edmunds fann nafn sitt á málaskrá hjá dómstólum í Lincolnskíri. „Ég hafði verið dæmdur fyrir umferðalagabrot í fyrra og var sektaður um 660 pund og eitthvað aukalega og fékk sex punkta,“ segir Edmunds. Hann segist þó aldrei hafa borgað sektina, enda veit hann ekki hvernig yfirvöld ættu að senda honum reikninginn. Aðspurður hvort hann hafi sett sig í samband við lögreglu þar í landi svarar hann játandi en það hafi ekki skilað miklu. „Ég reyndi að setja mig í samband við þau en símtölin voru alltaf áframsend og allir bentu á hvorn annan. Sama hvað ég reyndi þá var mér bara alltaf gefið samband við næsta mann og þannig hélt þetta áfram,“ segir Edmunds sem gafst að lokum upp. „Enginn vildi hjálpa mér né gefa mér upplýsingar varðandi málið.“ Hann segist nú bíða næstu skrefa en hann hefur skrifað lögreglunni í Lincolnskíri og beðið þá um að rannsaka auðkennisþjófnaðinn. Þá hefur hann einnig látið lögreglu í heimalandinu vita.
Bretland Lettland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira