„Allir misstu andlitið nema amma“ Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2019 08:30 Birna Filippía Steinarsdóttir ásamt eldri bróður sínum, sem útskrifaðist sem þjónn, tvíburabróður sínum og föður á útskriftardaginn. Aðsend/Birna „Skipuleggja sig, læra jafnt og þétt og fylgjast með, það er miklu mikilvægara en fólk gerir sér grein fyrir.“ segir Birna Filippía Steinarsdóttir, dúx Fjölbrautaskólans í Garðabæ vorið 2019 um hvað þurfi til að standa sig vel í framhaldsskóla. Birna var í hópi stúdenta sem útskrifuðust frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ við hátíðlega athöfn í hátíðarsal FG laugardaginn 25.maí. Birna sem útskrifaðist með aðaleinkunn upp á 8,9 segir það hafa komið sér á óvart að hafa dúxað. „Ég bjóst alls ekki við því að dúxa og var ekkert að stefna á það heldur, þetta kom mér mjög á óvart, segir Birna sem segir sig og fjölskylduna hafa misst andlitið þegar þau heyrðu tíðindin. „Ég missti andlitið og var í sjokki, fjölskyldan líka og eiginlega allir nema amma mín.“ Undanfarin ár hefur þriggja ára kerfið svokallaða verið við lýði í framhaldsskólum landsins og segir Birna að vegna þess hafi álagið verið mikið. „ Þetta var rosalega mikið álag, maður er lengur í skólanum og það er meiri heimavinna“ Birna segist í samtali við Vísi ekki hafa ákveðið hvað taki við „Ég er enn þá að skoða málið, ég er ekki alveg búin að ákveða mig. Ég veit bara að mig langar til Danmerkur.“ Áður en að því komi ætli Birna að eyða sumrinu við vinnu og slökun í sveitinni. Aðspurð hvaða heilræði hún hafi til handa þeim sem láta sig dreyma um að dúxa í framhaldsskóla, stendur ekki á svörunum. „Mættu í skólann, það er mjög mikilvægt í náminu. Mætingin gildir og þú færð heilmikið út úr tímanum, segir Birna Filippía Steinarsdóttir, dúx Fjölbrautaskólans í Garðabæ vorið 2019. Garðabær Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
„Skipuleggja sig, læra jafnt og þétt og fylgjast með, það er miklu mikilvægara en fólk gerir sér grein fyrir.“ segir Birna Filippía Steinarsdóttir, dúx Fjölbrautaskólans í Garðabæ vorið 2019 um hvað þurfi til að standa sig vel í framhaldsskóla. Birna var í hópi stúdenta sem útskrifuðust frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ við hátíðlega athöfn í hátíðarsal FG laugardaginn 25.maí. Birna sem útskrifaðist með aðaleinkunn upp á 8,9 segir það hafa komið sér á óvart að hafa dúxað. „Ég bjóst alls ekki við því að dúxa og var ekkert að stefna á það heldur, þetta kom mér mjög á óvart, segir Birna sem segir sig og fjölskylduna hafa misst andlitið þegar þau heyrðu tíðindin. „Ég missti andlitið og var í sjokki, fjölskyldan líka og eiginlega allir nema amma mín.“ Undanfarin ár hefur þriggja ára kerfið svokallaða verið við lýði í framhaldsskólum landsins og segir Birna að vegna þess hafi álagið verið mikið. „ Þetta var rosalega mikið álag, maður er lengur í skólanum og það er meiri heimavinna“ Birna segist í samtali við Vísi ekki hafa ákveðið hvað taki við „Ég er enn þá að skoða málið, ég er ekki alveg búin að ákveða mig. Ég veit bara að mig langar til Danmerkur.“ Áður en að því komi ætli Birna að eyða sumrinu við vinnu og slökun í sveitinni. Aðspurð hvaða heilræði hún hafi til handa þeim sem láta sig dreyma um að dúxa í framhaldsskóla, stendur ekki á svörunum. „Mættu í skólann, það er mjög mikilvægt í náminu. Mætingin gildir og þú færð heilmikið út úr tímanum, segir Birna Filippía Steinarsdóttir, dúx Fjölbrautaskólans í Garðabæ vorið 2019.
Garðabær Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira