Lögreglan segir Gunnar hafa dvalið á stofnun utan Mehamn dagana fyrir morðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2019 10:28 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. TV2/Christoffer Robin Jensen Lögreglan í Finnmörk segir að Gunnar Jóhann Gunnarsson sem grunaður er um að hafa orðið Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann 27. apríl síðastliðinn hafi dvalið á viðeigandi stofnun utan sveitarfélagsins dagana fyrir morðið, eða allt frá 17. apríl og til 26. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Torstein Pettersen, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Finnmörk, að Gunnar hafi farið sjálfviljugur á stofnunina og hafi verið frjáls ferða sinna þegar hann fór þaðan. Lögreglan kveðst hins vegar hvorki vita um hvers konar stofnun var að ræða né hvers vegna Gunnar dvaldi þar. Í tilkynningu lögreglu segir jafnframt að Gunnar hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. júlí næstkomandi og að hann sé kominn með nýjan verjanda sem heiti Bjørn Andre Gulstad. Gunnar hafi ekki mótmælt gæsluvarðhaldinu. Þá kemur einnig fram að lögreglan hafi meðal annars komið til Íslands og tekið skýrslur af fólki hér. Í tilkynningunni segir að lögreglan vilji árétta það hvar Gunnar var dagana fyrir morðið því að ýmsu hafi verið haldið fram í fjölmiðlum undanfarið sem þurfi að skýra. „Rangar upplýsingar geta haft áhrif á vitni og geta gert rannsóknina erfiðari,“ segir í tilkynningu lögreglu sem barst í morgun en í gær var fjallað um það á vef NRK að bæði Gísli Þór og kærasta hans höfðu tilkynnt lögreglu um morðhótanir áður en Gísli var myrtur á heimili sínu. NRK ræddi við kærustu Gísla sem sagði að Gunnar hefði brotið nálgunarbann, sem hann var úrskurðaður í þann 17. apríl gagnvart Gísla og kærustunni, tveimur dögum áður en Gísli var myrtur. Sagði hún Gunnar hafa brotið gegn nálgunarbanninu með því að berja ítrekað á hurð íbúðar hennar og senda henni ítrekuð skilaboð.Hringdi í kærustu Gísla Í tilkynningu lögreglu er vísað í þennan fréttaflutning þegar þar segir að Gunnar hafi ekki verið í sveitarfélaginu Gamvik, sem Mehamn er hluti af, frá 17. apríl og þar til síðdegis föstudaginn 26. apríl. „Hann dvaldi þá á stofnun utan sveitarfélagsins. Þetta eru staðfestar upplýsingar frá stofnuninni. Hann getur þar af leiðandi ekki hafa heimsótt Mehamn á þessum tíma. Lögreglunni var kunnugt um hvar hann var,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þá kemur þar jafnframt fram að Gunnar hafi ekki brotið gegn nálgunarbanninu gagnvart bróður sínum. Einu sinni hafi hins vegar verið ósvarað símtal frá Gunnari á síma kærustu Gísla en hann hringdi í hann á meðan hann dvaldi á stofnuninni. Kærasta Gísla er einnig barnsmóðir Gunnars. Gunnari var gert ljóst að með því að hringja í barnsmóður sína væri hann að brjóta gegn nálgunarbanninu en lögreglan segir það ekki algengt að einstaklingar séu handteknir þegar brotið er gegn nálgunarbanni með þessum hætti.Ætlaði að mæta á lögreglustöðina á mánudeginum „Í samtal við lögreglu föstudaginn 26. apríl sagði hinn grunaði að hann skildi að hann væri í nálgunarbanni og að hann hefði ekki hugsað sér að brjóta það. Hann vildi jafnvel koma á lögreglustöðina mánudaginn 29. apríl til þess að fá útskýringu á málunum og á sjálfu nálgunarbanninu,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Vísir hefur óskað eftir að fá aðgang að úrskurðinum þar sem kveðið er á um nálgunarbannið en Pettersen segir að hingað til hafi fjölmiðlum verið neitað um aðgang að gagninu. Svo verði áfram. Lögreglan segir að hún vilji jafnframt koma því á framfæri aðstandenda vegna hvenær talið er að Gísli Þór hafi látið lífið. Greint hefur verið frá því að hann hafi látist vegna þess að honum blæddi út eftir að hann var skotinn í lærið. Þá hafa fjölmiðlar einnig fjallað um það að sjúkraflutningamenn hafi þurft að bíða í um 40 mínútur eftir því að komast inn þar sem hann var vegna þess að lögregla var ekki kominn á staðinn. „Aðstandendur hafa fengið upplýsingar um það hvernig Gísli Þór Þórarinsson lést og að hann hafi dáið mjög stuttu eftir að hann var skotinn í lærið þar sem skotið fór í slagæð.“ Lögreglan segir að hún sé að ná utan um heildarmynd málsins. Ýmis rafræn gögn séu komin fram, meðal annars símagögn og sönnunargögn af vettvangi. Niðurstöður rannsókna á gögnunum er eitthvað sem lögreglan vill spyrja Gunnar út í og getur því ekki farið nánar út í þann hluta rannsóknarinnar. Talið er að rannsókn verði lokið í júlí.Fréttin var uppfærð klukkan 12:17 með svari Torstein Pettersen við fyrirspurn Vísis. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Lögreglan gagnrýnd í umfjöllun NRK um morðið í Mehamn. 27. maí 2019 20:27 Sjúkraflutningamenn biðu fyrir utan á meðan Gísla blæddi út Sjúkraflutningamenn neyddust til að bíða fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar í Mehamn í Noregi í fjörutíu mínútur á meðan honum blæddi út. Þeir gátu ekki farið inn í húsið fyrr en lögregluþjónar mættu á vettvang. 14. maí 2019 06:45 Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Krufning á líki Gísla Þórs Þórarinssonar, sem skotinn var til bana í Mehamn í Noregi í apríl, leiðir í ljós að hann var skotinn í lærið. 8. maí 2019 10:51 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Lögreglan í Finnmörk segir að Gunnar Jóhann Gunnarsson sem grunaður er um að hafa orðið Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann 27. apríl síðastliðinn hafi dvalið á viðeigandi stofnun utan sveitarfélagsins dagana fyrir morðið, eða allt frá 17. apríl og til 26. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Torstein Pettersen, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Finnmörk, að Gunnar hafi farið sjálfviljugur á stofnunina og hafi verið frjáls ferða sinna þegar hann fór þaðan. Lögreglan kveðst hins vegar hvorki vita um hvers konar stofnun var að ræða né hvers vegna Gunnar dvaldi þar. Í tilkynningu lögreglu segir jafnframt að Gunnar hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. júlí næstkomandi og að hann sé kominn með nýjan verjanda sem heiti Bjørn Andre Gulstad. Gunnar hafi ekki mótmælt gæsluvarðhaldinu. Þá kemur einnig fram að lögreglan hafi meðal annars komið til Íslands og tekið skýrslur af fólki hér. Í tilkynningunni segir að lögreglan vilji árétta það hvar Gunnar var dagana fyrir morðið því að ýmsu hafi verið haldið fram í fjölmiðlum undanfarið sem þurfi að skýra. „Rangar upplýsingar geta haft áhrif á vitni og geta gert rannsóknina erfiðari,“ segir í tilkynningu lögreglu sem barst í morgun en í gær var fjallað um það á vef NRK að bæði Gísli Þór og kærasta hans höfðu tilkynnt lögreglu um morðhótanir áður en Gísli var myrtur á heimili sínu. NRK ræddi við kærustu Gísla sem sagði að Gunnar hefði brotið nálgunarbann, sem hann var úrskurðaður í þann 17. apríl gagnvart Gísla og kærustunni, tveimur dögum áður en Gísli var myrtur. Sagði hún Gunnar hafa brotið gegn nálgunarbanninu með því að berja ítrekað á hurð íbúðar hennar og senda henni ítrekuð skilaboð.Hringdi í kærustu Gísla Í tilkynningu lögreglu er vísað í þennan fréttaflutning þegar þar segir að Gunnar hafi ekki verið í sveitarfélaginu Gamvik, sem Mehamn er hluti af, frá 17. apríl og þar til síðdegis föstudaginn 26. apríl. „Hann dvaldi þá á stofnun utan sveitarfélagsins. Þetta eru staðfestar upplýsingar frá stofnuninni. Hann getur þar af leiðandi ekki hafa heimsótt Mehamn á þessum tíma. Lögreglunni var kunnugt um hvar hann var,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þá kemur þar jafnframt fram að Gunnar hafi ekki brotið gegn nálgunarbanninu gagnvart bróður sínum. Einu sinni hafi hins vegar verið ósvarað símtal frá Gunnari á síma kærustu Gísla en hann hringdi í hann á meðan hann dvaldi á stofnuninni. Kærasta Gísla er einnig barnsmóðir Gunnars. Gunnari var gert ljóst að með því að hringja í barnsmóður sína væri hann að brjóta gegn nálgunarbanninu en lögreglan segir það ekki algengt að einstaklingar séu handteknir þegar brotið er gegn nálgunarbanni með þessum hætti.Ætlaði að mæta á lögreglustöðina á mánudeginum „Í samtal við lögreglu föstudaginn 26. apríl sagði hinn grunaði að hann skildi að hann væri í nálgunarbanni og að hann hefði ekki hugsað sér að brjóta það. Hann vildi jafnvel koma á lögreglustöðina mánudaginn 29. apríl til þess að fá útskýringu á málunum og á sjálfu nálgunarbanninu,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Vísir hefur óskað eftir að fá aðgang að úrskurðinum þar sem kveðið er á um nálgunarbannið en Pettersen segir að hingað til hafi fjölmiðlum verið neitað um aðgang að gagninu. Svo verði áfram. Lögreglan segir að hún vilji jafnframt koma því á framfæri aðstandenda vegna hvenær talið er að Gísli Þór hafi látið lífið. Greint hefur verið frá því að hann hafi látist vegna þess að honum blæddi út eftir að hann var skotinn í lærið. Þá hafa fjölmiðlar einnig fjallað um það að sjúkraflutningamenn hafi þurft að bíða í um 40 mínútur eftir því að komast inn þar sem hann var vegna þess að lögregla var ekki kominn á staðinn. „Aðstandendur hafa fengið upplýsingar um það hvernig Gísli Þór Þórarinsson lést og að hann hafi dáið mjög stuttu eftir að hann var skotinn í lærið þar sem skotið fór í slagæð.“ Lögreglan segir að hún sé að ná utan um heildarmynd málsins. Ýmis rafræn gögn séu komin fram, meðal annars símagögn og sönnunargögn af vettvangi. Niðurstöður rannsókna á gögnunum er eitthvað sem lögreglan vill spyrja Gunnar út í og getur því ekki farið nánar út í þann hluta rannsóknarinnar. Talið er að rannsókn verði lokið í júlí.Fréttin var uppfærð klukkan 12:17 með svari Torstein Pettersen við fyrirspurn Vísis.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Lögreglan gagnrýnd í umfjöllun NRK um morðið í Mehamn. 27. maí 2019 20:27 Sjúkraflutningamenn biðu fyrir utan á meðan Gísla blæddi út Sjúkraflutningamenn neyddust til að bíða fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar í Mehamn í Noregi í fjörutíu mínútur á meðan honum blæddi út. Þeir gátu ekki farið inn í húsið fyrr en lögregluþjónar mættu á vettvang. 14. maí 2019 06:45 Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Krufning á líki Gísla Þórs Þórarinssonar, sem skotinn var til bana í Mehamn í Noregi í apríl, leiðir í ljós að hann var skotinn í lærið. 8. maí 2019 10:51 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Lögreglan gagnrýnd í umfjöllun NRK um morðið í Mehamn. 27. maí 2019 20:27
Sjúkraflutningamenn biðu fyrir utan á meðan Gísla blæddi út Sjúkraflutningamenn neyddust til að bíða fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar í Mehamn í Noregi í fjörutíu mínútur á meðan honum blæddi út. Þeir gátu ekki farið inn í húsið fyrr en lögregluþjónar mættu á vettvang. 14. maí 2019 06:45
Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Krufning á líki Gísla Þórs Þórarinssonar, sem skotinn var til bana í Mehamn í Noregi í apríl, leiðir í ljós að hann var skotinn í lærið. 8. maí 2019 10:51