Innlent

TR getur hafið endurgreiðslur

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Frá mótmælaaðgerðum gegn skerðingunum sem gerðar voru í vetur.
Frá mótmælaaðgerðum gegn skerðingunum sem gerðar voru í vetur. Fréttablaðið/Anton Brink
„Við höfum sett tilkynningu inn á heimasíðu stofnunarinnar um að aðgerðir séu nú hafnar og hvernig staðið verður að þessu. Við leggjum áherslu á að fá fyrirspurnir sendar í sérstakt netfang, [email protected], en aðstoðum fólk auðvitað líka í gegnum síma,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar (TR), um endurskoðun á búsetuskerðingum lífeyrisþega.

Félagsmálaráðuneytið sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að TR geti nú hafið endurútreikning bóta vegna búsetuhlutfalls þeirra sem búsettir hafa verið erlendis. Jafnframt segir að stofnunin geti í framhaldinu hafið greiðslur á vangreiddum bótum til þeirra sem á því eiga rétt.

Haft er eftir Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra að TR hafi ekki talið sig búa yfir heimildum til að hefja umrædda vinnu. Beðið hafði verið eftir staðfestingu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um að vinnan gæti hafist og fékkst hún í fyrradag.

Samhliða leiðréttingunum hefur verið unnið að breytingum á lögum um almannatryggingar til að bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis frá því síðasta sumar. Þar kom fram að framkvæmd skerðinga á lífeyrisgreiðslum vegna fyrri búsetu erlendis væri ekki í samræmi við lög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×