Eldfimara en þau bjuggust við: „Ákveðin orð þykja svo gildishlaðin og vekja svo mikla athygli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. maí 2019 21:14 Klemens segir að hljómsveitarmeðlimir reyni vissulega að nýta dagskrárvaldið til að koma sínum boðskap á framfæri og nýta athyglina sem fylgir þátttöku í Eurovision til góðs. Thomas Hanses „Ákveðin orð þykja svo gildishlaðin og vekja svo mikla athygli,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara Hatara sem keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision í Tel Aviv um viðbrögð sem hafa hlotist af málflutningi þeirra um hið eldfima ástand sem ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs. Matthías Tryggvi og Klemens Hannigan ræddu við Gísla Martein Baldursson, sjónvarpsmann RÚV, í Tel Aviv í kvöld.Klemens segir að hljómsveitarmeðlimir reyni vissulega að nýta dagskrárvaldið til að koma sínum boðskap á framfæri og þá reyni hún að nýta athyglina sem fylgir þátttöku í Eurovision til góðs. Matthías segir málflutningur þeirra á blaðamannafundum hafi vakið meiri athygli en þeir bjuggust upphaflega við. „Þetta hefur jafnvel vakið meiri athygli en ég bjóst við og þetta er eldfimara - ég veit svo sem ekki hvað við ímynduðum okkur - en þetta er mjög eldfimt,“ segir Matthías og vísar í fyrsta blaðamannafundinn þar sem þeir komu þeirri skoðun á framfæri að þeir vildu binda enda á hernám Ísraela. „Ég man að ég rétt sagði orðið „hernám“ á fyrsta blaðamannafundinum og þá vorum við allt í einu orðnir „very outspoken“ í viðtölum í kjölfarið. Við lýstum ferð okkar til Hebron þar sem við lýstum því sem við sáum sem aðskilnaðarstefnu og það var önnur fyrirsögn allavega í ísraelskum fjölmiðlum, ég veit ekki með alþjóðlega en blaðamenn hafa síðan spurt um það og spurt hvers vegna við fórum þangað. Hingað til, og verkinu er ekki lokið, en hingað til hefur okkur tekist að setja keppnina í stærra samhengi sem var markmiðið,“ segir Matthías. Klemens segir að þeir muni halda áfram að „tipla tánum á þessari línu sem enginn veit hvar er“.Matthías Tryggvi líkir veru sinni í Tel Aviv á meðan Eurovision standi yfir sem sápukúlu inni í sápukúlu.Thomas HansesHann segir aðspurður að því fylgi álag og mikil vinna að taka þátt í Eurovision hvar sem hún er haldin. Matthías greip þá boltann á lofti. „Svo er svo ólíkt hvern maður spyr út af því að innan búbblunar, eins og maður segir, og oft líta menn á Tel Aviv sem einhvers konar sápukúlu þannig að þetta er orðið sápukúla inn í sápukúlu. Fólk hér innan hennar finnst þetta bara vera það mikilvægasta og stórfenglegasta í heimi. Aðrir sem við tölum við, við fórum til Betlehem í gær og þar var maður sem vissi ekki eða hafði einhverja óljósa mynd af því hvað Eurovision væri en sagðist svo hvort eð er ekki mega fara í borgina til að sjá það þannig að honum var svo sem slétt sama. Það er svo ólíkt hvar maður speglar sig, það eru svo ólíkir pólar og við erum að reyna að kynna okkur það og spegla okkur í ólíkum sjónarmiðum.“ Að lokum voru Klemens og Matthías spurðir hvernig þeir meti stöðuna og möguleika sína í keppninni. Matthías sagði þá upplifa að hann væri mjög öruggur á sviðinu. „Þetta er ekki eins geigvænlega hryllilegt og maður hafði kannski ímyndað sér. Allt tollir bara mjög vel í sviðsetningunni og ég held við séum örugg í þessu sko.“ Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hatari fær harða samkeppni frá Portúgal þegar kemur að skrýtnasta atriðinu Erlendir fræðingar segja framfarir hafa orðið á atriði Hatara milli æfinga. Stóra spurningin sé hverniga atriðinu muni vegna hjá dómnefndum. 10. maí 2019 14:19 Fullyrðir að Hatari dansi ekki aðeins á línunni heldur traðki á henni Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, rétt náði að segja orðið hernám á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar í Tel Aviv en það var nóg til að komast í fyrirsagnir. 10. maí 2019 09:15 Hatari sleppur við stærstu kanónurnar Hollendingum, Rússum, Ítölum, Svíum, Aserum, Svisslendingum og Maltverjum er spáð sjö efstu sætunum í Eurovision í ár. Íslandi er spáð áttunda sæti. 10. maí 2019 16:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
„Ákveðin orð þykja svo gildishlaðin og vekja svo mikla athygli,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara Hatara sem keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision í Tel Aviv um viðbrögð sem hafa hlotist af málflutningi þeirra um hið eldfima ástand sem ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs. Matthías Tryggvi og Klemens Hannigan ræddu við Gísla Martein Baldursson, sjónvarpsmann RÚV, í Tel Aviv í kvöld.Klemens segir að hljómsveitarmeðlimir reyni vissulega að nýta dagskrárvaldið til að koma sínum boðskap á framfæri og þá reyni hún að nýta athyglina sem fylgir þátttöku í Eurovision til góðs. Matthías segir málflutningur þeirra á blaðamannafundum hafi vakið meiri athygli en þeir bjuggust upphaflega við. „Þetta hefur jafnvel vakið meiri athygli en ég bjóst við og þetta er eldfimara - ég veit svo sem ekki hvað við ímynduðum okkur - en þetta er mjög eldfimt,“ segir Matthías og vísar í fyrsta blaðamannafundinn þar sem þeir komu þeirri skoðun á framfæri að þeir vildu binda enda á hernám Ísraela. „Ég man að ég rétt sagði orðið „hernám“ á fyrsta blaðamannafundinum og þá vorum við allt í einu orðnir „very outspoken“ í viðtölum í kjölfarið. Við lýstum ferð okkar til Hebron þar sem við lýstum því sem við sáum sem aðskilnaðarstefnu og það var önnur fyrirsögn allavega í ísraelskum fjölmiðlum, ég veit ekki með alþjóðlega en blaðamenn hafa síðan spurt um það og spurt hvers vegna við fórum þangað. Hingað til, og verkinu er ekki lokið, en hingað til hefur okkur tekist að setja keppnina í stærra samhengi sem var markmiðið,“ segir Matthías. Klemens segir að þeir muni halda áfram að „tipla tánum á þessari línu sem enginn veit hvar er“.Matthías Tryggvi líkir veru sinni í Tel Aviv á meðan Eurovision standi yfir sem sápukúlu inni í sápukúlu.Thomas HansesHann segir aðspurður að því fylgi álag og mikil vinna að taka þátt í Eurovision hvar sem hún er haldin. Matthías greip þá boltann á lofti. „Svo er svo ólíkt hvern maður spyr út af því að innan búbblunar, eins og maður segir, og oft líta menn á Tel Aviv sem einhvers konar sápukúlu þannig að þetta er orðið sápukúla inn í sápukúlu. Fólk hér innan hennar finnst þetta bara vera það mikilvægasta og stórfenglegasta í heimi. Aðrir sem við tölum við, við fórum til Betlehem í gær og þar var maður sem vissi ekki eða hafði einhverja óljósa mynd af því hvað Eurovision væri en sagðist svo hvort eð er ekki mega fara í borgina til að sjá það þannig að honum var svo sem slétt sama. Það er svo ólíkt hvar maður speglar sig, það eru svo ólíkir pólar og við erum að reyna að kynna okkur það og spegla okkur í ólíkum sjónarmiðum.“ Að lokum voru Klemens og Matthías spurðir hvernig þeir meti stöðuna og möguleika sína í keppninni. Matthías sagði þá upplifa að hann væri mjög öruggur á sviðinu. „Þetta er ekki eins geigvænlega hryllilegt og maður hafði kannski ímyndað sér. Allt tollir bara mjög vel í sviðsetningunni og ég held við séum örugg í þessu sko.“
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hatari fær harða samkeppni frá Portúgal þegar kemur að skrýtnasta atriðinu Erlendir fræðingar segja framfarir hafa orðið á atriði Hatara milli æfinga. Stóra spurningin sé hverniga atriðinu muni vegna hjá dómnefndum. 10. maí 2019 14:19 Fullyrðir að Hatari dansi ekki aðeins á línunni heldur traðki á henni Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, rétt náði að segja orðið hernám á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar í Tel Aviv en það var nóg til að komast í fyrirsagnir. 10. maí 2019 09:15 Hatari sleppur við stærstu kanónurnar Hollendingum, Rússum, Ítölum, Svíum, Aserum, Svisslendingum og Maltverjum er spáð sjö efstu sætunum í Eurovision í ár. Íslandi er spáð áttunda sæti. 10. maí 2019 16:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Hatari fær harða samkeppni frá Portúgal þegar kemur að skrýtnasta atriðinu Erlendir fræðingar segja framfarir hafa orðið á atriði Hatara milli æfinga. Stóra spurningin sé hverniga atriðinu muni vegna hjá dómnefndum. 10. maí 2019 14:19
Fullyrðir að Hatari dansi ekki aðeins á línunni heldur traðki á henni Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, rétt náði að segja orðið hernám á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar í Tel Aviv en það var nóg til að komast í fyrirsagnir. 10. maí 2019 09:15
Hatari sleppur við stærstu kanónurnar Hollendingum, Rússum, Ítölum, Svíum, Aserum, Svisslendingum og Maltverjum er spáð sjö efstu sætunum í Eurovision í ár. Íslandi er spáð áttunda sæti. 10. maí 2019 16:00