Joðskortur skekur líf grænkerans Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 11. maí 2019 10:00 Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur. Fréttablaðið/Anton Brink HEILSA Ný rannsókn Sólveigar Aðalsteinsdóttur sýnir fram á joðskort hjá Íslendingum í fyrsta sinn. Joðskortur kemur fyrst og fremst fram hjá einstaklingum sem ekki neyta fisks og mjólkurvara. Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur segir ástæðuna geta verið tvíþætta. Annars vegar vegna breyttra matarvenja landans og hins vegar vegna þess að minna joð sé í íslenskum matvörum nú en áður. „Við sjáum skýr tengsl við mjólkina eins og áður en miðað við það magn sem fólk virðist vera að drekka þá er joðstyrkurinn lægri en hann var fyrir 10 árum. Það eru vísbendingar um að kannski sé minna joð í mjólkinni en við vitum það ekki,“ segir Ingibjörg og bætir við að ekki hafi verið gerðar mælingar á efnainnihaldi íslenskra matvæla í hátt í tuttugu ár. „Það sem liggur á að gera eru innihaldsmælingar á íslenskum matvælum. Þær hafa ekki verið gerðar í að ég held um tuttugu ár.“ Joðskortur getur haft alvarlegar afleiðingar og má þar helst nefna röskun á starfsemi skjaldkirtils og auknar líkur á skertum fósturþroska á meðgöngu. Einkenni skorts á joði eru meðal annars þreyta, kuldi, þyngdaraukning, tíðatruflanir, gróf húð, munnþurrkur og minnisleysi. Ráðlagður dagskammtur af joði fyrir fullorðna eru 150 míkrógrömm. Mælt er með stærri skammti fyrir þungaðar konur (175 míkrógrömm) og konur með börn á brjósti (200 míkrógrömm). Hættulegt getur verið neyta meira joðs en mælt er með. Það á sérstaklega við um þungaðar konur. Ákveðin matvæli innihalda meira magn joðs en önnur og hefur Fréttablaðið tekið saman lista yfir fæðutegundir sem innihalda joð og henta mataræði grænkera og grænmetisæta. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Sjá meira
HEILSA Ný rannsókn Sólveigar Aðalsteinsdóttur sýnir fram á joðskort hjá Íslendingum í fyrsta sinn. Joðskortur kemur fyrst og fremst fram hjá einstaklingum sem ekki neyta fisks og mjólkurvara. Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur segir ástæðuna geta verið tvíþætta. Annars vegar vegna breyttra matarvenja landans og hins vegar vegna þess að minna joð sé í íslenskum matvörum nú en áður. „Við sjáum skýr tengsl við mjólkina eins og áður en miðað við það magn sem fólk virðist vera að drekka þá er joðstyrkurinn lægri en hann var fyrir 10 árum. Það eru vísbendingar um að kannski sé minna joð í mjólkinni en við vitum það ekki,“ segir Ingibjörg og bætir við að ekki hafi verið gerðar mælingar á efnainnihaldi íslenskra matvæla í hátt í tuttugu ár. „Það sem liggur á að gera eru innihaldsmælingar á íslenskum matvælum. Þær hafa ekki verið gerðar í að ég held um tuttugu ár.“ Joðskortur getur haft alvarlegar afleiðingar og má þar helst nefna röskun á starfsemi skjaldkirtils og auknar líkur á skertum fósturþroska á meðgöngu. Einkenni skorts á joði eru meðal annars þreyta, kuldi, þyngdaraukning, tíðatruflanir, gróf húð, munnþurrkur og minnisleysi. Ráðlagður dagskammtur af joði fyrir fullorðna eru 150 míkrógrömm. Mælt er með stærri skammti fyrir þungaðar konur (175 míkrógrömm) og konur með börn á brjósti (200 míkrógrömm). Hættulegt getur verið neyta meira joðs en mælt er með. Það á sérstaklega við um þungaðar konur. Ákveðin matvæli innihalda meira magn joðs en önnur og hefur Fréttablaðið tekið saman lista yfir fæðutegundir sem innihalda joð og henta mataræði grænkera og grænmetisæta.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Sjá meira