Ruslamál í Öræfunum ófullnægjandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. maí 2019 14:00 Margrét Gauja Magnúsdóttir, hótelstjóri í Skaftafelli og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hótelstjóri í Skaftafelli segir að ruslamál í Öræfunum séu ófullnægjandi. Engin grenndarstöð sé á svæðinu þrátt fyrir yfir 500 gistirými og fjölda ferðaþjónustuaðila. Reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu sem skilji öræfin út undan í aðgerðum sínum í umhverfismálum. Margrét Gauja Magnúsdóttir, hótelstjóri í Skaftafelli og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á málinu á Facebook síðu sinni í gær. Hún segir að ruslamál í öræfunum séu ekki í lagi. „Þrátt fyrir alla starfsemina sem er hér í gangi er ekki grenndarstöð,“ segir Margrét Gauja og bætir við að í Öræfunum séu til að mynda yfir 500 gistirými, 3 stór, leik- og grunnskóli, flugvöllur, afþreyingaferðaþjónustuaðilar, bensínstöð, veitingarsala sem eðlilega fylgi mikill úrgangur og því mjög óeðlilegt að ekki sé grenndarstöð á svæðinu. Annars staðar í sveitarfélaginu Hornafirði séu hins vegar grenndarstöðvar. „Í Lóninu, Nesjum, Mýrum og Suðursveit er hægt að finna grenndarstöð en ekki í Öræfunum sem er óskiljanlegt. Við þurfum að fara annað hvort í í Suðursveit með rusl og með annan úrgang þurfum við að keyra í einn og hálfan tíma, með sértækan úrgang eins og rafgeyma og annað slíkt, á Hornafjörð,“ segir Margrét Gauja.Lítill áhugi Margrét Gauja segir að reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu en lítill áhugi og stuðningur virðist vera til staðar, þrátt fyrir ýmsar aðgerðir sveitarfélagsins í umhverfismálum. Öræfin séu í raun skilin út undan. „Það er ekki til betri kennslustofa í heiminum um áhrif hlýnunar jarðar heldur en öræfin á Íslandi. Hér erum með með jöklana fyrir framan okkur. Við höfum mikinn metnað og áhuga á að vera fyrirmyndarsamfélag en við fáum engan stuðning eða áhuga. Engu að síður er alls konar í gangi í þessum málum hjá sveitarfélaginu en það er eins og við í Öræfunum séum bara ekki með sem er miður,“ segir Margrét Gauja. Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Hótelstjóri í Skaftafelli segir að ruslamál í Öræfunum séu ófullnægjandi. Engin grenndarstöð sé á svæðinu þrátt fyrir yfir 500 gistirými og fjölda ferðaþjónustuaðila. Reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu sem skilji öræfin út undan í aðgerðum sínum í umhverfismálum. Margrét Gauja Magnúsdóttir, hótelstjóri í Skaftafelli og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á málinu á Facebook síðu sinni í gær. Hún segir að ruslamál í öræfunum séu ekki í lagi. „Þrátt fyrir alla starfsemina sem er hér í gangi er ekki grenndarstöð,“ segir Margrét Gauja og bætir við að í Öræfunum séu til að mynda yfir 500 gistirými, 3 stór, leik- og grunnskóli, flugvöllur, afþreyingaferðaþjónustuaðilar, bensínstöð, veitingarsala sem eðlilega fylgi mikill úrgangur og því mjög óeðlilegt að ekki sé grenndarstöð á svæðinu. Annars staðar í sveitarfélaginu Hornafirði séu hins vegar grenndarstöðvar. „Í Lóninu, Nesjum, Mýrum og Suðursveit er hægt að finna grenndarstöð en ekki í Öræfunum sem er óskiljanlegt. Við þurfum að fara annað hvort í í Suðursveit með rusl og með annan úrgang þurfum við að keyra í einn og hálfan tíma, með sértækan úrgang eins og rafgeyma og annað slíkt, á Hornafjörð,“ segir Margrét Gauja.Lítill áhugi Margrét Gauja segir að reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu en lítill áhugi og stuðningur virðist vera til staðar, þrátt fyrir ýmsar aðgerðir sveitarfélagsins í umhverfismálum. Öræfin séu í raun skilin út undan. „Það er ekki til betri kennslustofa í heiminum um áhrif hlýnunar jarðar heldur en öræfin á Íslandi. Hér erum með með jöklana fyrir framan okkur. Við höfum mikinn metnað og áhuga á að vera fyrirmyndarsamfélag en við fáum engan stuðning eða áhuga. Engu að síður er alls konar í gangi í þessum málum hjá sveitarfélaginu en það er eins og við í Öræfunum séum bara ekki með sem er miður,“ segir Margrét Gauja.
Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira