Allt það helsta sem þú þarft að vita fyrir undanúrslitakvöldið í Tel Aviv Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 16:00 Matthías Tryggvi Haraldsson er annar söngvara Hatara. Hér er hann á góðri stundu með fjölskyldu sinni í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi Sautján þjóðir taka þátt í fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision í Tel Aviv klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. Hatari með lag sitt Hatrið mun sigra er þrettánda atriði á svið en tíu komast áfram í úrslit. Vegur til jafns atkvæði dómnefnda og símakosning. Keppnin fer nú fram í 64. skiptið og verða kynnarnir fjórir eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag, tvær konur og tveir karlar. Skemmtiatriðin verða úr smiðju heimamanna þar sem bæði Netta Barzilai og Dana International munu troða upp. Netta vann sem kunnugt er keppnina í Lissabon í fyrra með lagi sínu Toy, sem sumir hafa nefnt hænulagið, og mun hún flytja breytta útgáfu af laginu. Dana International varð heimsfræg árið 1998 þegar hún vann keppnina með lagi sínu Viva.Dana ætlar að flytja ábreiðu af laginu Just the way you are sem Bruno Mars hefur gert frægt. Á meðan lagið er flutt stendur til að sína myndir úr svokallaðri kossamyndavél í keppnishöllinni. Mikil spenna er fyrir kvöldinu enda Ísland ekki komist upp úr undanúrslitum undanfarin fjögur ár. Meiri bjartsýni ríkir í ár en undanfarin ár enda hefur atriði Hatara vakið mikið umtal og athygli.Myndbandið við Hatrið mun sigra hefur fengið tæplega 700 þúsund áhorf á YouTube.Röð laganna í kvöld er eftirfarandi: 1. Kýpur - Tamta með lagið Replay 2. Svartfjallaland - D mol með lagið Heaven 3. Finnland - Darude feat. Sebastian Rejman með lagið Look Away 4. Pólland - Tulia með lagið Fire of Love (Pali się) 5. Slóvenía - Zala Kralj & Gašper Šantl með lagið Sebi 6. Tékkland - Lake Malawi með lagið Friend Of A Friend 7. Ungverjaland - Joci Pápa með lagið Az Én Apám 8. Hvíta-Rússland - ZENA með lagið Like It 9. Serbía - Nevene Božović með lagið Kruna 10. Belgía - Eliot með lagið Wake Up 11. Georgía - Oto Nemsadze með lagið Keep On Going 12. Ástralía - Kate Miller-Heidke með lagið Zero Gravity 13. Ísland - Hatari með lagið Hatrið mun sigra 14. Eistland - Victor Crone með lagið Storm 15. Portúgal - Conan Osiris með lagið Telemóveis 16. Grikkland - Katerine Duska með lagið Better Love 17. San Marínó - Serhat með lagið Say Na Na NaÞeir sem eru búsettir í löndunum 17 sem flytja atriði sín í kvöld, til viðbótar við Ísrael, Spán og Frakkland, geta greitt atkvæði í síma í kvöld. Kynnar kvöldsins munu tilkynna þegar opnað hefur verið fyrir símakosninguna en það verður í framhaldi af því að allar þjóðirnar hafa komið fram. Dómarar hafa þegar greitt atkvæði en þeir fylgdust með dómararennslinu í gærkvöldi. Niðurstaða þeirra verður ekki gerð kunngjör fyrr en í kvöld. Ísrael, Spánn og Frakkland þurfa ekki að taka þátt í undankeppninni frekar en Bretland, Þýskaland og Ítalíu. Lög þeirra verða þó kynnt á undanúrslitakvöldunum. Lög Ísraels, Spánar og Frakklands í kvöld en lög Bretlands, Þýskalands og Ítalíu á fimmtudaginn.Vísir verður með beina textalýsingu frá undanúrslitakvöldinu en Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Vísis, fylgist grannt með gangi mála. Hann ræddi við Gísla Martein Baldursson, kynni á RÚV, um þau lög sem líklegust eru til að veita Hatara samkeppni í kvöld. Eurovision Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Sautján þjóðir taka þátt í fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision í Tel Aviv klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. Hatari með lag sitt Hatrið mun sigra er þrettánda atriði á svið en tíu komast áfram í úrslit. Vegur til jafns atkvæði dómnefnda og símakosning. Keppnin fer nú fram í 64. skiptið og verða kynnarnir fjórir eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag, tvær konur og tveir karlar. Skemmtiatriðin verða úr smiðju heimamanna þar sem bæði Netta Barzilai og Dana International munu troða upp. Netta vann sem kunnugt er keppnina í Lissabon í fyrra með lagi sínu Toy, sem sumir hafa nefnt hænulagið, og mun hún flytja breytta útgáfu af laginu. Dana International varð heimsfræg árið 1998 þegar hún vann keppnina með lagi sínu Viva.Dana ætlar að flytja ábreiðu af laginu Just the way you are sem Bruno Mars hefur gert frægt. Á meðan lagið er flutt stendur til að sína myndir úr svokallaðri kossamyndavél í keppnishöllinni. Mikil spenna er fyrir kvöldinu enda Ísland ekki komist upp úr undanúrslitum undanfarin fjögur ár. Meiri bjartsýni ríkir í ár en undanfarin ár enda hefur atriði Hatara vakið mikið umtal og athygli.Myndbandið við Hatrið mun sigra hefur fengið tæplega 700 þúsund áhorf á YouTube.Röð laganna í kvöld er eftirfarandi: 1. Kýpur - Tamta með lagið Replay 2. Svartfjallaland - D mol með lagið Heaven 3. Finnland - Darude feat. Sebastian Rejman með lagið Look Away 4. Pólland - Tulia með lagið Fire of Love (Pali się) 5. Slóvenía - Zala Kralj & Gašper Šantl með lagið Sebi 6. Tékkland - Lake Malawi með lagið Friend Of A Friend 7. Ungverjaland - Joci Pápa með lagið Az Én Apám 8. Hvíta-Rússland - ZENA með lagið Like It 9. Serbía - Nevene Božović með lagið Kruna 10. Belgía - Eliot með lagið Wake Up 11. Georgía - Oto Nemsadze með lagið Keep On Going 12. Ástralía - Kate Miller-Heidke með lagið Zero Gravity 13. Ísland - Hatari með lagið Hatrið mun sigra 14. Eistland - Victor Crone með lagið Storm 15. Portúgal - Conan Osiris með lagið Telemóveis 16. Grikkland - Katerine Duska með lagið Better Love 17. San Marínó - Serhat með lagið Say Na Na NaÞeir sem eru búsettir í löndunum 17 sem flytja atriði sín í kvöld, til viðbótar við Ísrael, Spán og Frakkland, geta greitt atkvæði í síma í kvöld. Kynnar kvöldsins munu tilkynna þegar opnað hefur verið fyrir símakosninguna en það verður í framhaldi af því að allar þjóðirnar hafa komið fram. Dómarar hafa þegar greitt atkvæði en þeir fylgdust með dómararennslinu í gærkvöldi. Niðurstaða þeirra verður ekki gerð kunngjör fyrr en í kvöld. Ísrael, Spánn og Frakkland þurfa ekki að taka þátt í undankeppninni frekar en Bretland, Þýskaland og Ítalíu. Lög þeirra verða þó kynnt á undanúrslitakvöldunum. Lög Ísraels, Spánar og Frakklands í kvöld en lög Bretlands, Þýskalands og Ítalíu á fimmtudaginn.Vísir verður með beina textalýsingu frá undanúrslitakvöldinu en Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Vísis, fylgist grannt með gangi mála. Hann ræddi við Gísla Martein Baldursson, kynni á RÚV, um þau lög sem líklegust eru til að veita Hatara samkeppni í kvöld.
Eurovision Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira