Heimamaður fagnar ógurlega framlagi Hatara en telur fæsta landa sína sammála Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 23:00 Nevo Lederman, fimmti frá hægri, var í skýjunum með úrslitin og ekki síður að kynnast fólkinu á bak við Hatara. Vísir/Kolbeinn Tumi Nevo Lederman er Ísraeli búsettur í Tel Aviv en grjótharður stuðningsmaður Íslands í Eurovision. Hann var í skýjunum eftir að í ljós kom að Hatari var kominn í úrslit. „Ég studdi Ísland líka í Eurovision 2017, þegar Svala keppti. Ég er bara grjótharður stuðningsmaður Íslands,“ sagði Lederman augnablikum eftir að úrslitin voru ljós.En af hverju Ísland?„Þið sendið bara bestu lögin í Eurovision, ég ræð ekki við mig. Og með þessi skilaboð í ár. Stjórnmál eru stór hluti daglegs lífs í Ísrael. Ísland hundsaði ekki ástandið heldur sendi lag með skilaboð sem tekur á stöðunni.“Lederman hitti meðlimi Hatara á rennslinu í gær.Nevo LedermanLederman og vinur hans eru sannfærðir um að Hatari hafi hafnað í öðru tveggja efstu sætanna í kvöld. Hann fagnar framlagi Hatara. „Lagið á svo vel við nú árið 2017. Þetta er ekki bara eitthvert ár. Þetta talar til mín í minni Eurovision í minni heimaborg.“ Hann telur þó alls ekki marga samlanda hans á sömu skoðun. Meiri mótbyr sé með laginu en meðbyr hér í landi. „En Tel Aviv er ekki eins og restin á Ísrael. Eins og Eurovision blaðran þá er Tel Aviv öðruvísi en restin af landinu. Þetta er líklega víða svona að í stórum borgum er fólk með opnari hug á meðan íhaldsemin og hræðslan ræður meira ríkjum í minni plássum.“ Eftir fjögur mögur ár er Ísland loksins komið í úrslit. Lederman fagnar ógurlega. „Þið eigið það svo skilið. Þetta hefur tekið alltof langan tíma.“ Lederman datt í lukkupottinn en hann eignaðist íslenska vini á meðan á keppni stóð. Fjölskyldur meðlima Hatara. „Ég kallaði áfram Ísland og þau sögðust vera fjölskyldan. Gleðin var svo fölskvalaus og yndislegt að fá að vera hluti af því.“Nevo Lederman með söngvurunum Klemensi og Matthíasi Tryggva.Nevo LedermanÞótt Lederman sé mikill aðdáandi Hatara er annar íslensku tónlistarmaður í uppáhaldi, söngkonan Svala Björgvinsdóttir. „Ég hitti Svölu árið 2017 í Íslendingapartýinu í Kiev. Ég er vandræðalega mikill aðdáandi hennar. Hún áritaði lítið plakat fyrir mig sem hangir í svefnherberginu mínu.“ Svala keppti fyrir Íslands hönd fyrir tveimur árum með lag sitt Paper. „Ég elska hana, fylgist með henni og varð fyrir vonbrigðum að lagið hennar komst ekki í úrslit Söngvakeppninnar. Ég elskaði lagið hennar, sendi henni mínar bestu kveðjur og vonandi man hún eftir mér.“ Eurovision Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Nevo Lederman er Ísraeli búsettur í Tel Aviv en grjótharður stuðningsmaður Íslands í Eurovision. Hann var í skýjunum eftir að í ljós kom að Hatari var kominn í úrslit. „Ég studdi Ísland líka í Eurovision 2017, þegar Svala keppti. Ég er bara grjótharður stuðningsmaður Íslands,“ sagði Lederman augnablikum eftir að úrslitin voru ljós.En af hverju Ísland?„Þið sendið bara bestu lögin í Eurovision, ég ræð ekki við mig. Og með þessi skilaboð í ár. Stjórnmál eru stór hluti daglegs lífs í Ísrael. Ísland hundsaði ekki ástandið heldur sendi lag með skilaboð sem tekur á stöðunni.“Lederman hitti meðlimi Hatara á rennslinu í gær.Nevo LedermanLederman og vinur hans eru sannfærðir um að Hatari hafi hafnað í öðru tveggja efstu sætanna í kvöld. Hann fagnar framlagi Hatara. „Lagið á svo vel við nú árið 2017. Þetta er ekki bara eitthvert ár. Þetta talar til mín í minni Eurovision í minni heimaborg.“ Hann telur þó alls ekki marga samlanda hans á sömu skoðun. Meiri mótbyr sé með laginu en meðbyr hér í landi. „En Tel Aviv er ekki eins og restin á Ísrael. Eins og Eurovision blaðran þá er Tel Aviv öðruvísi en restin af landinu. Þetta er líklega víða svona að í stórum borgum er fólk með opnari hug á meðan íhaldsemin og hræðslan ræður meira ríkjum í minni plássum.“ Eftir fjögur mögur ár er Ísland loksins komið í úrslit. Lederman fagnar ógurlega. „Þið eigið það svo skilið. Þetta hefur tekið alltof langan tíma.“ Lederman datt í lukkupottinn en hann eignaðist íslenska vini á meðan á keppni stóð. Fjölskyldur meðlima Hatara. „Ég kallaði áfram Ísland og þau sögðust vera fjölskyldan. Gleðin var svo fölskvalaus og yndislegt að fá að vera hluti af því.“Nevo Lederman með söngvurunum Klemensi og Matthíasi Tryggva.Nevo LedermanÞótt Lederman sé mikill aðdáandi Hatara er annar íslensku tónlistarmaður í uppáhaldi, söngkonan Svala Björgvinsdóttir. „Ég hitti Svölu árið 2017 í Íslendingapartýinu í Kiev. Ég er vandræðalega mikill aðdáandi hennar. Hún áritaði lítið plakat fyrir mig sem hangir í svefnherberginu mínu.“ Svala keppti fyrir Íslands hönd fyrir tveimur árum með lag sitt Paper. „Ég elska hana, fylgist með henni og varð fyrir vonbrigðum að lagið hennar komst ekki í úrslit Söngvakeppninnar. Ég elskaði lagið hennar, sendi henni mínar bestu kveðjur og vonandi man hún eftir mér.“
Eurovision Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira