Tækifæri til að rétta kúrsinn Jóhannes Þór Skúlason skrifar 15. maí 2019 10:45 Árlega skal fjármálaáætlun til næstu fimm ára samþykkt á Alþingi. Áætlunin er mikilvægt stefnumótandi plagg í fjármálum ríkisins og færa má rök fyrir því að sú stefna sem þar birtist liggi til grundvallar öðrum stefnumarkandi ákvörðunum ríkisstjórnar sem leggur hana fram. Síðustu mánuði hafa orðið vendingar í efnahagsmálum þjóðarinnar og þar skipta mestu gjaldþrot flugfélagsins WOW Air, loðnubrestur, kjarasamningagerð með aðkomu ríkisstjórnarinnar ásamt meiri óvissu og verri horfum í efnahagsmálum og stjórnmálum erlendis. Forsendur fjármálaáætlunar eins og þær voru þegar hún kom fram eru því brostnar. Í þessu samhengi byggir fjármálaáætlun á greiningu og stöðu um þróun efnahagsmála samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá því í febrúar 2019 en þar er gert ráð fyrir 1,7% hagvexti í ár. Þegar tekið er mið af forsendum um líklega fjölgun flugferða til landsins í stað WOW Air gerir spá Samtaka ferðaþjónustunnar ráð fyrir um 14% fækkun ferðamanna á þessu ári miðað við árið 2018. Það þýðir að útflutningstekjur frá ferðaþjónustu munu dragast saman um rúma 100 milljarða króna á árinu. Til að setja hlutina í samhengi er það á við fimmfaldan loðnubrest.Kallar á röggsöm viðbrögð Hagstofa Íslands gaf nýverið út nýja þjóðhagsspá þar sem fram kemur að áður áætlaður hagvöxtur á árinu 2019 þurrkast út og þess í stað er búist við 0,2% samdrætti, aðallega vegna 2,5% minnkunar á útflutningi. Þessi viðsnúningur sýnir svart á hvítu hvað áföll í ferðaþjónustu hafa mikil áhrif á þjóðarbúskapinn. Í slíku árferði er nauðsynlegt að ríkisvaldið sýni röggsamt viðbragð og taki stefnumótandi ákvarðanir sem byggja undir útflutningsatvinnugreinar sem aukið geta verðmætasköpun hratt ef vel er að staðið. Í slíku árferði er óskynsamlegt að draga úr útgjöldum til málefnasviðs ferðaþjónustu og veikja þannig stoðkerfi greinarinnar þegar nauðsynlegt er að styrkja það.Útgjöld til málefnasviðs ferðaþjónustu eru nú áætluð 0,3% af heildarútgjöldum í fjármálaáætlun atvinnugreina en eiga svo að lækka í 0,2% af heildarútgjöldum í lok gildistíma áætlunarinnar (alls lækkun um 523 milljónir króna). Þessi staðreynd lýsir ekki neins konar áherslu á uppbyggingu ferðaþjónustu eða viðbragði við breyttri stöðu í stefnumótandi áætlun ríkisfjármálanna. Hún lýsir ekki framsýnni stefnumótun um grundvallaratvinnugrein sem snúið getur erfiðri stöðu í unnið tafl, heldur aðeins áreynslulausu status quo.Grunnur að aukinni verðmætasköpun SAF hafa bent á það á ýmsum vettvangi undanfarin ár að brýn nauðsyn sé til þess að framlög til stoðkerfis ferðaþjónustunnar hækki umtalsvert. Í fyrsta lagi hefur vöxtur greinarinnar undanfarin ár kallað á stóraukin framlög til gagnaöflunar og rannsókna til að undirbyggja stefnumótandi ákvarðanir um ferðaþjónustu til framtíðar. Það mun auka verðmætasköpun í greininni sem byggir undir bætt lífskjör í landinu.Í öðru lagi er eðlilegt að ríkisvaldið aðlagi fjárframlög til stoðkerfis greinarinnar að gjörbreyttu hlutfallslegu mikilvægi hennar í efnahagslífinu, enda ljóst að slíkt er skynsamleg endurfjárfesting í atvinnugrein sem árið 2017 nam 8,6% af VLF, stóð undir 39% af gjaldeyristekjum landsins árið 2018 og hefur skapað stóran hluta nýrra starfa um allt land síðustu ár.Í þriðja lagi kallar staða greinarinnar og rekstrarumhverfi fyrirtækja í kjölfar efnahagssviptinga síðustu mánaða á að aukinn kraftur sé lagður í markvissa markaðssetningu Íslands sem ferðaþjónustulands á gildistíma áætlunarinnar í samræmi við stefnumótun sem nú stendur yfir í ráðuneyti ferðamála.Sóknarfæri í ferðaþjónustunni felast helst í nýsköpun, vöruþróun, auknum gæðum og bættum innviðum. Stjórnvöld hafa nú tækifæri til að ýta sérstaklega undir þessa þætti í stefnumarkandi áætlanagerð til framtíðar og auka þannig endurfjárfestingu ríkisins í stoðkerfi mikilvægustu útflutningsgreinar þjóðarinnar, sem reynslan sýnir að skilar ávinningi fyrir alla með aukinni verðmætasköpun, auknum tekjum ríkis og sveitarfélaga og bættum lífskjörum í landinu.Þessa er sérstök þörf eins og staðan er núna – þar fara hagsmunir atvinnugreinarinnar og þjóðarhagsmunir saman.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Árlega skal fjármálaáætlun til næstu fimm ára samþykkt á Alþingi. Áætlunin er mikilvægt stefnumótandi plagg í fjármálum ríkisins og færa má rök fyrir því að sú stefna sem þar birtist liggi til grundvallar öðrum stefnumarkandi ákvörðunum ríkisstjórnar sem leggur hana fram. Síðustu mánuði hafa orðið vendingar í efnahagsmálum þjóðarinnar og þar skipta mestu gjaldþrot flugfélagsins WOW Air, loðnubrestur, kjarasamningagerð með aðkomu ríkisstjórnarinnar ásamt meiri óvissu og verri horfum í efnahagsmálum og stjórnmálum erlendis. Forsendur fjármálaáætlunar eins og þær voru þegar hún kom fram eru því brostnar. Í þessu samhengi byggir fjármálaáætlun á greiningu og stöðu um þróun efnahagsmála samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá því í febrúar 2019 en þar er gert ráð fyrir 1,7% hagvexti í ár. Þegar tekið er mið af forsendum um líklega fjölgun flugferða til landsins í stað WOW Air gerir spá Samtaka ferðaþjónustunnar ráð fyrir um 14% fækkun ferðamanna á þessu ári miðað við árið 2018. Það þýðir að útflutningstekjur frá ferðaþjónustu munu dragast saman um rúma 100 milljarða króna á árinu. Til að setja hlutina í samhengi er það á við fimmfaldan loðnubrest.Kallar á röggsöm viðbrögð Hagstofa Íslands gaf nýverið út nýja þjóðhagsspá þar sem fram kemur að áður áætlaður hagvöxtur á árinu 2019 þurrkast út og þess í stað er búist við 0,2% samdrætti, aðallega vegna 2,5% minnkunar á útflutningi. Þessi viðsnúningur sýnir svart á hvítu hvað áföll í ferðaþjónustu hafa mikil áhrif á þjóðarbúskapinn. Í slíku árferði er nauðsynlegt að ríkisvaldið sýni röggsamt viðbragð og taki stefnumótandi ákvarðanir sem byggja undir útflutningsatvinnugreinar sem aukið geta verðmætasköpun hratt ef vel er að staðið. Í slíku árferði er óskynsamlegt að draga úr útgjöldum til málefnasviðs ferðaþjónustu og veikja þannig stoðkerfi greinarinnar þegar nauðsynlegt er að styrkja það.Útgjöld til málefnasviðs ferðaþjónustu eru nú áætluð 0,3% af heildarútgjöldum í fjármálaáætlun atvinnugreina en eiga svo að lækka í 0,2% af heildarútgjöldum í lok gildistíma áætlunarinnar (alls lækkun um 523 milljónir króna). Þessi staðreynd lýsir ekki neins konar áherslu á uppbyggingu ferðaþjónustu eða viðbragði við breyttri stöðu í stefnumótandi áætlun ríkisfjármálanna. Hún lýsir ekki framsýnni stefnumótun um grundvallaratvinnugrein sem snúið getur erfiðri stöðu í unnið tafl, heldur aðeins áreynslulausu status quo.Grunnur að aukinni verðmætasköpun SAF hafa bent á það á ýmsum vettvangi undanfarin ár að brýn nauðsyn sé til þess að framlög til stoðkerfis ferðaþjónustunnar hækki umtalsvert. Í fyrsta lagi hefur vöxtur greinarinnar undanfarin ár kallað á stóraukin framlög til gagnaöflunar og rannsókna til að undirbyggja stefnumótandi ákvarðanir um ferðaþjónustu til framtíðar. Það mun auka verðmætasköpun í greininni sem byggir undir bætt lífskjör í landinu.Í öðru lagi er eðlilegt að ríkisvaldið aðlagi fjárframlög til stoðkerfis greinarinnar að gjörbreyttu hlutfallslegu mikilvægi hennar í efnahagslífinu, enda ljóst að slíkt er skynsamleg endurfjárfesting í atvinnugrein sem árið 2017 nam 8,6% af VLF, stóð undir 39% af gjaldeyristekjum landsins árið 2018 og hefur skapað stóran hluta nýrra starfa um allt land síðustu ár.Í þriðja lagi kallar staða greinarinnar og rekstrarumhverfi fyrirtækja í kjölfar efnahagssviptinga síðustu mánaða á að aukinn kraftur sé lagður í markvissa markaðssetningu Íslands sem ferðaþjónustulands á gildistíma áætlunarinnar í samræmi við stefnumótun sem nú stendur yfir í ráðuneyti ferðamála.Sóknarfæri í ferðaþjónustunni felast helst í nýsköpun, vöruþróun, auknum gæðum og bættum innviðum. Stjórnvöld hafa nú tækifæri til að ýta sérstaklega undir þessa þætti í stefnumarkandi áætlanagerð til framtíðar og auka þannig endurfjárfestingu ríkisins í stoðkerfi mikilvægustu útflutningsgreinar þjóðarinnar, sem reynslan sýnir að skilar ávinningi fyrir alla með aukinni verðmætasköpun, auknum tekjum ríkis og sveitarfélaga og bættum lífskjörum í landinu.Þessa er sérstök þörf eins og staðan er núna – þar fara hagsmunir atvinnugreinarinnar og þjóðarhagsmunir saman.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar