Segir sjómenn miklu kynþokkafyllri en bændur Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2019 10:39 Jonni telur mikilvægt að sjómenn, sem hann fullyrðir að séu miklu kynþokkafyllri en bændur, toppi þá með æsilegri myndum af sér í vinnunni. Sjómenn eru miklu kynþokkafyllri en bændur,“ segir Jonni Þorvaldar trillusjómaður á Skagaströnd. Hress. Hann hefur birt mynd af sér kviknöktum á sinni trillu, úti á rúmsjó nema hann heldur þorski fyrir því allra heilagasta. Til að alls velsæmis sé gætt. Jonni hefur skorað á aðra sjómenn að sýna bændum, sem hafa vakið athygli fyrir það að birta af sér myndir á samfélagsmiðlum, þar sem þeir eru kviknaktir en eru þó jafnan með sauðfé við klof sér svo slátrið blasi ekki við, í tvo heimana.Málið til umræðu í flotanum Mynd Jonna eru viðbrögð við þessu fári sem fer sem eldur í sinu um sveitir landsins. Sú er kveikjan. „Það var svo lítið að gera í gær og þá datt mér þetta í hug. Gaman að svona fíflagangi,“ segir Jonni. En, myndin hefur vakið verulega athygli að hans sögn og viðbrögð mikil. Ein vinkona hans deildi myndinni og benti í leiðinni á að Jonni sé á lausu. Hann er á besta aldri, rétt að verða 43 ára gamall. Og spengilegur eins og títt er um sjómenn.Einn félaga Jonna hefur svarað kallinu. Hann segir að það það þurfi miklu fleiri ef það á að taka bændur í bólinu með þetta.„Þetta vakti mikla lukku í samfélaginu í gær. Og einn hefur svarað kallinu. Þeir mega vera fleiri,“ segir Jonni og vill fá hópefli í flotanum um þetta verkefni. Hann vill sýna bændum í tvo heimana. „Sjómenn yfirleitt til í sprellið. Þetta var mikið rætt á milli okkar í gær og verið að ýta á menn að taka áskoruninni. Sjómenn mega ekki vera minni menn í þessum efnum en bændur.“En, hver tók myndina? Jonni segir að aldraður faðir hans hafi sett sig í spæjaragírinn, hringt í sig og velt því fyrir sér, af því Jonni er einn á sínum báti, hver hefði eiginlega tekið myndina? „Ég þurfti að útskýra fyrir honum að allar myndir eru með „timer“ þannig að það er hægt að stilla símanum upp og láta hann taka myndina sjálfur,“ segir Jonni hlæjandi. Að sögn Jonna ganga veiðarnar treglega. Það sé lítið af fiski eins og er. En, þetta er nú býsna vænn fiskur sem þú heldur fyrir því allra heilagasta? „Já, en maður er bara að fá svo fáa.“ Engar torkennilegar hneigðir undirliggjandi Strípalingaháttur bænda í sauðburði hefur sem áður sagði vakið athygli. Og reyndar hefur vegansamfélagið tekið þessu uppátæki afar illa. Fyllyrt er að berrassaðir bændur hafi reitt vegansamfélagið til reiði. Jafnvel rætt um dýraníð. Jonni skilur varla spurninguna; að þarna séu einhverjar torkennilegar hneigðir undirliggjandi. Né vill hann meina að það sé djúpt á þessari hneigð, að vilja fækka fötum. „Ekki séð neitt slíkt. Þetta er hreint og klárt grín. Það var svo lítið að gera, ég fékk þessa flugu allt í einu í hausinn. Í einhverju bríarí. Svona er hausinn á manni skrítinn. Það er alltaf tími fyrir fíflagang,“ segir Jonni fjallhress og ítrekar áskorun sína til sjómanna, þeir verði að toppa bændurna. Landbúnaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sauðfjárbændur létta lundina með nektarmyndum Tilgangurinn var að skemmta á álagstímum. 14. maí 2019 13:35 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjá meira
Sjómenn eru miklu kynþokkafyllri en bændur,“ segir Jonni Þorvaldar trillusjómaður á Skagaströnd. Hress. Hann hefur birt mynd af sér kviknöktum á sinni trillu, úti á rúmsjó nema hann heldur þorski fyrir því allra heilagasta. Til að alls velsæmis sé gætt. Jonni hefur skorað á aðra sjómenn að sýna bændum, sem hafa vakið athygli fyrir það að birta af sér myndir á samfélagsmiðlum, þar sem þeir eru kviknaktir en eru þó jafnan með sauðfé við klof sér svo slátrið blasi ekki við, í tvo heimana.Málið til umræðu í flotanum Mynd Jonna eru viðbrögð við þessu fári sem fer sem eldur í sinu um sveitir landsins. Sú er kveikjan. „Það var svo lítið að gera í gær og þá datt mér þetta í hug. Gaman að svona fíflagangi,“ segir Jonni. En, myndin hefur vakið verulega athygli að hans sögn og viðbrögð mikil. Ein vinkona hans deildi myndinni og benti í leiðinni á að Jonni sé á lausu. Hann er á besta aldri, rétt að verða 43 ára gamall. Og spengilegur eins og títt er um sjómenn.Einn félaga Jonna hefur svarað kallinu. Hann segir að það það þurfi miklu fleiri ef það á að taka bændur í bólinu með þetta.„Þetta vakti mikla lukku í samfélaginu í gær. Og einn hefur svarað kallinu. Þeir mega vera fleiri,“ segir Jonni og vill fá hópefli í flotanum um þetta verkefni. Hann vill sýna bændum í tvo heimana. „Sjómenn yfirleitt til í sprellið. Þetta var mikið rætt á milli okkar í gær og verið að ýta á menn að taka áskoruninni. Sjómenn mega ekki vera minni menn í þessum efnum en bændur.“En, hver tók myndina? Jonni segir að aldraður faðir hans hafi sett sig í spæjaragírinn, hringt í sig og velt því fyrir sér, af því Jonni er einn á sínum báti, hver hefði eiginlega tekið myndina? „Ég þurfti að útskýra fyrir honum að allar myndir eru með „timer“ þannig að það er hægt að stilla símanum upp og láta hann taka myndina sjálfur,“ segir Jonni hlæjandi. Að sögn Jonna ganga veiðarnar treglega. Það sé lítið af fiski eins og er. En, þetta er nú býsna vænn fiskur sem þú heldur fyrir því allra heilagasta? „Já, en maður er bara að fá svo fáa.“ Engar torkennilegar hneigðir undirliggjandi Strípalingaháttur bænda í sauðburði hefur sem áður sagði vakið athygli. Og reyndar hefur vegansamfélagið tekið þessu uppátæki afar illa. Fyllyrt er að berrassaðir bændur hafi reitt vegansamfélagið til reiði. Jafnvel rætt um dýraníð. Jonni skilur varla spurninguna; að þarna séu einhverjar torkennilegar hneigðir undirliggjandi. Né vill hann meina að það sé djúpt á þessari hneigð, að vilja fækka fötum. „Ekki séð neitt slíkt. Þetta er hreint og klárt grín. Það var svo lítið að gera, ég fékk þessa flugu allt í einu í hausinn. Í einhverju bríarí. Svona er hausinn á manni skrítinn. Það er alltaf tími fyrir fíflagang,“ segir Jonni fjallhress og ítrekar áskorun sína til sjómanna, þeir verði að toppa bændurna.
Landbúnaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sauðfjárbændur létta lundina með nektarmyndum Tilgangurinn var að skemmta á álagstímum. 14. maí 2019 13:35 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjá meira
Sauðfjárbændur létta lundina með nektarmyndum Tilgangurinn var að skemmta á álagstímum. 14. maí 2019 13:35