Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 16. maí 2019 15:38 Slysið varð á Suðurlandsvegi við Hofgarð, skammt norðan Fagurhólsmýrar. loftmyndir.is Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina. Rútan er frá hópbifreiðafyrirtækinu Trex og var á ferð með hóp erlendra ferðamanna. Viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. Þá hefur Suðurlandsvegi verið lokað við slysstað. Hinir 28 sem um borð voru í rútunni eru ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að björgunarsveitir úr Öræfum hafi verið kallaðar út strax og tilkynnt var um slysið klukkan 15:05. Fyrstu hóparnir hafi mætt á staðinn um klukkan 15:30. Fleiri sveitir voru svo kallaðar út frá Selfossi og austur á Höfn skömmu síðar. Þá eru hópar viðbragðsaðila einnig á leiðinni á slysstað frá Reykjavík. Mikill viðbúnaður er á vettvangi í samræmi við viðbragðsáætlun hópslysa sem var virkjuð þegar tilkynnt var um slysið. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda slasaðra en Davíð segir a.m.k. nokkra hafa slasast í slysinu. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð á Kirkjubæjarklaustri en ekki var búið að flytja neinn þangað af slysstað nú skömmu eftir klukkan 16. Í fyrstu tilkynningu frá ríkislögreglustjóra sem barst klukkan 15:35 vegna slyssins kom fram að allt viðbragð miðist við hópslys og áætlun í samhengi við það. Umfang og stig meiðsla var þá ekki ljóst en eitthvað um beinbrot og skrámur. Var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð virkjuð.Björgunar- og eftirlitsflugvél TF Sif er á leiðinni í loftið með greiningarsveit frá Landspítala og stórslysabúnað sem varpa á úr fallhlíf á slysstað.vísir/vilhelmUppfært klukkan 16:27: Samkvæmt upplýsingum frá Ásgrími L. Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, á þyrlan sem kölluð var út að lenda eftir um 20 mínútur. Ekki var tiltæk önnur þyrla hjá Gæslunni en danskt varðskip sem statt er í höfninni er með þyrlu um borð. Hún var ekki í fullkomnu viðbragði en reiknað er með því að hún fari í loftið eftir um klukkustund. Þá fer björgunar- og eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF Sif í loftið fljótlega með greiningarsveit frá Landspítalanum og stórslysabúnað frá Flugbjörgunarsveitinni sem varpað verður á slysstað en flugvélin sjálf lendir á Höfn í Hornafirði.Uppfært klukkan 16:32: Viðbúnaðarstig hefur verið virkjað á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Von er á fimm alvarlega slösuðum til aðhlynningar á Landspítalanum og munu a.m.k. nokkrir þeirra verða fluttir á spítalann með þyrlu. Ekki var ljóst nú á fimmta tímanum hvenær þyrlan lendir í Reykjavík eða um hversu alvarleg meiðsl er að ræða. Samtals voru 33 í rútunni, með bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru hinir 28 ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir á heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Vegna mikils álags sem viðbúnaðarstig hefur í för með sér biður Landspítali fólk með minniháttar áverka eða veikindi um að leita frekar til heilsugæslu eða Læknavaktar frekar en bráðadeildar í Fossvogi ef kostur er.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:04. Hornafjörður Lögreglumál Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina. Rútan er frá hópbifreiðafyrirtækinu Trex og var á ferð með hóp erlendra ferðamanna. Viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. Þá hefur Suðurlandsvegi verið lokað við slysstað. Hinir 28 sem um borð voru í rútunni eru ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að björgunarsveitir úr Öræfum hafi verið kallaðar út strax og tilkynnt var um slysið klukkan 15:05. Fyrstu hóparnir hafi mætt á staðinn um klukkan 15:30. Fleiri sveitir voru svo kallaðar út frá Selfossi og austur á Höfn skömmu síðar. Þá eru hópar viðbragðsaðila einnig á leiðinni á slysstað frá Reykjavík. Mikill viðbúnaður er á vettvangi í samræmi við viðbragðsáætlun hópslysa sem var virkjuð þegar tilkynnt var um slysið. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda slasaðra en Davíð segir a.m.k. nokkra hafa slasast í slysinu. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð á Kirkjubæjarklaustri en ekki var búið að flytja neinn þangað af slysstað nú skömmu eftir klukkan 16. Í fyrstu tilkynningu frá ríkislögreglustjóra sem barst klukkan 15:35 vegna slyssins kom fram að allt viðbragð miðist við hópslys og áætlun í samhengi við það. Umfang og stig meiðsla var þá ekki ljóst en eitthvað um beinbrot og skrámur. Var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð virkjuð.Björgunar- og eftirlitsflugvél TF Sif er á leiðinni í loftið með greiningarsveit frá Landspítala og stórslysabúnað sem varpa á úr fallhlíf á slysstað.vísir/vilhelmUppfært klukkan 16:27: Samkvæmt upplýsingum frá Ásgrími L. Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, á þyrlan sem kölluð var út að lenda eftir um 20 mínútur. Ekki var tiltæk önnur þyrla hjá Gæslunni en danskt varðskip sem statt er í höfninni er með þyrlu um borð. Hún var ekki í fullkomnu viðbragði en reiknað er með því að hún fari í loftið eftir um klukkustund. Þá fer björgunar- og eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF Sif í loftið fljótlega með greiningarsveit frá Landspítalanum og stórslysabúnað frá Flugbjörgunarsveitinni sem varpað verður á slysstað en flugvélin sjálf lendir á Höfn í Hornafirði.Uppfært klukkan 16:32: Viðbúnaðarstig hefur verið virkjað á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Von er á fimm alvarlega slösuðum til aðhlynningar á Landspítalanum og munu a.m.k. nokkrir þeirra verða fluttir á spítalann með þyrlu. Ekki var ljóst nú á fimmta tímanum hvenær þyrlan lendir í Reykjavík eða um hversu alvarleg meiðsl er að ræða. Samtals voru 33 í rútunni, með bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru hinir 28 ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir á heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Vegna mikils álags sem viðbúnaðarstig hefur í för með sér biður Landspítali fólk með minniháttar áverka eða veikindi um að leita frekar til heilsugæslu eða Læknavaktar frekar en bráðadeildar í Fossvogi ef kostur er.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:04.
Hornafjörður Lögreglumál Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira