Landspítalinn greiddi 16% meira í yfirvinnu vegna manneklu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. maí 2019 19:00 Mannekla í hópi hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum á síðasta ári olli því að laun og launatengd gjöld á spítalanum hækkuðu meira en launavísitala að sögn forstjóra spítalans. Þá réð hækkun á gengi því að lyfseðilsskyld lyf hækkuðu um tæpan fjórðung milli ára. Ársvelta spítalans hækkaði um ríflega sex milljarða króna milli 2017 og 2018. Ársvelta spítalans á síðasta ári nam rúmum sjötíu og fjórum milljörðum króna og var um sex milljörðum hærri en árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi Landspítalans fyrir árið 2018. Páll Matthíasson segir að ástæðan sé sú að starfsemin hafi aukist en fleira komi til. „Þetta skýrist almennt af kostnaðarauka, verðbólgu og gengisbreytingu,“ segir Páll. Mörg lyf of dýr Hann segir að gengishækkunin hafi einkum átt þátt í að lyfjakostnaður jókst talsvert milli ára þar sem almenn lyf hækkuðu um ellefu prósent og lyfseðilsskyld lyf um tæpan fjórðung. „Þessi ofsadýru lyf eru ekki í þessum flokki. Um er að ræða almenn lyf sem eru notuð á spítalanum en gengið hefur hækkað mikið sem hefur valdið þessari þróun. Á sama tíma höfum við verið að ná afar góðum samningum við lyfsala en það dugar ekki til að vega uppá móti,“ segir Páll. Aðspurður um hvort lyf séuof dýr segir Páll: „Í mörgum tilvikum eru þau það en tæknin er þannig að það er hægt að framleiða afar dýr lyf þannig að bilið á milli þess sem hugsanlega væri hægt að gera ef peningar væru engin fyrirstaða og þess sem þjóðfélagið hefur efni á breikkar stöðugt. Þetta mun aðeins aukast á næstu árum og það þarf að eiga sér stað um hvernig eigi að forgangsraða varðandi þessi mál,“ segir Páll. Yfirvinnulaun vegna skorts á hjúkrunarfræðingum Launagjöld hækkuðu umfram launavísitölu á síðasta ári og nam hækkunin ríflega ellefu prósentum. Af þeim vóg yfirvinnan mest en hún hækkaði um sextán prósent. Páll segir að skortur á hjúkrunarfræðingum skýri einkum þessa hækkun milli ára. „Við höfum í vaxandi mæli þurft að mæta vaxandi álagi og auknum önnum með breytilegri yfirvinnu sem felur í sér að við höfum þurft að borga örþreyttu starfsfólki fyrir að taka að sér aukavaktir til að gera staðið undir þjónustu við sjúklinga. Þetta er dýrara en ef við hefðum nógu marga hjúkrunarfræðinga til að standa vaktir á spítalanum,“ segir Páll. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
Mannekla í hópi hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum á síðasta ári olli því að laun og launatengd gjöld á spítalanum hækkuðu meira en launavísitala að sögn forstjóra spítalans. Þá réð hækkun á gengi því að lyfseðilsskyld lyf hækkuðu um tæpan fjórðung milli ára. Ársvelta spítalans hækkaði um ríflega sex milljarða króna milli 2017 og 2018. Ársvelta spítalans á síðasta ári nam rúmum sjötíu og fjórum milljörðum króna og var um sex milljörðum hærri en árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi Landspítalans fyrir árið 2018. Páll Matthíasson segir að ástæðan sé sú að starfsemin hafi aukist en fleira komi til. „Þetta skýrist almennt af kostnaðarauka, verðbólgu og gengisbreytingu,“ segir Páll. Mörg lyf of dýr Hann segir að gengishækkunin hafi einkum átt þátt í að lyfjakostnaður jókst talsvert milli ára þar sem almenn lyf hækkuðu um ellefu prósent og lyfseðilsskyld lyf um tæpan fjórðung. „Þessi ofsadýru lyf eru ekki í þessum flokki. Um er að ræða almenn lyf sem eru notuð á spítalanum en gengið hefur hækkað mikið sem hefur valdið þessari þróun. Á sama tíma höfum við verið að ná afar góðum samningum við lyfsala en það dugar ekki til að vega uppá móti,“ segir Páll. Aðspurður um hvort lyf séuof dýr segir Páll: „Í mörgum tilvikum eru þau það en tæknin er þannig að það er hægt að framleiða afar dýr lyf þannig að bilið á milli þess sem hugsanlega væri hægt að gera ef peningar væru engin fyrirstaða og þess sem þjóðfélagið hefur efni á breikkar stöðugt. Þetta mun aðeins aukast á næstu árum og það þarf að eiga sér stað um hvernig eigi að forgangsraða varðandi þessi mál,“ segir Páll. Yfirvinnulaun vegna skorts á hjúkrunarfræðingum Launagjöld hækkuðu umfram launavísitölu á síðasta ári og nam hækkunin ríflega ellefu prósentum. Af þeim vóg yfirvinnan mest en hún hækkaði um sextán prósent. Páll segir að skortur á hjúkrunarfræðingum skýri einkum þessa hækkun milli ára. „Við höfum í vaxandi mæli þurft að mæta vaxandi álagi og auknum önnum með breytilegri yfirvinnu sem felur í sér að við höfum þurft að borga örþreyttu starfsfólki fyrir að taka að sér aukavaktir til að gera staðið undir þjónustu við sjúklinga. Þetta er dýrara en ef við hefðum nógu marga hjúkrunarfræðinga til að standa vaktir á spítalanum,“ segir Páll.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira