Alla leið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. maí 2019 09:00 Hin íslenska þjóðarsál er alla jafna fremur nöldursöm og gjörn á að æsa sig af minnsta tilefni. Hjá sumum er eins og þessi neikvæðni sé sérstakt áhugamál sem gefi tilverunni meira gildi en ella. Þannig hríslast viss tegund af sælukennd um nöldrarana þegar þeir hafa hellt úr skálum reiði sinnar á netinu eða annars staðar. Vegna þess hversu áberandi nöldurhneigð þjóðarinnar er þá er alltaf viss léttir þegar hún víkur fyrir gleði og eftirvæntingu. Einmitt þetta gerist ár hvert þegar íslenska þjóðin sameinast í von um árangur í Eurovision. Af einhverjum ástæðum sér hún Eurovision sem stökkpall og mælikvarða á ágæti sitt í samfélagi þjóðanna. Eftir því sem nær dregur keppni stigmagnast ákafinn og nær til allra aldurshópa. Ár hvert má heyra leikskólabörn syngja af innlifun framlag Íslendinga. Óneitanlega var nokkuð krúttlegt að heyra þau syngja af einlægni fyrir örfáum árum: „Burtu með fordóma/og annan eins ósóma.“ Þetta árið kvaka þau af sömu einlægni: „Hatrið mun sigra!“ Einhvern veginn tekst þeim að gera hið ómögulega og fá orðin til að hljóma næstum því krúttlega. Það skiptir ekki máli hvort fulltrúar Íslands eru leikskólakennarar eða veraldarvant ungt fólk í BDSM-klæðnaði veifandi tilheyrandi tólum og tækjum, þjóðin á sér þá heitustu ósk að þeir komist alla leið. Kaupmenn nýta sér þetta óspart og sýna margs konar snilli við að tengja alls kyns varning við keppnina og selja eins og heitar lummur. Kaupmaðurinn hirðir gróðann og er kampakátur og viðskiptavinurinn ljómar af ánægju með allan Eurovision-varninginn sinn. Semsagt, allir græða. BDSM hefur aldrei fengið viðlíka auglýsingu og nú. Á heimasíðu samtakanna segir að BDSM standi fyrir: bindingar, drottnun, sadisma, masókisma, skynjun og munalosta. Það munar sannarlega ekki um það! Það gæti reynst nokkuð erfitt að útskýra hvað í þessu felst fyrir leikskóla- og grunnskólabörnum, en í fyllingu tímans munu þau sennilega flest átta sig á merkingunni. BDSM-samtökin geta hins vegar fagnað því að landsmenn mæta BDSM með samblandi af elskusemi, áhuga og forvitni. Einhvern tíma hefði maður haldið að slíkt gæti ekki gerst. Vonin um sigur í keppninni hefur fylgt Íslendingum frá því þeir tóku fyrst þátt í henni og kannski hafa þeir aldrei verið bjartsýnni en einmitt nú. Endalaust má spyrja hvað það sé sem geri að verkum að þjóðin fær ár hvert Eurovison-æði og þyki keppnin ómissandi menningarviðburður. Það er félagsfræðinga eða djúpsálarfræðinga að greina það. Hver svo sem ástæðan er þá stendur eftir að þegar kemur að Eurovision þá fer þjóðin alla leið. Hún stendur með keppendum, er sjálf í keppnisskapi, heldur Eurovisionpartý og gerir vel við sig í mat og drykk – og þetta árið kaupir hún gaddakylfur og leðursvipur og fleira dót sem þykir ómissandi i allri stemningunni. Þjóðin er allavega í góðu skapi og er óneitanlega skemmtilegri þannig en þegar hún er í nöldurgírnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Sjá meira
Hin íslenska þjóðarsál er alla jafna fremur nöldursöm og gjörn á að æsa sig af minnsta tilefni. Hjá sumum er eins og þessi neikvæðni sé sérstakt áhugamál sem gefi tilverunni meira gildi en ella. Þannig hríslast viss tegund af sælukennd um nöldrarana þegar þeir hafa hellt úr skálum reiði sinnar á netinu eða annars staðar. Vegna þess hversu áberandi nöldurhneigð þjóðarinnar er þá er alltaf viss léttir þegar hún víkur fyrir gleði og eftirvæntingu. Einmitt þetta gerist ár hvert þegar íslenska þjóðin sameinast í von um árangur í Eurovision. Af einhverjum ástæðum sér hún Eurovision sem stökkpall og mælikvarða á ágæti sitt í samfélagi þjóðanna. Eftir því sem nær dregur keppni stigmagnast ákafinn og nær til allra aldurshópa. Ár hvert má heyra leikskólabörn syngja af innlifun framlag Íslendinga. Óneitanlega var nokkuð krúttlegt að heyra þau syngja af einlægni fyrir örfáum árum: „Burtu með fordóma/og annan eins ósóma.“ Þetta árið kvaka þau af sömu einlægni: „Hatrið mun sigra!“ Einhvern veginn tekst þeim að gera hið ómögulega og fá orðin til að hljóma næstum því krúttlega. Það skiptir ekki máli hvort fulltrúar Íslands eru leikskólakennarar eða veraldarvant ungt fólk í BDSM-klæðnaði veifandi tilheyrandi tólum og tækjum, þjóðin á sér þá heitustu ósk að þeir komist alla leið. Kaupmenn nýta sér þetta óspart og sýna margs konar snilli við að tengja alls kyns varning við keppnina og selja eins og heitar lummur. Kaupmaðurinn hirðir gróðann og er kampakátur og viðskiptavinurinn ljómar af ánægju með allan Eurovision-varninginn sinn. Semsagt, allir græða. BDSM hefur aldrei fengið viðlíka auglýsingu og nú. Á heimasíðu samtakanna segir að BDSM standi fyrir: bindingar, drottnun, sadisma, masókisma, skynjun og munalosta. Það munar sannarlega ekki um það! Það gæti reynst nokkuð erfitt að útskýra hvað í þessu felst fyrir leikskóla- og grunnskólabörnum, en í fyllingu tímans munu þau sennilega flest átta sig á merkingunni. BDSM-samtökin geta hins vegar fagnað því að landsmenn mæta BDSM með samblandi af elskusemi, áhuga og forvitni. Einhvern tíma hefði maður haldið að slíkt gæti ekki gerst. Vonin um sigur í keppninni hefur fylgt Íslendingum frá því þeir tóku fyrst þátt í henni og kannski hafa þeir aldrei verið bjartsýnni en einmitt nú. Endalaust má spyrja hvað það sé sem geri að verkum að þjóðin fær ár hvert Eurovison-æði og þyki keppnin ómissandi menningarviðburður. Það er félagsfræðinga eða djúpsálarfræðinga að greina það. Hver svo sem ástæðan er þá stendur eftir að þegar kemur að Eurovision þá fer þjóðin alla leið. Hún stendur með keppendum, er sjálf í keppnisskapi, heldur Eurovisionpartý og gerir vel við sig í mat og drykk – og þetta árið kaupir hún gaddakylfur og leðursvipur og fleira dót sem þykir ómissandi i allri stemningunni. Þjóðin er allavega í góðu skapi og er óneitanlega skemmtilegri þannig en þegar hún er í nöldurgírnum.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun