Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2019 20:30 Þeir þingmenn sem eru grænir sögðu já, þeir sem eru gulir sátu hjá við afgreiðslu málsins og þeir sem eru rauðir sögðu nei. grafík/tótla Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt menntamálaráðherra sátu hjá við atkvæðagreiðslu um þá grein frumvarpsins sem gerir konum kleift að fara í fara í fóstureyðingu allt upp að tuttugustu og annarri viku meðgöngu. Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var sent til velferðarnefndar og þriðju umræðu að lokinni annarri umræðu og atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur almenns stuðnings á Alþingi en helst hefur verið deilt um 4. grein þess þar sem þungunarrof verður heimilað allt upp að lokum tuttugustu og annarrar viku meðgöngu. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði niðurstöðu meirihluta velferðarnefndar rétta. „Hún er rétt þótt hún kunni að vera erfið. Hún er rétt vegna þess að við erum hér að fjalla um lög sem þurfa að taka til og setja ramma utanum öll möguleg dæmi og atvik sem upp geta komið og orðið þess valdandi að kona íhugar þungunarrof,“ sagði Bryndís Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar minnti á að í núgildandi lögum sé hægt að heimila þungunarrof upp að 22. viku en það væri háð samþykki lækna og heilbrigðisstarfsfólks. „Frumvarpið sem við greiðum nú atkvæði um tryggir sjálfsákvörðunarrétt kvenna upp að tuttugustu og annarri viku. Við erum ekki að víkka út heimildir við erum bara að tryggja að konan ræður þessu sjálf. Það er sjálfsagt, það er rökrétt og það er réttlátt,“ sagði Halldóra. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði frumvarpið heimila móður þungunarrof til loka 22. Umræðu burt séð frá heilsufarsástandi fóstursins. „Þetta er siðferðilega rangt. Mér líður illa yfir því að þurfa að taka þátt í þessu. Ég segi svo sannarlega nei,“ sagði Inga. En já sögðu 36 þingmenn úr öllum flokkum nema Miðflokki og Flokki fólksins. Nei sögðu allir sjö viðstaddir þingmenn Miðflokksins, tveir þingmenn Flokks fólksins ásamt Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Athygli vakti að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og sjö af ellefu karlkyns þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna greiddu ekki atkvæði, þeirra á meðal formaður flokksins. Segja má að Óli Björn Kárason hafi talað fyrir sjónarmiðum þeirra en hann sagðist styðja frumvarpið heilshugar en staldraði við tuttugu og tvær vikurnar og sæti því hjá við þessa grein. „En það geri ég í trausti þess að velferðarnefnd taki málið aftur til meðferðar og athugi hvort við getum ekki náð breiðari samstöðu í jafn viðkvæmu máli og hér um ræðir,“ sagði Óli Björn Kárason. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Tengdar fréttir Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira
Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt menntamálaráðherra sátu hjá við atkvæðagreiðslu um þá grein frumvarpsins sem gerir konum kleift að fara í fara í fóstureyðingu allt upp að tuttugustu og annarri viku meðgöngu. Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var sent til velferðarnefndar og þriðju umræðu að lokinni annarri umræðu og atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur almenns stuðnings á Alþingi en helst hefur verið deilt um 4. grein þess þar sem þungunarrof verður heimilað allt upp að lokum tuttugustu og annarrar viku meðgöngu. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði niðurstöðu meirihluta velferðarnefndar rétta. „Hún er rétt þótt hún kunni að vera erfið. Hún er rétt vegna þess að við erum hér að fjalla um lög sem þurfa að taka til og setja ramma utanum öll möguleg dæmi og atvik sem upp geta komið og orðið þess valdandi að kona íhugar þungunarrof,“ sagði Bryndís Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar minnti á að í núgildandi lögum sé hægt að heimila þungunarrof upp að 22. viku en það væri háð samþykki lækna og heilbrigðisstarfsfólks. „Frumvarpið sem við greiðum nú atkvæði um tryggir sjálfsákvörðunarrétt kvenna upp að tuttugustu og annarri viku. Við erum ekki að víkka út heimildir við erum bara að tryggja að konan ræður þessu sjálf. Það er sjálfsagt, það er rökrétt og það er réttlátt,“ sagði Halldóra. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði frumvarpið heimila móður þungunarrof til loka 22. Umræðu burt séð frá heilsufarsástandi fóstursins. „Þetta er siðferðilega rangt. Mér líður illa yfir því að þurfa að taka þátt í þessu. Ég segi svo sannarlega nei,“ sagði Inga. En já sögðu 36 þingmenn úr öllum flokkum nema Miðflokki og Flokki fólksins. Nei sögðu allir sjö viðstaddir þingmenn Miðflokksins, tveir þingmenn Flokks fólksins ásamt Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Athygli vakti að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og sjö af ellefu karlkyns þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna greiddu ekki atkvæði, þeirra á meðal formaður flokksins. Segja má að Óli Björn Kárason hafi talað fyrir sjónarmiðum þeirra en hann sagðist styðja frumvarpið heilshugar en staldraði við tuttugu og tvær vikurnar og sæti því hjá við þessa grein. „En það geri ég í trausti þess að velferðarnefnd taki málið aftur til meðferðar og athugi hvort við getum ekki náð breiðari samstöðu í jafn viðkvæmu máli og hér um ræðir,“ sagði Óli Björn Kárason.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Tengdar fréttir Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira
Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56
Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20