Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 3. maí 2019 21:00 Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia. Vísir Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í gær sagði að Isavia væri heimilt að halda flugvél ALC vegna þeirra gjalda sem henni tengjast, en ekki vegna annarra skulda WOW air við Isavia eins og Isavia hafði gert ráð fyrir. Skuld vélarinnar nam um 87 milljónum króna en WOW skuldaði Isavia um tvo milljarða. Með því að vísa málinu til Landsréttar hafnar Isavia tilboði ALC frá því fyrr í dag um að ALC greiði skuldir vélarinnar, sem hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW í lok mars. Forstjóri Isavia segir lögmenn Isavia telja að það sé misvísandi umfjöllun í forsendum úrskurðarins um túlkun á heimild til beitingar á því ákvæði loftferðalaga sem heimilar stöðvunina. Umfjöllun samræmist ekki túlkun ákvæðisins fram að þessu. Standist niðurstaða héraðsdóms gæti Isavia verið nauðugur sá kostur að óska eftir tryggingu frá þeim flugfélögum sem hyggjast hefja flug til Íslands. „Þetta er svona meira íþyngjandi fyrir flugfélög að taka þessa ákvörðun og það getur bara orðið til þess að það getur dregið úr flugtengingum til og frá Íslandi og haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Þetta er áhættan sem við sjáum í þessu því að þetta ákvæði er að hluta til líka sett inn í lög til þess að einfalda þessar ákvarðanir og alla umsýslu í kringum það að fljúga til og frá Íslandi,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. Fjármálaráðherra segir Isavia hafa gert ágætlega grein fyrir því af hverju WOW fékk að safna svo miklum skuldum. Þá hafi stjórnvöld ekki viljað grípa til ítrustu úrræða á meðan raunhæfar áætlanir um fjármögnun voru uppi. „Það er auðvitað slæmt ef það á endanum innheimtast ekki allar kröfur en það er í mörg horn að líta þegar spurt er hvaða afleiðingar hafði það að reksturinn lifði þó þetta lengi. Það hafa meðal annars af því hlotist gríðarlega miklar óbeinar tekjur fyrir starfsemina á flugvellinum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Rætt var við Odd Ástráðsson, lögmann ALC, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og var hann meðal annars spurður út í það hvernig kæra Isavia til Landsréttar blasir við skjólstæðingi hans. „Það blasir náttúrulega bara þannig við að þau eru greinilega ekki sátt við niðurstöðuna sem var kveðinn upp hjá Héraðsdómi Reykjaness í gær sem er skýr um það að heimild þeirra nær ekki næstum því jafn langt og þau hafa byggt á. Það leiðir enda bara beint af orðalagi lagaákvæðisins í loftferðalögum en þó, við náðum ekki alla leið. Við náðum bara 96 prósent af leiðinni og ALC þarf að greiða þau gjöld sem má rekja beint til notkunar á þessari tilteknu farþegaþotu. Alveg óháð þessari kæru til Landsréttar þá hyggjumst við gera það og krefjast þess í kjölfarið að þotan verði leyst tafarlaust úr haldi,“ sagði Oddur. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í gær sagði að Isavia væri heimilt að halda flugvél ALC vegna þeirra gjalda sem henni tengjast, en ekki vegna annarra skulda WOW air við Isavia eins og Isavia hafði gert ráð fyrir. Skuld vélarinnar nam um 87 milljónum króna en WOW skuldaði Isavia um tvo milljarða. Með því að vísa málinu til Landsréttar hafnar Isavia tilboði ALC frá því fyrr í dag um að ALC greiði skuldir vélarinnar, sem hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW í lok mars. Forstjóri Isavia segir lögmenn Isavia telja að það sé misvísandi umfjöllun í forsendum úrskurðarins um túlkun á heimild til beitingar á því ákvæði loftferðalaga sem heimilar stöðvunina. Umfjöllun samræmist ekki túlkun ákvæðisins fram að þessu. Standist niðurstaða héraðsdóms gæti Isavia verið nauðugur sá kostur að óska eftir tryggingu frá þeim flugfélögum sem hyggjast hefja flug til Íslands. „Þetta er svona meira íþyngjandi fyrir flugfélög að taka þessa ákvörðun og það getur bara orðið til þess að það getur dregið úr flugtengingum til og frá Íslandi og haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Þetta er áhættan sem við sjáum í þessu því að þetta ákvæði er að hluta til líka sett inn í lög til þess að einfalda þessar ákvarðanir og alla umsýslu í kringum það að fljúga til og frá Íslandi,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. Fjármálaráðherra segir Isavia hafa gert ágætlega grein fyrir því af hverju WOW fékk að safna svo miklum skuldum. Þá hafi stjórnvöld ekki viljað grípa til ítrustu úrræða á meðan raunhæfar áætlanir um fjármögnun voru uppi. „Það er auðvitað slæmt ef það á endanum innheimtast ekki allar kröfur en það er í mörg horn að líta þegar spurt er hvaða afleiðingar hafði það að reksturinn lifði þó þetta lengi. Það hafa meðal annars af því hlotist gríðarlega miklar óbeinar tekjur fyrir starfsemina á flugvellinum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Rætt var við Odd Ástráðsson, lögmann ALC, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og var hann meðal annars spurður út í það hvernig kæra Isavia til Landsréttar blasir við skjólstæðingi hans. „Það blasir náttúrulega bara þannig við að þau eru greinilega ekki sátt við niðurstöðuna sem var kveðinn upp hjá Héraðsdómi Reykjaness í gær sem er skýr um það að heimild þeirra nær ekki næstum því jafn langt og þau hafa byggt á. Það leiðir enda bara beint af orðalagi lagaákvæðisins í loftferðalögum en þó, við náðum ekki alla leið. Við náðum bara 96 prósent af leiðinni og ALC þarf að greiða þau gjöld sem má rekja beint til notkunar á þessari tilteknu farþegaþotu. Alveg óháð þessari kæru til Landsréttar þá hyggjumst við gera það og krefjast þess í kjölfarið að þotan verði leyst tafarlaust úr haldi,“ sagði Oddur.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26
Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10
Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47