Andlega veikir fangar gengið berserksgang á Hólmsheiði: "Ég tel að fólkið eigi ekki heima í fangelsi.“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2019 19:00 Mikið álag er á starfsfólki og föngum á Hólmsheiði vegna andlega veikra fanga sem þar eru vistaðir. Nokkur tilfelli hafa komið upp á síðustu vikum þar sem fangarnir hafa gengið berserksgang í fangelsinu. Fangelsismálastjóri er óánægður með ástandið og segir fólkið ekki eiga heima í fangelsi. Fangar sem glíma við geðsjúkdóma hafa ítrekað komið í umræðuna á undanförnum árum meðal annars vegna skorts á þjónustu við hópinn. Í lok síðasta árs sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ástandið væri grafalvarlegt. Alvarlega andlega veikum föngum, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, væri haldið lengur inni í fangelsi en en þörf væri á þar sem engin úrræði væru til staðar fyrir þá. „Við erum enn þá í vandræðum með að koma alvarlega veikum föngum á sjúkrahús. Það eru áætlanir hjá yfirvöldum að efla geðheilbrigðisþjónustu það breytir því ekki þegar menn eru mikið veikir þá fá þeir illa inni á geðdeildum,“ segir Páll. Þá sitji fangelsismálayfirvöld uppi með einstaklinga í slæmu ástandi en enginn starfandi geðlæknir er í fangelsunum og því lítil þekking til staðar. Nýlega hefur ýmislegt gengið á í fangelsinu á Hólmsheiði. „Svona tilvik koma reglulega upp þar sem fangar sem eru illa staddir ganga berserksgang,“ segir Páll og bætir við að nokkur slík tilfelli hafi komið upp síðustu vikur. Geðdeildin taki ekki alltaf við föngunum. Starfsfólki og samföngum líði ekki vel í slíku ástandi. „Þetta er mikið álag á starfsfólkið og ekki síður samfangana að vera með mjög andlega veika einstaklinga með sér. Ég er óánægður með það því ég tel að fólk sem er svona statt eigi ekki heima í fangelsi,“ segir Páll. Hann telur að stjórnvöld séu öll af vilja gerð að gera betur. Þetta snúist um peninga og forgangsröðun. „Það þarf bara sérstaklega deild fyrir hættulegt fólk, eða fólk sem er hættulegt sjálfum sér og öðrum og það er erill þarna eins og annars staðar og við það búum við,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Mikið álag er á starfsfólki og föngum á Hólmsheiði vegna andlega veikra fanga sem þar eru vistaðir. Nokkur tilfelli hafa komið upp á síðustu vikum þar sem fangarnir hafa gengið berserksgang í fangelsinu. Fangelsismálastjóri er óánægður með ástandið og segir fólkið ekki eiga heima í fangelsi. Fangar sem glíma við geðsjúkdóma hafa ítrekað komið í umræðuna á undanförnum árum meðal annars vegna skorts á þjónustu við hópinn. Í lok síðasta árs sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ástandið væri grafalvarlegt. Alvarlega andlega veikum föngum, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, væri haldið lengur inni í fangelsi en en þörf væri á þar sem engin úrræði væru til staðar fyrir þá. „Við erum enn þá í vandræðum með að koma alvarlega veikum föngum á sjúkrahús. Það eru áætlanir hjá yfirvöldum að efla geðheilbrigðisþjónustu það breytir því ekki þegar menn eru mikið veikir þá fá þeir illa inni á geðdeildum,“ segir Páll. Þá sitji fangelsismálayfirvöld uppi með einstaklinga í slæmu ástandi en enginn starfandi geðlæknir er í fangelsunum og því lítil þekking til staðar. Nýlega hefur ýmislegt gengið á í fangelsinu á Hólmsheiði. „Svona tilvik koma reglulega upp þar sem fangar sem eru illa staddir ganga berserksgang,“ segir Páll og bætir við að nokkur slík tilfelli hafi komið upp síðustu vikur. Geðdeildin taki ekki alltaf við föngunum. Starfsfólki og samföngum líði ekki vel í slíku ástandi. „Þetta er mikið álag á starfsfólkið og ekki síður samfangana að vera með mjög andlega veika einstaklinga með sér. Ég er óánægður með það því ég tel að fólk sem er svona statt eigi ekki heima í fangelsi,“ segir Páll. Hann telur að stjórnvöld séu öll af vilja gerð að gera betur. Þetta snúist um peninga og forgangsröðun. „Það þarf bara sérstaklega deild fyrir hættulegt fólk, eða fólk sem er hættulegt sjálfum sér og öðrum og það er erill þarna eins og annars staðar og við það búum við,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira