Fasteignaverð hér á landi hækkað mest á meðal OECD-ríkja frá 2010 Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. maí 2019 08:30 Tölurnar sýna að frá fyrsta ársfjórðungi 2010 þegar verð fasteigna á Íslandi náði lágmarki hafði verðið hækkað um 67 prósent, mest allra OECD-ríkja. Vísir/vilhelm Hvergi á meðal ríkja innan Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) hefur fasteignaverð hækkað meira að raunvirði en á Íslandi frá því að það náði lágmarki hér á landi eftir fjármálahrunið. Þetta sýna nýjar hagtölur OECD sem ná fram til fjórða ársfjórðungs síðasta árs. Tölurnar sýna að frá fyrsta ársfjórðungi 2010 þegar verð fasteigna á Íslandi náði lágmarki hafði verðið hækkað um 67 prósent, mest allra OECD-ríkja. Næst á eftir Íslandi kemur Eistland en fasteignamarkaðurinn þar í landi hækkaði um 51,3 prósent á tímabilinu, síðan Ísrael og Kanada. Vísitala OECD mælir raunverð. Samkvæmt gögnum stofnunarinnar lækkaði verð íbúðarhúsnæðis á Íslandi um tæplega 36 prósent að raungildi frá því að það fór hæst á fjórða ársfjórðungi 2007 þar til á fyrsta fjórðungi 2010. „Við sæjum kannski önnur lönd í efsta sæti ef við miðuðum við annan tímapunkt en þetta sýnir engu að síður hversu miklar hækkanir hafa verið á fasteignaverði frá því að markaðurinn var í sem mestri lægð,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, í samtali við Markaðinn. Magnús Árni segir að ástæðan að baki verðhækkuninni sé margþætt. „Það var lítið byggt fyrstu árin eftir hrun og í raun sjáum við ekki töluvert magn koma inn á markaðinn fyrr en árin 2017 og 2018. Það var skortur á fjármagni, bankarnir voru í fyrstu hikandi við að lána verktakafyrirtækjum fyrir uppbyggingu í ljósi reynslunnar og svo voru skipulagsyfirvöld ekki vakandi fyrir þeirri eftirspurnaraukningu sem varð þegar stórir árgangar komu inn á markaðinn,“ segir Magnús. Auk þess hafi erlent vinnuafl aukist verulega í takt við uppgang ferðaþjónustunnar. Aðspurður um þróun fasteignaverðs næstu missera segir Magnús að það geti oltið á vaxtaákvörðunum Seðlabankans. „Það er ólíklegt að við sjáum miklar verðhækkanir á næstunni en það er ekki víst að verð lækki, sérstaklega í ljósi yfirlýsingar seðlabankastjóra um að vextir geti mögulega lækkað. Ef vextir lækka er líklegt að fasteignaverð haldist að minnsta kosti óbreytt. Ef þeir lækka ekki er möguleiki á verðlækkun,“ segir Magnús. Þá verði að hafa í huga að það taki tíma fyrir fasteignaverð að lækka þar sem fólk sé tregt til að lækka verð á íbúðum sínum í söluferlinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í lok apríl að áföll og minni spenna í þjóðarbúskapnum sköpuðu að öðru óbreyttu tilefni til að raunvextir Seðlabankans yrðu lægri. Næsta vaxtaákvörðun verður tilkynnt 22. maí. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hvergi á meðal ríkja innan Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) hefur fasteignaverð hækkað meira að raunvirði en á Íslandi frá því að það náði lágmarki hér á landi eftir fjármálahrunið. Þetta sýna nýjar hagtölur OECD sem ná fram til fjórða ársfjórðungs síðasta árs. Tölurnar sýna að frá fyrsta ársfjórðungi 2010 þegar verð fasteigna á Íslandi náði lágmarki hafði verðið hækkað um 67 prósent, mest allra OECD-ríkja. Næst á eftir Íslandi kemur Eistland en fasteignamarkaðurinn þar í landi hækkaði um 51,3 prósent á tímabilinu, síðan Ísrael og Kanada. Vísitala OECD mælir raunverð. Samkvæmt gögnum stofnunarinnar lækkaði verð íbúðarhúsnæðis á Íslandi um tæplega 36 prósent að raungildi frá því að það fór hæst á fjórða ársfjórðungi 2007 þar til á fyrsta fjórðungi 2010. „Við sæjum kannski önnur lönd í efsta sæti ef við miðuðum við annan tímapunkt en þetta sýnir engu að síður hversu miklar hækkanir hafa verið á fasteignaverði frá því að markaðurinn var í sem mestri lægð,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, í samtali við Markaðinn. Magnús Árni segir að ástæðan að baki verðhækkuninni sé margþætt. „Það var lítið byggt fyrstu árin eftir hrun og í raun sjáum við ekki töluvert magn koma inn á markaðinn fyrr en árin 2017 og 2018. Það var skortur á fjármagni, bankarnir voru í fyrstu hikandi við að lána verktakafyrirtækjum fyrir uppbyggingu í ljósi reynslunnar og svo voru skipulagsyfirvöld ekki vakandi fyrir þeirri eftirspurnaraukningu sem varð þegar stórir árgangar komu inn á markaðinn,“ segir Magnús. Auk þess hafi erlent vinnuafl aukist verulega í takt við uppgang ferðaþjónustunnar. Aðspurður um þróun fasteignaverðs næstu missera segir Magnús að það geti oltið á vaxtaákvörðunum Seðlabankans. „Það er ólíklegt að við sjáum miklar verðhækkanir á næstunni en það er ekki víst að verð lækki, sérstaklega í ljósi yfirlýsingar seðlabankastjóra um að vextir geti mögulega lækkað. Ef vextir lækka er líklegt að fasteignaverð haldist að minnsta kosti óbreytt. Ef þeir lækka ekki er möguleiki á verðlækkun,“ segir Magnús. Þá verði að hafa í huga að það taki tíma fyrir fasteignaverð að lækka þar sem fólk sé tregt til að lækka verð á íbúðum sínum í söluferlinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í lok apríl að áföll og minni spenna í þjóðarbúskapnum sköpuðu að öðru óbreyttu tilefni til að raunvextir Seðlabankans yrðu lægri. Næsta vaxtaákvörðun verður tilkynnt 22. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira