Milli lífs og dauða Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. apríl 2019 07:00 Mörkin milli lífs og dauða eru í besta falli óljós og óræð. Hver getur raunverulega fullyrt um það hvar annað byrjar, og hitt endar?“ Þetta voru hugleiðingar sögumannsins í smásögu Edgars Allan Poe frá árinu 1844, Kviksettur. Þessi mörk, sem í hugum fæstra nútímamanna eru óljós, voru vafalaust mörgum hugleikin um liðna helgi, þegar sigri Jesú yfir dauðanum var minnst; upprisu hans og loforði um eilíft líf fagnað. Þvert á það sem fólk þekkti um miðja nítjándu öld, þegar margir voru haldnir fullkomlega skiljanlegum ótta við að vera grafnir lifandi, þá höfum við í dag staðlaðar og sannreyndar aðferðir þegar kemur að því að skera úr um hvort einstaklingur er lífs eða liðinn. Mörkin eru hreint ekki óræð. En þar með er ekki sagt að þau séu einföld. Rétt fyrir páskahelgi birti hópur taugavísindamanna við Yale-háskóla merkilega, en um leið afar undarlega, rannsókn í vísindaritinu Nature. Í vísindagreininni útskýrir hópurinn hvernig þeim tókst að endurlífga heila í svínum sem hafði verið slátrað nokkrum klukkustundum áður. Svínsheilarnir fengu enga næringu í fjórar klukkustundir, ekkert súrefni og engan glúkósa. Með orðinu „endurlífga“ er átt við að eðlileg efnaskipti voru endurvakin í heilum svínanna og að hrörnun heilans eftir dauða var að mestu stöðvuð. Þetta tókst vísindamönnunum með því að dæla tilbúnum blóðvökva í heilana og þannig koma súrefni og næringarefnum til frumnanna. Þrátt fyrir að um „endurlífgun“ hafi verið að ræða þá greindi heilariti aldrei vísbendingar um meðvitund eða heilvirkni. Engin svörun á heilariti var reyndar hluti af hönnun rannsóknarinnar, enda voru ákveðin efni notuð til að bæla starfsemi taugakerfisins í svínsheilunum. Þó svo að brýn þörf sé á að endurtaka rannsóknina og kanna niðurstöður hennar betur, þá vekja niðurstöður vísindamannanna við Yale upp ýmsar flóknar siðferðilegar spurningar. Nita A. Farahany, prófessor í siðfræði við Duke sagði í Nature að stóráfanga sé að ræða. Heilarnir voru, nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið skornir úr líkama sínu, um tíma ekki algjörlega dauðir. Sannarlega voru þeir ekki algjörlega lifandi heldur. Eins og Kraftaverka Max sagði í The Princess Bride: „Að mestu dauður er örlítið lifandi.“ Það að heili í stóru spendýri eins og svíni hafi verið endurvakinn, og það 32 sinnum eins og í tilfelli Yale-hópsins, kallar á að flóknum spurningum um dauðann, meðvitund og heilann verði svarað. Um leið gefa þessar niðurstöður tilefni til bjartsýni um framfarir á sviði meðferða við heilaskaða. Rannsókn Yale-hópsins er tímamótaverk, en umtalsvert fleiri rannsókna og tilrauna er þörf áður en stærri og víðtækari ályktanir eru dregnar. Það mun ekki gerast í bráð. En rannsóknin staðfestir þó að enn á ný er sú krafa gerð á okkur mannfólkið að taka til endurskoðunar hvar mörkin milli lífs og dauða liggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Mörkin milli lífs og dauða eru í besta falli óljós og óræð. Hver getur raunverulega fullyrt um það hvar annað byrjar, og hitt endar?“ Þetta voru hugleiðingar sögumannsins í smásögu Edgars Allan Poe frá árinu 1844, Kviksettur. Þessi mörk, sem í hugum fæstra nútímamanna eru óljós, voru vafalaust mörgum hugleikin um liðna helgi, þegar sigri Jesú yfir dauðanum var minnst; upprisu hans og loforði um eilíft líf fagnað. Þvert á það sem fólk þekkti um miðja nítjándu öld, þegar margir voru haldnir fullkomlega skiljanlegum ótta við að vera grafnir lifandi, þá höfum við í dag staðlaðar og sannreyndar aðferðir þegar kemur að því að skera úr um hvort einstaklingur er lífs eða liðinn. Mörkin eru hreint ekki óræð. En þar með er ekki sagt að þau séu einföld. Rétt fyrir páskahelgi birti hópur taugavísindamanna við Yale-háskóla merkilega, en um leið afar undarlega, rannsókn í vísindaritinu Nature. Í vísindagreininni útskýrir hópurinn hvernig þeim tókst að endurlífga heila í svínum sem hafði verið slátrað nokkrum klukkustundum áður. Svínsheilarnir fengu enga næringu í fjórar klukkustundir, ekkert súrefni og engan glúkósa. Með orðinu „endurlífga“ er átt við að eðlileg efnaskipti voru endurvakin í heilum svínanna og að hrörnun heilans eftir dauða var að mestu stöðvuð. Þetta tókst vísindamönnunum með því að dæla tilbúnum blóðvökva í heilana og þannig koma súrefni og næringarefnum til frumnanna. Þrátt fyrir að um „endurlífgun“ hafi verið að ræða þá greindi heilariti aldrei vísbendingar um meðvitund eða heilvirkni. Engin svörun á heilariti var reyndar hluti af hönnun rannsóknarinnar, enda voru ákveðin efni notuð til að bæla starfsemi taugakerfisins í svínsheilunum. Þó svo að brýn þörf sé á að endurtaka rannsóknina og kanna niðurstöður hennar betur, þá vekja niðurstöður vísindamannanna við Yale upp ýmsar flóknar siðferðilegar spurningar. Nita A. Farahany, prófessor í siðfræði við Duke sagði í Nature að stóráfanga sé að ræða. Heilarnir voru, nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið skornir úr líkama sínu, um tíma ekki algjörlega dauðir. Sannarlega voru þeir ekki algjörlega lifandi heldur. Eins og Kraftaverka Max sagði í The Princess Bride: „Að mestu dauður er örlítið lifandi.“ Það að heili í stóru spendýri eins og svíni hafi verið endurvakinn, og það 32 sinnum eins og í tilfelli Yale-hópsins, kallar á að flóknum spurningum um dauðann, meðvitund og heilann verði svarað. Um leið gefa þessar niðurstöður tilefni til bjartsýni um framfarir á sviði meðferða við heilaskaða. Rannsókn Yale-hópsins er tímamótaverk, en umtalsvert fleiri rannsókna og tilrauna er þörf áður en stærri og víðtækari ályktanir eru dregnar. Það mun ekki gerast í bráð. En rannsóknin staðfestir þó að enn á ný er sú krafa gerð á okkur mannfólkið að taka til endurskoðunar hvar mörkin milli lífs og dauða liggja.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun