Höfundurinn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. apríl 2019 07:00 Allir þeir einstaklingar sem lesa sér til ánægju þekkja þá tilfinningu að hrífast af bók og fyllast um leið forvitni um höfund hennar. Þetta er tilfinning sem Holden Caulfield, hin unga aðalpersóna í þeirri ástsælu skáldsögu Bjargvættinum í grasinu eftir J.D. Salinger, orðar svo vel: „Bækur sem ég fæ tilfelli út af eru bækur sem eru þannig að þegar maður er búinn að lesa þær þá vildi maður að höfundurinn væri ógurlega mikill vinur manns og maður gæti hringt í hann hvenær sem maður vildi.“ Það var einmitt þessi tilfinning sem gerði vart við sig meðal íslenskra bókmenntaunnenda árið 2003 þegar japanski rithöfundurinn Haruki Murakami var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Troðfullt var á dagskrá með honum í Norræna húsinu og í Háskóla Íslands og lesendur hans létu spurningum rigna yfir hann og löng röð myndaðist þegar hann áritaði bækur sínar. Bókmenntahátíð í Reykjavík sem sett verður formlega í dag, miðvikudaginn 24, apríl, gefur íslenskum lesendum einmitt færi á að komast í nánd við rithöfunda víðs vegar að úr heiminum. Enginn þeirra er stórstjarna á við hinn ástsæla Murakami enda á sá góði rithöfundur fáa sína líka í samtímanum, en þarna eru á ferð merkir rithöfundar sem eiga erindi við lesendur. Bækur eftir flesta erlendu höfundanna hafa verið þýddar á íslensku og hrifið fjölmarga lesendur sem fagna því að fá þá til landsins. Það er einmitt vegna þessarar hátíðar, sem haldin hefur verið í áratugi, sem fjöldi þýðinga úr erlendum málum á íslensku hefur litið dagsins ljós. Þýðingar sem annars hefðu alls ekki allar komið út. Margt og mikið hefur verið rætt og ritað um minnkandi bóklestur. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að bókelskt fólk gefur hvergi eftir þegar kemur að því að gera veg bókarinnar sem mestan og stærstan. Hópur þeirra bókelsku má þó alltaf vera stærri og helsta ráðið til að gera hann sem öflugastan er að fá æsku landsins til liðs við sig. Þessu hafa forráðamenn Bókmenntahátíðar í Reykjavík hugað að en nú er í annað sinn sérstök barnabókadagskrá á hátíðinni. Slík dagskrá mætti þó vera enn fyrirferðarmeiri. Börn eru áhugasamir lesendur og það á að gera vel við þau. Stundum er auðvelt að fá það á tilfinninguna að bókmenntaheimurinn sé aðallega hannaður fyrir þá fullorðnu og um leið er eins og barna- og unglingahöfundar séu settir skör lægra en þeir sem skrifa fyrir fullorðna, nema viðkomandi höfundar heiti J.K. Rowling og Philip Pullman. Barna- og unglingabókahöfundar mega ekki gleymast, þeir eru að vinna einstaklega mikilvægt starf og engir gera sér betur grein fyrir því en ungir og ástríðufullir lesendur þeirra. Á hátíðinni í ár verða í fyrsta sinn veitt Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og falla í skaut virtum erlendum rithöfundi. Verðlaunin eru tengd Bókmenntahátíð í Reykjavík og til þess fallin að auka enn veg hennar og virðingu og minna á hversu mikið við eigum höfundum bóka að þakka. Gleðilega bókmenntahátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntahátíð Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Allir þeir einstaklingar sem lesa sér til ánægju þekkja þá tilfinningu að hrífast af bók og fyllast um leið forvitni um höfund hennar. Þetta er tilfinning sem Holden Caulfield, hin unga aðalpersóna í þeirri ástsælu skáldsögu Bjargvættinum í grasinu eftir J.D. Salinger, orðar svo vel: „Bækur sem ég fæ tilfelli út af eru bækur sem eru þannig að þegar maður er búinn að lesa þær þá vildi maður að höfundurinn væri ógurlega mikill vinur manns og maður gæti hringt í hann hvenær sem maður vildi.“ Það var einmitt þessi tilfinning sem gerði vart við sig meðal íslenskra bókmenntaunnenda árið 2003 þegar japanski rithöfundurinn Haruki Murakami var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Troðfullt var á dagskrá með honum í Norræna húsinu og í Háskóla Íslands og lesendur hans létu spurningum rigna yfir hann og löng röð myndaðist þegar hann áritaði bækur sínar. Bókmenntahátíð í Reykjavík sem sett verður formlega í dag, miðvikudaginn 24, apríl, gefur íslenskum lesendum einmitt færi á að komast í nánd við rithöfunda víðs vegar að úr heiminum. Enginn þeirra er stórstjarna á við hinn ástsæla Murakami enda á sá góði rithöfundur fáa sína líka í samtímanum, en þarna eru á ferð merkir rithöfundar sem eiga erindi við lesendur. Bækur eftir flesta erlendu höfundanna hafa verið þýddar á íslensku og hrifið fjölmarga lesendur sem fagna því að fá þá til landsins. Það er einmitt vegna þessarar hátíðar, sem haldin hefur verið í áratugi, sem fjöldi þýðinga úr erlendum málum á íslensku hefur litið dagsins ljós. Þýðingar sem annars hefðu alls ekki allar komið út. Margt og mikið hefur verið rætt og ritað um minnkandi bóklestur. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að bókelskt fólk gefur hvergi eftir þegar kemur að því að gera veg bókarinnar sem mestan og stærstan. Hópur þeirra bókelsku má þó alltaf vera stærri og helsta ráðið til að gera hann sem öflugastan er að fá æsku landsins til liðs við sig. Þessu hafa forráðamenn Bókmenntahátíðar í Reykjavík hugað að en nú er í annað sinn sérstök barnabókadagskrá á hátíðinni. Slík dagskrá mætti þó vera enn fyrirferðarmeiri. Börn eru áhugasamir lesendur og það á að gera vel við þau. Stundum er auðvelt að fá það á tilfinninguna að bókmenntaheimurinn sé aðallega hannaður fyrir þá fullorðnu og um leið er eins og barna- og unglingahöfundar séu settir skör lægra en þeir sem skrifa fyrir fullorðna, nema viðkomandi höfundar heiti J.K. Rowling og Philip Pullman. Barna- og unglingabókahöfundar mega ekki gleymast, þeir eru að vinna einstaklega mikilvægt starf og engir gera sér betur grein fyrir því en ungir og ástríðufullir lesendur þeirra. Á hátíðinni í ár verða í fyrsta sinn veitt Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og falla í skaut virtum erlendum rithöfundi. Verðlaunin eru tengd Bókmenntahátíð í Reykjavík og til þess fallin að auka enn veg hennar og virðingu og minna á hversu mikið við eigum höfundum bóka að þakka. Gleðilega bókmenntahátíð!
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun