Rami Malek verður næsti Bond þorparinn Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 16:21 Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í nýjustu James Bond kvikmyndinni. Getty/Jemal Countess Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í næstu kvikmynd um leyniþjónustumanninn James Bond, sem mun vera 25. James Bond myndin sem gerð verður. Enn er ekki komið nafn á kvikmyndina. Myndin mun koma út í apríl 2020 en hún verður síðasta James Bond kvikmyndin þar sem Daniel Craig mun fara með hlutverk útsendarans 007. Hann hefur leikið Bond síðan 2006 þegar hann fór með hlutverk Bond í myndinni Casino Royale. Nokkuð kemur á óvart að Craig muni fara með hlutverk leyniþjónustumannsins, en hann lýsti því yfir eftir að síðasta mynd kom út, sem ber nafnið Spectre, að hann myndi frekar skera sig á púls en leika Bond að nýju. Meðal þeirra sem leika munu í myndinni eru nokkur kunnugleg andlit úr fyrri Bond myndum, en þar munu Ralph Fiennes og Ben Whishaw leika M og Q áfram, auk leikkonunnar Naomie Harris sem áfram mun fara með hlutverk Moneypenny. Sama á við um yfirmann MI6 leyniþjónustunnar, en með hlutverk hans fer Bill Tanner. Franska leikkonan Lea Seydoux mun endurvekja hlutverk sitt sem Madeileine Swann, en hún var kvenhetjan í Spectre. Meðal nýrra leikara verða breska leikkonan Lashana Lynch, bandaríski leikarinn Billy Magnussen og kúbanska leikkonan Ana de Armas. Phoebe Waller-Bridge, sem skrifaði handritið fyrir þættina Killing Eve, verður önnur kvenna sem skrifa mun handrit fyrir James Bond kvikmynd, en aðeins ein kona hefur hlotið það hlutverk áður. Sú sem áður hefur skrifað handrit fyrir leyniþjónustumanninn er Johanna Harwood, sem vann að handritunum fyrir Dr. No og From Russia With Love. Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í næstu kvikmynd um leyniþjónustumanninn James Bond, sem mun vera 25. James Bond myndin sem gerð verður. Enn er ekki komið nafn á kvikmyndina. Myndin mun koma út í apríl 2020 en hún verður síðasta James Bond kvikmyndin þar sem Daniel Craig mun fara með hlutverk útsendarans 007. Hann hefur leikið Bond síðan 2006 þegar hann fór með hlutverk Bond í myndinni Casino Royale. Nokkuð kemur á óvart að Craig muni fara með hlutverk leyniþjónustumannsins, en hann lýsti því yfir eftir að síðasta mynd kom út, sem ber nafnið Spectre, að hann myndi frekar skera sig á púls en leika Bond að nýju. Meðal þeirra sem leika munu í myndinni eru nokkur kunnugleg andlit úr fyrri Bond myndum, en þar munu Ralph Fiennes og Ben Whishaw leika M og Q áfram, auk leikkonunnar Naomie Harris sem áfram mun fara með hlutverk Moneypenny. Sama á við um yfirmann MI6 leyniþjónustunnar, en með hlutverk hans fer Bill Tanner. Franska leikkonan Lea Seydoux mun endurvekja hlutverk sitt sem Madeileine Swann, en hún var kvenhetjan í Spectre. Meðal nýrra leikara verða breska leikkonan Lashana Lynch, bandaríski leikarinn Billy Magnussen og kúbanska leikkonan Ana de Armas. Phoebe Waller-Bridge, sem skrifaði handritið fyrir þættina Killing Eve, verður önnur kvenna sem skrifa mun handrit fyrir James Bond kvikmynd, en aðeins ein kona hefur hlotið það hlutverk áður. Sú sem áður hefur skrifað handrit fyrir leyniþjónustumanninn er Johanna Harwood, sem vann að handritunum fyrir Dr. No og From Russia With Love.
Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira