Höfðu nánast daglegt eftirlit með stöðu WOW í marga mánuði Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2019 11:36 Áhyggjur af stöðu WOW air vöknuðu strax á haustmánuðum í fyrra. Vísir/vilhelm Samgöngustofa hafði nánast daglegt eftirlit með rekstri flugfélagsins WOW air frá haustmánuðum og þar til félagið fór í þrot í lok mars. Þetta kemur fram í samantekt stjórnarráðsins á viðbrögðum stjórnvalda við falli WOW air sem birt var á vef ráðuneyta í dag. Eftirlit Samgöngustofu laut fyrst og fremst að því hvort öryggiskröfum og fjárhagskröfum væri fullnægt. Þá hafa fundir fulltrúa Samgöngustofu og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á tímabilinu einnig verið reglulegir, a.m.k. vikulegir. Í aðdraganda falls WOW var Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, innt eftir því hvernig eftirliti stofnunarinnar með félaginu væri háttað. Hún sagðist þá ekki geta veitt upplýsingar um málefni einstakra flugfélaga en sagði eftirlit með fjárhag og flugöryggi slíkra félaga geta verið mjög ítarlegt hverju sinni. Þá hafði Björgólfur Jóhannsson fyrrverandi forstjóri Icelandair Group gagnrýnt eftirlitsaðila í ljósi stöðu WOW air og sagði Samgöngustofu m.a. hafa brugðist eftirlitsskyldu sinni gagnvart félaginu. Á meðal annarra viðbragða stjórnvalda við falli WOW air er aukið fjármagn til Vinnumálastofnunar og heilbrigðisstofnana vegna atvinnuleysis, úrræði fyrir námsmenn sem misst hafa vinnuna, fundir ráðherra með fulltrúum sveitarfélaga, mennta- og heilbrigðisstofnana og viðbúnaðarhópur sem komið var á fót vegna heimflutnings farþega WOW air. Þá verður einnig komið til móts við þarfir samfélagsins á Suðurnesjum og viðbragðsaðilar hinna ýmsu stofnana virkjaðar. Heildarsamantekt stjórnvalda og aðgerðir hvers ráðherra fyrir sig má nálgast hér. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Leigusalar hafa beðið með að breyta útliti WOW flugvéla Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann, bæði frá leigusölum flugvélanna sem bíða með að breyta útliti vélanna og frá þeim sem úthluta lendingarleyfum. Öllum lendingarleyfum WOW air hefur verið úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan óvissa ríkir um framhaldið. 9. apríl 2019 12:15 Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air í fyrra Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air á síðasta ári vegna meðal annars uppsagna á leigusamningum um farþegavélar. 10. apríl 2019 06:15 Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Samgöngustofa hafði nánast daglegt eftirlit með rekstri flugfélagsins WOW air frá haustmánuðum og þar til félagið fór í þrot í lok mars. Þetta kemur fram í samantekt stjórnarráðsins á viðbrögðum stjórnvalda við falli WOW air sem birt var á vef ráðuneyta í dag. Eftirlit Samgöngustofu laut fyrst og fremst að því hvort öryggiskröfum og fjárhagskröfum væri fullnægt. Þá hafa fundir fulltrúa Samgöngustofu og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á tímabilinu einnig verið reglulegir, a.m.k. vikulegir. Í aðdraganda falls WOW var Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, innt eftir því hvernig eftirliti stofnunarinnar með félaginu væri háttað. Hún sagðist þá ekki geta veitt upplýsingar um málefni einstakra flugfélaga en sagði eftirlit með fjárhag og flugöryggi slíkra félaga geta verið mjög ítarlegt hverju sinni. Þá hafði Björgólfur Jóhannsson fyrrverandi forstjóri Icelandair Group gagnrýnt eftirlitsaðila í ljósi stöðu WOW air og sagði Samgöngustofu m.a. hafa brugðist eftirlitsskyldu sinni gagnvart félaginu. Á meðal annarra viðbragða stjórnvalda við falli WOW air er aukið fjármagn til Vinnumálastofnunar og heilbrigðisstofnana vegna atvinnuleysis, úrræði fyrir námsmenn sem misst hafa vinnuna, fundir ráðherra með fulltrúum sveitarfélaga, mennta- og heilbrigðisstofnana og viðbúnaðarhópur sem komið var á fót vegna heimflutnings farþega WOW air. Þá verður einnig komið til móts við þarfir samfélagsins á Suðurnesjum og viðbragðsaðilar hinna ýmsu stofnana virkjaðar. Heildarsamantekt stjórnvalda og aðgerðir hvers ráðherra fyrir sig má nálgast hér.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Leigusalar hafa beðið með að breyta útliti WOW flugvéla Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann, bæði frá leigusölum flugvélanna sem bíða með að breyta útliti vélanna og frá þeim sem úthluta lendingarleyfum. Öllum lendingarleyfum WOW air hefur verið úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan óvissa ríkir um framhaldið. 9. apríl 2019 12:15 Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air í fyrra Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air á síðasta ári vegna meðal annars uppsagna á leigusamningum um farþegavélar. 10. apríl 2019 06:15 Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Leigusalar hafa beðið með að breyta útliti WOW flugvéla Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann, bæði frá leigusölum flugvélanna sem bíða með að breyta útliti vélanna og frá þeim sem úthluta lendingarleyfum. Öllum lendingarleyfum WOW air hefur verið úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan óvissa ríkir um framhaldið. 9. apríl 2019 12:15
Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air í fyrra Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air á síðasta ári vegna meðal annars uppsagna á leigusamningum um farþegavélar. 10. apríl 2019 06:15
Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15