Greta Thunberg mætti ekki því hún ferðast ekki með flugvél Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2019 17:15 Greta Thunberg, sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð, sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. Thunberg átti þess ekki kost að sækja ráðstefnuna sem fram fór í Hörpu í dag af þeirri ástæðu að hún ferðast ekki með flugvélum. „Mér þykir leitt að hafa ekki getað verið með ykkur í dag, en þar sem ég ferðast ekki með flugvélum gat ég ekki komið,“ sagði Thunberg við ráðstefnugesti. „En mig langaði bara að segja að við unga fólkið erum framtíðin. Við stöndum frammi fyrir miklum vanda, hlýnun jarðar. Við unga fólkið sköpuðum ekki þann vanda. Við fæddumst bara inn í þennan heim þar sem vandamálið var þegar til staðar. Samt sem áður erum það við sem verðum fyrir mestum áhrifum af þessum vanda. Það er ekki sanngjarnt þannig að við verðum að gera eldri kynslóðir ábyrgar fyrir því sem þær hafa gert, og fyrir því sem þær halda áfram að gera okkur. Og við verðum að bregðast við strax því hver dagur sem líður án aðgerða er slys. Hvert ár sem líður án aðgerða er stórslys. Þannig að við verðum að gera eitthvað núna.“Frá Hörpu í dag þar sem boðið var upp á vatn að drekka.Vísir/SunnaSæmThunberg hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Íslensk ungmenni hafa farið að fordæmi hennar á föstudögum og mótmælt á Austurvelli. Ávarp Thunberg í dag var á svipuðum nótum og þegar hún ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í desember. „Þið segið að þið elskið börnin ykkar heitar en nokkuð annað en samt eruð þið að stela framtíð þeirra beint fyrir framan nefið á þeim,“ sagði Thunberg við ráðamenn.Ávarp hennar í Hörpu í dag má sjá í spilaranum að neðan. Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Ungir mótmælendur hvorki hvattir né lattir Á annað þúsund ungmenni skrópuðu í skólanum í gær til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þurftu flest leyfi frá foreldrum til að mæta. Skólastjóri segir nemendur hvorki hafa verið hvatta né latta til þáttt. 16. mars 2019 07:45 Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45 Skiptir ekki máli að skrópa þegar jörðin er að eyðileggjast Nemendur á öllum skólastigum um allan heim skrópuðu í skólanum í dag til að vekja athygli á baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta er fjórði föstudagurinn í röð sem mótmælt er í Reykjavík en fjölmenni fór í kröfugöngu frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. 15. mars 2019 19:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira
Greta Thunberg, sextán ára umhverfisaðgerðarsinni frá Svíþjóð, sendi gestum á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl skýr skilaboð í ávarpi sínu í dag. Thunberg átti þess ekki kost að sækja ráðstefnuna sem fram fór í Hörpu í dag af þeirri ástæðu að hún ferðast ekki með flugvélum. „Mér þykir leitt að hafa ekki getað verið með ykkur í dag, en þar sem ég ferðast ekki með flugvélum gat ég ekki komið,“ sagði Thunberg við ráðstefnugesti. „En mig langaði bara að segja að við unga fólkið erum framtíðin. Við stöndum frammi fyrir miklum vanda, hlýnun jarðar. Við unga fólkið sköpuðum ekki þann vanda. Við fæddumst bara inn í þennan heim þar sem vandamálið var þegar til staðar. Samt sem áður erum það við sem verðum fyrir mestum áhrifum af þessum vanda. Það er ekki sanngjarnt þannig að við verðum að gera eldri kynslóðir ábyrgar fyrir því sem þær hafa gert, og fyrir því sem þær halda áfram að gera okkur. Og við verðum að bregðast við strax því hver dagur sem líður án aðgerða er slys. Hvert ár sem líður án aðgerða er stórslys. Þannig að við verðum að gera eitthvað núna.“Frá Hörpu í dag þar sem boðið var upp á vatn að drekka.Vísir/SunnaSæmThunberg hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Íslensk ungmenni hafa farið að fordæmi hennar á föstudögum og mótmælt á Austurvelli. Ávarp Thunberg í dag var á svipuðum nótum og þegar hún ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í desember. „Þið segið að þið elskið börnin ykkar heitar en nokkuð annað en samt eruð þið að stela framtíð þeirra beint fyrir framan nefið á þeim,“ sagði Thunberg við ráðamenn.Ávarp hennar í Hörpu í dag má sjá í spilaranum að neðan.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Ungir mótmælendur hvorki hvattir né lattir Á annað þúsund ungmenni skrópuðu í skólanum í gær til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þurftu flest leyfi frá foreldrum til að mæta. Skólastjóri segir nemendur hvorki hafa verið hvatta né latta til þáttt. 16. mars 2019 07:45 Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45 Skiptir ekki máli að skrópa þegar jörðin er að eyðileggjast Nemendur á öllum skólastigum um allan heim skrópuðu í skólanum í dag til að vekja athygli á baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta er fjórði föstudagurinn í röð sem mótmælt er í Reykjavík en fjölmenni fór í kröfugöngu frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. 15. mars 2019 19:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira
Ungir mótmælendur hvorki hvattir né lattir Á annað þúsund ungmenni skrópuðu í skólanum í gær til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þurftu flest leyfi frá foreldrum til að mæta. Skólastjóri segir nemendur hvorki hafa verið hvatta né latta til þáttt. 16. mars 2019 07:45
Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45
Skiptir ekki máli að skrópa þegar jörðin er að eyðileggjast Nemendur á öllum skólastigum um allan heim skrópuðu í skólanum í dag til að vekja athygli á baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta er fjórði föstudagurinn í röð sem mótmælt er í Reykjavík en fjölmenni fór í kröfugöngu frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. 15. mars 2019 19:00