Draumur sem varð að veruleika Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. apríl 2019 10:30 Peter og Eva hafa ekki rekist á huldufólk við hamrana. "Ætli það sé ekki að fela sig,“ segir Peter og kímir. MYND/SIGURÐUR GUNNARSSON „Fyrir mér var það fjarlægur æskudraumur að flytja í sveitina,“ segir Eva Bjarnadóttir á Fagurhólsmýri í Öræfum og segir það hafa verið að frumkvæði Peters, unnusta hennar, að þau fóru að hugsa um þann möguleika fyrir alvöru. Nú búa þau aðeins utan alfaraleiðar, undir hamrabelti rétt við flugvöllinn. Tveir höfðar setja svip á umhverfið, Salthöfði í austri og Ingólfshöfði í suðri. Þarna hafa þau fest kaup á gömlum byggingum kaupfélagsins, verslunarhúsi og sláturhúsi, og hafið endurbætur á því síðarnefnda. Við vesturgafl þess eiga þau nú fallegt heimili á fáum fermetrum og draum um framtíð á staðnum. Eva ólst upp í Reykjavík en kveðst oft hafa verið hjá ömmu sinni og afa, Guðmundu Jónsdóttur og Sigurgeiri Jónssyni á Fagurhólsmýri. Eftir nám í kjólasaumi við Iðnskólann og ár í textíldeild Myndlistarskólans í Reykjavík lá leiðin í Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam og þaðan útskrifaðist hún sumarið 2016 eftir fjögurra ára nám í myndlistardeild.Kynntust á togara Peter er fæddur og uppalinn í Svíþjóð, í smábæ við Sundsvall sem heitir Bergeforsen. Hann kveðst hafa verið í íshokkí sem barn og fram á fullorðinsár. „Það er handboltinn okkar,“ útskýrir hann. Eftir menntaskóla tók hann áfanga í matreiðsluskóla og vann síðan við eldamennsku á skíðasvæði í Vemdalen í nokkur ár.En hvernig kynntust þau?„Peter var í vinnu sem háseti á norskum frystitogara, Langvin, sem gerður var út frá Álasundi. Mér datt í hug að sækja um hjá einhverri norskri útgerð eftir tvo túra í lausamennsku í Eyjum og eftir ótal símtöl hafði útgerðarmaðurinn í Álasundi samband og spurði hvort ég gæti mætt í flug daginn eftir og tekið sex vikna túr. Ég gekk að því. Ári seinna, þegar ég var búsett í Reykjavík, þurfti Langvin að stoppa þar því trollið hafði rifnað, þá hafði Peter samband og við hittumst á kaffihúsi,“ rifjar Eva upp. „Við bjuggum saman í Amsterdam seinni tvö skólaárin hennar Evu,“ segir Peter. „Ég var enn á sjó og ekki bundinn ákveðnum stað. Var búinn að heimsækja Evu tvisvar til Íslands og kynnast samfélaginu í Öræfum örlítið og mér fannst áhugavert að flytja hingað.“ „Pálína Þorsteinsdóttir, þáverandi skólastjóri, hafði veður af áformum okkar. Hún bauð okkur að koma inn í skólastarfið veturinn 2016-2017 og það varð til þess að við ákváðum að tvínóna ekki,“ segir Eva. „Pálmi Guðmundsson kaupfélagsstjóri var okkur velviljaður og við eignuðumst þessi gömlu hús sem ég hafði alist upp við að væru yfirgefin – og þvælst um, auðvitað í óleyfi – þau voru alltaf eins og strönduð í tíma og hvað er meira spennandi en tímaflakk!“ „Gömlu búðina ætlum við að gera að íbúðarhæfu húsnæði,“ segir Peter. „En það þarf eiginlega að taka hana í gegn frá grunni til að hægt sé að láta þann draum rætast.“ Búin að skafa gólf og veggi Sláturhúsið er fyrst og fremst vinnustofa. „Enn sem komið er er þetta eingöngu vinnustofa okkar Peters en með tíð og tíma höfum við áhuga á að opna hér gestavinnustofu fyrir listamenn og þegar við verðum búin að koma okkur fyrir í gömlu búðinni þá opnast möguleikar á að hýsa fólk í litla húsinu sem við búum í í dag. Fyrsta árið fór að mestu í að byggja það og vinna í skólanum, en á meðan bjuggum við hjá ömmu,“ segir Eva. Þau eru búin að rífa niður það sem var að hruni komið í sláturhúsinu, skafa gólf og veggi, þrífa og klæða að innan það sem brýnt var að loka af. „Húsið er illa farið að utan og margt er ógert en við erum sæmilega afslöppuð yfir því,“ segir Eva. Þau hafa gert mestallt sjálf, að undanskildum rafmagnsviðgerðunum. „Síðan höfum við fengið ómetanlega aðstoð frá sveitungum þar sem við höfum strandað,“ tekur hún fram. En hvaða tegund listar fást þau við?„Ég er ekki bundin af neinu einu, en er hrifin af þeim óþrjótandi efnivið sem er til staðar í þessum gömlu húsum,“ segir Eva. „Svo er ég að skoða möguleikana sem lúpínan býður upp á. Peter hefur komið sér upp aðstöðu til járnsmíði sem hann hefur verið að prófa sig áfram með. Hann hefur sótt námskeið bæði á Seyðisfirði og í Tækniskólanum í Hafnarfirði. Síðan fékk hann til afnota gamla smiðju sem langafi minn, Jón Oddsson á Malarási, átti og kom henni í gagnið hér í sláturhúsinu.“ Þau hafa þegar efnt til viðburða í sláturhúsinu. „Við opnuðum í ágúst og buðum sveitungum, gestum og gangandi að njóta með okkur myndlistar, tónlistar, matar og samverustunda. Ungur tónlistarmaður, Arnaldur Ingi Jónsson sem kallar sig Dread Lightly, kom fram og móðir mín, Jónína Sigurgeirsdóttir, spilaði á harmóniku. Svo var saga sláturhússins rifjuð upp með vísnabálki, frásögn og myndbandi,“ lýsir Eva og heldur áfram: „Við höfum líka staðið fyrir umræðukvöldi um jarðgerð þar sem Hafdís Roysdóttir í Svínafelli og Viktoría Gilsdóttir fræddu fólk.“ Í júní verður Eva með sýningu í galleríinu Midpunkt í Kópavogi. Hún er nýkomin úr þriggja vikna útlegð á Seyðisfirði þar sem hún tók þátt í prentvinnustofu á vegum Skaftfells. „Þar var ég að prenta ljósmyndir frá fyrri tíð og gamla pappíra héðan úr gömlu húsunum með ryði sem litarefni og eggjarauðu sem bindi. Í sumar ætlum við að standa fyrir eins konar víðavangshlaupi á Skeiðarárbrú og á Skeiðarársandi og í haust tek ég þátt í samsýningu í Listasafni Árnesinga. Hin árlega bókakynning Sæmundar verður svo á jólaföstunni í samstarfi við Ungmennafélagið.“ Nú er mikill ferðamannastraumur um Öræfin. Skyldu þau Eva og Peter ætla að setja skilti upp við þjóðveg og beina umferð til sín?„Fólki er velkomið að hafa samband, við tökum með glöðu geði á móti þeim sem hafa áhuga á sögu staðarins, myndlist, járnsmíði, býf lugum eða vilja drekka með okkur kaffi … en ég á ekki von á því að við setjum upp skilti,“ svarar Eva sem segir alltaf þó nokkra koma niður fyrir hamrana yfir sumartímann en umferð um flugvöllinn sé ekki teljandi, hann sé þó valtaður einu sinni á ári. Vinna utan heimilis Eins og nærri má geta er umhverfið og veðurfarið á Fagurhólsmýri ólíkt því sem Peter ólst upp í, en hann er ekkert banginn yfir því. „Ég er uppalinn í skóginum þar sem er skjólsælt og mikið dýralíf. Hér er víðátta, mikill vindur og tré eru fáséð en ég kann vel við mig og líður vel í lopapeysu!“ Undanfarin tvö ár hefur Peter séð um akstur í sveitinni fyrir grunnskólann í Hofgarði. „Ég byrjaði á því að taka að mér leikfimi, matreiðslu og stuðningskennslu við skólann, ásamt því að sinna leikskólastörfum fyrstu tvö árin í skólanum. Á þessu ári hef ég síðan séð um eldamennsku og skólaakstur, ásamt því að kenna leikfimi,“ lýsir hann en segir ekki alltaf fært á milli bæja í sveitinni vegna hvassveðurs. Eva kveðst undanfarin tvö ár hafa verið deildarstjóri á leikskólanum en á þessu ári minnkað við sig svo nú vinni hún þar tvo daga í viku. Ekki er sjónvarp í litla húsinu þeirra. „Við lesum, spilum og horfum á bíómyndir og þætti í tölvunni. Mest hlustum við á útvarp eða podköst,“ segir Eva. Þegar talið berst að félagslífi telja þau bæði eftirsóknarvert að vera staðsett fyrir utan hina hefðbundnu hringiðu en viðurkenna að félagslíf í sveitinni sé fábreytt. „Hér eru samt fastir viðburðir sem f lestir mæta á. Margir þeirra eru hluti af skólastarfinu og það hefur verið notalegt að vera beinn þátttakandi í því starfi. Síðan er það bara frumkvæðið sem gildir. Ungmennafélagið er oftast tilbúið til að styðja við þá sem finna upp á einhverri afþreyingu eða skemmtunum og svo hefur fjallamennskan verið áberandi af l undanfarin ár, bæði sem leið til þess að skapa af komu en einnig sem af þreying þeirra sem búa hér. Nýverið var stofnað hér Klifurfélag Öræfa,“ lýsir Eva. Þau hjúin halda landnámshænur og brátt bætast býf lugur í bústofninn enda hefur Peter verið á býflugnanámskeiði hjá Agli Sigurgeirssyni lækni. „Það er heilmikill spenningur hjá okkur að fá þessa 15.000 nýbúa í nágrennið,“ segir hann. En Eva verður fyrir svörum þegar ég spyr hvernig þau sjái sumarið fyrir sér. „Vonandi náum við að ferðast eitthvað hér innanlands, helst norður eða á Vestfirði, en tíminn mun að mestu fara í undirbúning á næstu viðburðum og áframhaldandi uppbyggingu hér heima við.“ Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
„Fyrir mér var það fjarlægur æskudraumur að flytja í sveitina,“ segir Eva Bjarnadóttir á Fagurhólsmýri í Öræfum og segir það hafa verið að frumkvæði Peters, unnusta hennar, að þau fóru að hugsa um þann möguleika fyrir alvöru. Nú búa þau aðeins utan alfaraleiðar, undir hamrabelti rétt við flugvöllinn. Tveir höfðar setja svip á umhverfið, Salthöfði í austri og Ingólfshöfði í suðri. Þarna hafa þau fest kaup á gömlum byggingum kaupfélagsins, verslunarhúsi og sláturhúsi, og hafið endurbætur á því síðarnefnda. Við vesturgafl þess eiga þau nú fallegt heimili á fáum fermetrum og draum um framtíð á staðnum. Eva ólst upp í Reykjavík en kveðst oft hafa verið hjá ömmu sinni og afa, Guðmundu Jónsdóttur og Sigurgeiri Jónssyni á Fagurhólsmýri. Eftir nám í kjólasaumi við Iðnskólann og ár í textíldeild Myndlistarskólans í Reykjavík lá leiðin í Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam og þaðan útskrifaðist hún sumarið 2016 eftir fjögurra ára nám í myndlistardeild.Kynntust á togara Peter er fæddur og uppalinn í Svíþjóð, í smábæ við Sundsvall sem heitir Bergeforsen. Hann kveðst hafa verið í íshokkí sem barn og fram á fullorðinsár. „Það er handboltinn okkar,“ útskýrir hann. Eftir menntaskóla tók hann áfanga í matreiðsluskóla og vann síðan við eldamennsku á skíðasvæði í Vemdalen í nokkur ár.En hvernig kynntust þau?„Peter var í vinnu sem háseti á norskum frystitogara, Langvin, sem gerður var út frá Álasundi. Mér datt í hug að sækja um hjá einhverri norskri útgerð eftir tvo túra í lausamennsku í Eyjum og eftir ótal símtöl hafði útgerðarmaðurinn í Álasundi samband og spurði hvort ég gæti mætt í flug daginn eftir og tekið sex vikna túr. Ég gekk að því. Ári seinna, þegar ég var búsett í Reykjavík, þurfti Langvin að stoppa þar því trollið hafði rifnað, þá hafði Peter samband og við hittumst á kaffihúsi,“ rifjar Eva upp. „Við bjuggum saman í Amsterdam seinni tvö skólaárin hennar Evu,“ segir Peter. „Ég var enn á sjó og ekki bundinn ákveðnum stað. Var búinn að heimsækja Evu tvisvar til Íslands og kynnast samfélaginu í Öræfum örlítið og mér fannst áhugavert að flytja hingað.“ „Pálína Þorsteinsdóttir, þáverandi skólastjóri, hafði veður af áformum okkar. Hún bauð okkur að koma inn í skólastarfið veturinn 2016-2017 og það varð til þess að við ákváðum að tvínóna ekki,“ segir Eva. „Pálmi Guðmundsson kaupfélagsstjóri var okkur velviljaður og við eignuðumst þessi gömlu hús sem ég hafði alist upp við að væru yfirgefin – og þvælst um, auðvitað í óleyfi – þau voru alltaf eins og strönduð í tíma og hvað er meira spennandi en tímaflakk!“ „Gömlu búðina ætlum við að gera að íbúðarhæfu húsnæði,“ segir Peter. „En það þarf eiginlega að taka hana í gegn frá grunni til að hægt sé að láta þann draum rætast.“ Búin að skafa gólf og veggi Sláturhúsið er fyrst og fremst vinnustofa. „Enn sem komið er er þetta eingöngu vinnustofa okkar Peters en með tíð og tíma höfum við áhuga á að opna hér gestavinnustofu fyrir listamenn og þegar við verðum búin að koma okkur fyrir í gömlu búðinni þá opnast möguleikar á að hýsa fólk í litla húsinu sem við búum í í dag. Fyrsta árið fór að mestu í að byggja það og vinna í skólanum, en á meðan bjuggum við hjá ömmu,“ segir Eva. Þau eru búin að rífa niður það sem var að hruni komið í sláturhúsinu, skafa gólf og veggi, þrífa og klæða að innan það sem brýnt var að loka af. „Húsið er illa farið að utan og margt er ógert en við erum sæmilega afslöppuð yfir því,“ segir Eva. Þau hafa gert mestallt sjálf, að undanskildum rafmagnsviðgerðunum. „Síðan höfum við fengið ómetanlega aðstoð frá sveitungum þar sem við höfum strandað,“ tekur hún fram. En hvaða tegund listar fást þau við?„Ég er ekki bundin af neinu einu, en er hrifin af þeim óþrjótandi efnivið sem er til staðar í þessum gömlu húsum,“ segir Eva. „Svo er ég að skoða möguleikana sem lúpínan býður upp á. Peter hefur komið sér upp aðstöðu til járnsmíði sem hann hefur verið að prófa sig áfram með. Hann hefur sótt námskeið bæði á Seyðisfirði og í Tækniskólanum í Hafnarfirði. Síðan fékk hann til afnota gamla smiðju sem langafi minn, Jón Oddsson á Malarási, átti og kom henni í gagnið hér í sláturhúsinu.“ Þau hafa þegar efnt til viðburða í sláturhúsinu. „Við opnuðum í ágúst og buðum sveitungum, gestum og gangandi að njóta með okkur myndlistar, tónlistar, matar og samverustunda. Ungur tónlistarmaður, Arnaldur Ingi Jónsson sem kallar sig Dread Lightly, kom fram og móðir mín, Jónína Sigurgeirsdóttir, spilaði á harmóniku. Svo var saga sláturhússins rifjuð upp með vísnabálki, frásögn og myndbandi,“ lýsir Eva og heldur áfram: „Við höfum líka staðið fyrir umræðukvöldi um jarðgerð þar sem Hafdís Roysdóttir í Svínafelli og Viktoría Gilsdóttir fræddu fólk.“ Í júní verður Eva með sýningu í galleríinu Midpunkt í Kópavogi. Hún er nýkomin úr þriggja vikna útlegð á Seyðisfirði þar sem hún tók þátt í prentvinnustofu á vegum Skaftfells. „Þar var ég að prenta ljósmyndir frá fyrri tíð og gamla pappíra héðan úr gömlu húsunum með ryði sem litarefni og eggjarauðu sem bindi. Í sumar ætlum við að standa fyrir eins konar víðavangshlaupi á Skeiðarárbrú og á Skeiðarársandi og í haust tek ég þátt í samsýningu í Listasafni Árnesinga. Hin árlega bókakynning Sæmundar verður svo á jólaföstunni í samstarfi við Ungmennafélagið.“ Nú er mikill ferðamannastraumur um Öræfin. Skyldu þau Eva og Peter ætla að setja skilti upp við þjóðveg og beina umferð til sín?„Fólki er velkomið að hafa samband, við tökum með glöðu geði á móti þeim sem hafa áhuga á sögu staðarins, myndlist, járnsmíði, býf lugum eða vilja drekka með okkur kaffi … en ég á ekki von á því að við setjum upp skilti,“ svarar Eva sem segir alltaf þó nokkra koma niður fyrir hamrana yfir sumartímann en umferð um flugvöllinn sé ekki teljandi, hann sé þó valtaður einu sinni á ári. Vinna utan heimilis Eins og nærri má geta er umhverfið og veðurfarið á Fagurhólsmýri ólíkt því sem Peter ólst upp í, en hann er ekkert banginn yfir því. „Ég er uppalinn í skóginum þar sem er skjólsælt og mikið dýralíf. Hér er víðátta, mikill vindur og tré eru fáséð en ég kann vel við mig og líður vel í lopapeysu!“ Undanfarin tvö ár hefur Peter séð um akstur í sveitinni fyrir grunnskólann í Hofgarði. „Ég byrjaði á því að taka að mér leikfimi, matreiðslu og stuðningskennslu við skólann, ásamt því að sinna leikskólastörfum fyrstu tvö árin í skólanum. Á þessu ári hef ég síðan séð um eldamennsku og skólaakstur, ásamt því að kenna leikfimi,“ lýsir hann en segir ekki alltaf fært á milli bæja í sveitinni vegna hvassveðurs. Eva kveðst undanfarin tvö ár hafa verið deildarstjóri á leikskólanum en á þessu ári minnkað við sig svo nú vinni hún þar tvo daga í viku. Ekki er sjónvarp í litla húsinu þeirra. „Við lesum, spilum og horfum á bíómyndir og þætti í tölvunni. Mest hlustum við á útvarp eða podköst,“ segir Eva. Þegar talið berst að félagslífi telja þau bæði eftirsóknarvert að vera staðsett fyrir utan hina hefðbundnu hringiðu en viðurkenna að félagslíf í sveitinni sé fábreytt. „Hér eru samt fastir viðburðir sem f lestir mæta á. Margir þeirra eru hluti af skólastarfinu og það hefur verið notalegt að vera beinn þátttakandi í því starfi. Síðan er það bara frumkvæðið sem gildir. Ungmennafélagið er oftast tilbúið til að styðja við þá sem finna upp á einhverri afþreyingu eða skemmtunum og svo hefur fjallamennskan verið áberandi af l undanfarin ár, bæði sem leið til þess að skapa af komu en einnig sem af þreying þeirra sem búa hér. Nýverið var stofnað hér Klifurfélag Öræfa,“ lýsir Eva. Þau hjúin halda landnámshænur og brátt bætast býf lugur í bústofninn enda hefur Peter verið á býflugnanámskeiði hjá Agli Sigurgeirssyni lækni. „Það er heilmikill spenningur hjá okkur að fá þessa 15.000 nýbúa í nágrennið,“ segir hann. En Eva verður fyrir svörum þegar ég spyr hvernig þau sjái sumarið fyrir sér. „Vonandi náum við að ferðast eitthvað hér innanlands, helst norður eða á Vestfirði, en tíminn mun að mestu fara í undirbúning á næstu viðburðum og áframhaldandi uppbyggingu hér heima við.“
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira