Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 13. apríl 2019 20:00 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari og Ragnar Ingólfsson, formaður VR, takast í hendur endir undirritun kjarasamninga. Þar er nýtt ákvæði um styttingu vinnutímans hjá VR. Vísir/Vilhelm Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. Kosningar um kjarasamningana hófust hjá VR á fimmtudag og hjá Starfsgreinasambandinu í gær. Í hádeginu í dag höfðu tæplega fimm þúsund manns kosið hjá VR og er það tæp 14 prósent þátttaka. Mikil umræða hefur skapast um styttingu vinnutímans eftir að kjarasamningar voru undirritaðir í byrjun apríl. Var þetta eitt af stóru baráttumálunum til að samtvinna atvinnu og einkalíf betur og minnka vinnuálag. ASÍ sagði ávinningin af styttingunni undirstrika aukið lýðræði á vinnustöðum og þetta mestu breytingu í hálfa öld. Efling sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis aðákvæðið væri valkvætt og ávinningurinn því takmarkaður. Staðreyndin er sú að VR og Efling sömdu ekki eins um þessi mál. „Það sem við sömdum um var raunveruleg stytting. Níu mínútur á dag, 45 mínútur á viku. Tæpir fimm virkir dagar áári. Nánast heil vinnuvika ef þetta er uppsafnað. Þessi stytting er hrein stytting og ekki á kostnað annarra réttinda,“ segir Ragnar um ákvæðið sem mun taka gildi næstu áramót. Í samningum starfsgreinasambandsins, sem Efling tilheyrir, er val um að gefa eftir kaffitímann og stytta vinnudaginn sem því nemur, samþykki fyrirtækið það. Ragnar bendir þó á að margt annað hafi áunnist hjá þeim. Þetta sé allt vandmeðfarið.Nú voruð þið í miklu samfloti og stóðuð saman í þessari kjarasamningagerð og þeirri kjarabaráttu sem átti sér stað. Af hverju náið þið þessu í gegn en SGS eða Efling ekki? „Þetta eru bara mjög ólíkir samningar. Samanborið við SGS, þau eru með öðruvísi launastrúktur, launatölfur og annað sem gefa betur þar heldur en hjá verslunarmönnum. Það má kannski segja að þau hafi náð öðrum þáttum í gegn á meðan við fengum kannski styttinguna“ segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. Kosningar um kjarasamningana hófust hjá VR á fimmtudag og hjá Starfsgreinasambandinu í gær. Í hádeginu í dag höfðu tæplega fimm þúsund manns kosið hjá VR og er það tæp 14 prósent þátttaka. Mikil umræða hefur skapast um styttingu vinnutímans eftir að kjarasamningar voru undirritaðir í byrjun apríl. Var þetta eitt af stóru baráttumálunum til að samtvinna atvinnu og einkalíf betur og minnka vinnuálag. ASÍ sagði ávinningin af styttingunni undirstrika aukið lýðræði á vinnustöðum og þetta mestu breytingu í hálfa öld. Efling sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis aðákvæðið væri valkvætt og ávinningurinn því takmarkaður. Staðreyndin er sú að VR og Efling sömdu ekki eins um þessi mál. „Það sem við sömdum um var raunveruleg stytting. Níu mínútur á dag, 45 mínútur á viku. Tæpir fimm virkir dagar áári. Nánast heil vinnuvika ef þetta er uppsafnað. Þessi stytting er hrein stytting og ekki á kostnað annarra réttinda,“ segir Ragnar um ákvæðið sem mun taka gildi næstu áramót. Í samningum starfsgreinasambandsins, sem Efling tilheyrir, er val um að gefa eftir kaffitímann og stytta vinnudaginn sem því nemur, samþykki fyrirtækið það. Ragnar bendir þó á að margt annað hafi áunnist hjá þeim. Þetta sé allt vandmeðfarið.Nú voruð þið í miklu samfloti og stóðuð saman í þessari kjarasamningagerð og þeirri kjarabaráttu sem átti sér stað. Af hverju náið þið þessu í gegn en SGS eða Efling ekki? „Þetta eru bara mjög ólíkir samningar. Samanborið við SGS, þau eru með öðruvísi launastrúktur, launatölfur og annað sem gefa betur þar heldur en hjá verslunarmönnum. Það má kannski segja að þau hafi náð öðrum þáttum í gegn á meðan við fengum kannski styttinguna“ segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira