Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2019 16:50 Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. Fréttablaðið/Ernir „Það er fullsnemmt að segja, það er ekki ákveðið,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, inntur eftir því hvað taki við hjá honum þegar hann lætur af störfum hjá fyrirtækinu um mánaðamótin. Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. „Þetta þýðir meira að ég er að hætta í sátt og samlyndi við menn,“ segir Þórarinn. Áherslur hans í viðskiptum hafi þó hvergi breyst. „Aðaláhugamál mitt er enn þá góð kjör til almennings.“ Vonast Þórarinn til að hlúa áfram að þessu áhugamáli sínu, á hvaða vettvangi sem það kunni að verða. Þórarinn tók við starfi framkvæmdastjóra IKEA árið 2006 en áður hafði hann starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara og sem verslunar-, framkvæmda- og rekstrarstjóri hjá Domino´s á Íslandi og í Danmörku. Hann hefur undanfarið ár viðrað skoðanir sínar um atvinnurekstur á Íslandi og fór til að mynda mikinn á Málþingi ASÍ og Neytendasamtakanna á dögum þar sem hann gagnrýndi verðlag á íslenskum veitingastöðum. Þá fóru orð hans um ferðaþjónustuna hér á landi öfugt ofan í Samtök ferðaþjónustunnar í október síðastliðnum. Þórarinn hélt ræðu á landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll þar sem hann sagði ferðaþjónustuaðila okra á ferðamönnum sem gerði það að verkum að þeir eyði minna hér á landi. Ljóst er að Þórarinn segir ekki alfarið skilið við IKEA þegar hann lætur af störfum en hann mun taka sæti í stjórn fyrirtækisins við starfslok. Í tilkynningu frá stjórninni sem send var út í dag segir að undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins sé þegar hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum. IKEA Neytendur Vistaskipti Tengdar fréttir Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn hættir hjá IKEA Hefur starfað hjá sænska verslunarrisanum í fjölda ára. 16. apríl 2019 11:42 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Það er fullsnemmt að segja, það er ekki ákveðið,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, inntur eftir því hvað taki við hjá honum þegar hann lætur af störfum hjá fyrirtækinu um mánaðamótin. Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. „Þetta þýðir meira að ég er að hætta í sátt og samlyndi við menn,“ segir Þórarinn. Áherslur hans í viðskiptum hafi þó hvergi breyst. „Aðaláhugamál mitt er enn þá góð kjör til almennings.“ Vonast Þórarinn til að hlúa áfram að þessu áhugamáli sínu, á hvaða vettvangi sem það kunni að verða. Þórarinn tók við starfi framkvæmdastjóra IKEA árið 2006 en áður hafði hann starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara og sem verslunar-, framkvæmda- og rekstrarstjóri hjá Domino´s á Íslandi og í Danmörku. Hann hefur undanfarið ár viðrað skoðanir sínar um atvinnurekstur á Íslandi og fór til að mynda mikinn á Málþingi ASÍ og Neytendasamtakanna á dögum þar sem hann gagnrýndi verðlag á íslenskum veitingastöðum. Þá fóru orð hans um ferðaþjónustuna hér á landi öfugt ofan í Samtök ferðaþjónustunnar í október síðastliðnum. Þórarinn hélt ræðu á landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll þar sem hann sagði ferðaþjónustuaðila okra á ferðamönnum sem gerði það að verkum að þeir eyði minna hér á landi. Ljóst er að Þórarinn segir ekki alfarið skilið við IKEA þegar hann lætur af störfum en hann mun taka sæti í stjórn fyrirtækisins við starfslok. Í tilkynningu frá stjórninni sem send var út í dag segir að undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins sé þegar hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum.
IKEA Neytendur Vistaskipti Tengdar fréttir Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn hættir hjá IKEA Hefur starfað hjá sænska verslunarrisanum í fjölda ára. 16. apríl 2019 11:42 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24
Þórarinn hættir hjá IKEA Hefur starfað hjá sænska verslunarrisanum í fjölda ára. 16. apríl 2019 11:42
Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00