Beyoncé fékk meðgöngueitrun er hún gekk með tvíburana: „Líkami minn gekk í gegnum meira en ég vissi að hann gæti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. apríl 2019 13:50 Beyoncé á Coachella í fyrra en tónleikarnir þeir fyrstu sem hún hélt eftir að hún fæddi tvíburana Rumi og Sir í júní 2017. vísir/getty Tónlistarkonan Beyoncé ræðir opinskátt um seinni meðgöngu sína í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd var á Netflix í vikunni og ber heitið Homecoming. Hún segir það hafa verið óvænt þegar hún varð ólétt og lýsir meðgöngunni sem ótrúlega erfiðri. Í myndinni segir Beyoncé frá því að hún hafi fengið meðgöngueitrun sem lýsir sér meðal annars í háum blóðþrýstingi. „Líkami minn gekk í gegnum meira en ég vissi að hann gæti,“ segir söngkonan í myndinni þar sem hún ræðir einnig um það hvaða áhrif meðgangan hafði á fyrirhugaða tónleika hennar á Coachella árið 2017. Homecoming fjallar einmitt um tónleika Beyoncé á Coachella á hátíðinni árið eftir. Beyoncé segir að hún hafi komist að því að hún hafi verið ólétt í lok árs 2016. „Ég átti að koma fram á Coachella árið 2017 en ég varð óvænt ólétt. Svo voru þetta tvíburar sem var líka mjög óvænt.“ Meðgangan var erfið og það var fæðingin sömuleiðis en þau Rumi og Sir fæddust í júní 2017. Beyoncé segir frá því að hjarta annars þeirra hafi hætt að slá nokkrum sinnum í fæðingunni svo á endanum voru tvíburarnir teknir með bráðakeisaraskurði. Beyoncé greinir síðan frá því að það hafi verið áskorun að hefja æfingar fyrir Coachella en tónleikarnir í fyrra voru þeir fyrstu sem hún hélt eftir að tvíburarnir fæddust. „Mikið af dansinum er tilfinning en ekki svo mikil tækni, persónuleikinn þinn er það sem glæðir dansinn lífi. Það er erfitt þegar þér líður ekki eins og þér sjálfri. Ég þurfti að byggja líkamann minn upp og það tók mig tíma að verða nógu sjálfsörugg til að gefa mig sjálfa í þetta,“ segir Beyoncé. Hún segir að líkami sinn hafi einfaldlega ekki verið rétt tengdur til að byrja með. Þá var hugur hennar heldur ekki á staðnum. „Í huga mínum vildi ég bara vera með börnunum mínum. Fólk sér ekki fórnirnar sem þarf að færa.“ Tónlist Tengdar fréttir Heimildarmynd um rómaða tónleika Beyoncé á Coachella væntanleg á Netflix Stikla fyrir myndina var frumsýnd í gær. 9. apríl 2019 08:15 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Tónlistarkonan Beyoncé ræðir opinskátt um seinni meðgöngu sína í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd var á Netflix í vikunni og ber heitið Homecoming. Hún segir það hafa verið óvænt þegar hún varð ólétt og lýsir meðgöngunni sem ótrúlega erfiðri. Í myndinni segir Beyoncé frá því að hún hafi fengið meðgöngueitrun sem lýsir sér meðal annars í háum blóðþrýstingi. „Líkami minn gekk í gegnum meira en ég vissi að hann gæti,“ segir söngkonan í myndinni þar sem hún ræðir einnig um það hvaða áhrif meðgangan hafði á fyrirhugaða tónleika hennar á Coachella árið 2017. Homecoming fjallar einmitt um tónleika Beyoncé á Coachella á hátíðinni árið eftir. Beyoncé segir að hún hafi komist að því að hún hafi verið ólétt í lok árs 2016. „Ég átti að koma fram á Coachella árið 2017 en ég varð óvænt ólétt. Svo voru þetta tvíburar sem var líka mjög óvænt.“ Meðgangan var erfið og það var fæðingin sömuleiðis en þau Rumi og Sir fæddust í júní 2017. Beyoncé segir frá því að hjarta annars þeirra hafi hætt að slá nokkrum sinnum í fæðingunni svo á endanum voru tvíburarnir teknir með bráðakeisaraskurði. Beyoncé greinir síðan frá því að það hafi verið áskorun að hefja æfingar fyrir Coachella en tónleikarnir í fyrra voru þeir fyrstu sem hún hélt eftir að tvíburarnir fæddust. „Mikið af dansinum er tilfinning en ekki svo mikil tækni, persónuleikinn þinn er það sem glæðir dansinn lífi. Það er erfitt þegar þér líður ekki eins og þér sjálfri. Ég þurfti að byggja líkamann minn upp og það tók mig tíma að verða nógu sjálfsörugg til að gefa mig sjálfa í þetta,“ segir Beyoncé. Hún segir að líkami sinn hafi einfaldlega ekki verið rétt tengdur til að byrja með. Þá var hugur hennar heldur ekki á staðnum. „Í huga mínum vildi ég bara vera með börnunum mínum. Fólk sér ekki fórnirnar sem þarf að færa.“
Tónlist Tengdar fréttir Heimildarmynd um rómaða tónleika Beyoncé á Coachella væntanleg á Netflix Stikla fyrir myndina var frumsýnd í gær. 9. apríl 2019 08:15 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Heimildarmynd um rómaða tónleika Beyoncé á Coachella væntanleg á Netflix Stikla fyrir myndina var frumsýnd í gær. 9. apríl 2019 08:15