Barnahús opnað á Akureyri í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2019 13:22 Útibú Barnahúss á Akureyri var opnað formlega í morgun. Mynd/Ragnar Hólm Útibú Barnahúss, sem þjónusta mun börn sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi eða heimilisofbeldi, opnaði formlega á Akureyri í morgun. Löngu tímabært segir forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, en nokkur meðferðarviðtöl eru áfromuð strax í þessari viku. Í tilefni af 20 ára afmæli Barnahúss í fyrra var ákveðið að koma á fót útibúi fyrir Barnahús á Norðurlandi. Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, fagnar því að nú sé það orðið að veruleika. „Sem að á að þjónusta Norðurlandið og þau börn sem þurfa að sækja þjónustu vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi, að þau hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi og jafnvel heimilisofbeldi, ef að þannig er metið að þurfi að fara í gegnum barnahús eða lögreglu,“ segir Vilborg. Um er að ræða samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga og lögreglu en í útibúinu hefur verið útbúin sérstök aðstaða með nýjustu tækni þar sem hægt verður að taka rannsóknarviðtöl við börn, bæði á vegum barnaverndarnefnda og dómstóla.Vilborg Þórarinsdóttir fagnar opnun útibús Barnahúss á Akureyri.Mynd/Ragnar Hólm„Þetta var í rauninni löngu tímabært af því auð mál sem að þau börn sem þurfa að nota þessa þjónustu á Norðurlandi, þurftu áður að fara í könnunarviðtöl í barnahús í Reykjavík og það fylgdi börnunum náttúrlega stór hópur, bæði foreldrar og lögregla jafnvel og barnaverndarstarfsmaður og annað fylgdarlið sem að fór suður í stórum hópi, jafnvel gerandi líka.“ Opnun útibúsins feli þannig í sér mikla hagræðingu. „Kannski leiðinlegt að segja frá því en það eru nokkur rannsóknar- og könnunarviðtöl sem eru að fara fram bara í þessari viku í útibúi Barnahúss,“ segir Vilborg. Þá verður í dag opnuð þolendamiðstöð á Akureyri, í anda Bjarkarhlíðar í Reykjavík, þar sem fullorðnir þolendur ofbeldis geta fengið samræmda þjónustu á einum stað. Akureyri Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Útibú Barnahúss, sem þjónusta mun börn sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi eða heimilisofbeldi, opnaði formlega á Akureyri í morgun. Löngu tímabært segir forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, en nokkur meðferðarviðtöl eru áfromuð strax í þessari viku. Í tilefni af 20 ára afmæli Barnahúss í fyrra var ákveðið að koma á fót útibúi fyrir Barnahús á Norðurlandi. Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, fagnar því að nú sé það orðið að veruleika. „Sem að á að þjónusta Norðurlandið og þau börn sem þurfa að sækja þjónustu vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi, að þau hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi og jafnvel heimilisofbeldi, ef að þannig er metið að þurfi að fara í gegnum barnahús eða lögreglu,“ segir Vilborg. Um er að ræða samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga og lögreglu en í útibúinu hefur verið útbúin sérstök aðstaða með nýjustu tækni þar sem hægt verður að taka rannsóknarviðtöl við börn, bæði á vegum barnaverndarnefnda og dómstóla.Vilborg Þórarinsdóttir fagnar opnun útibús Barnahúss á Akureyri.Mynd/Ragnar Hólm„Þetta var í rauninni löngu tímabært af því auð mál sem að þau börn sem þurfa að nota þessa þjónustu á Norðurlandi, þurftu áður að fara í könnunarviðtöl í barnahús í Reykjavík og það fylgdi börnunum náttúrlega stór hópur, bæði foreldrar og lögregla jafnvel og barnaverndarstarfsmaður og annað fylgdarlið sem að fór suður í stórum hópi, jafnvel gerandi líka.“ Opnun útibúsins feli þannig í sér mikla hagræðingu. „Kannski leiðinlegt að segja frá því en það eru nokkur rannsóknar- og könnunarviðtöl sem eru að fara fram bara í þessari viku í útibúi Barnahúss,“ segir Vilborg. Þá verður í dag opnuð þolendamiðstöð á Akureyri, í anda Bjarkarhlíðar í Reykjavík, þar sem fullorðnir þolendur ofbeldis geta fengið samræmda þjónustu á einum stað.
Akureyri Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira