Munaðarlausir hvolpar eignuðust allir fósturmömmur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. apríl 2019 19:08 Tibet spaniel hvolpar sem urðu munaðarlausir, eftir að móðir þeirra dó stuttu eftir að þeir komu í heiminn, hafa nú allir eignast fósturmömmur. Þrátt fyrir mikinn stærðarmun og að vera af allt annarri hundategund dafna hvolparnir vel og hugsa fósturmömmurnar um þá eins og þeir séu þeirra eigin. Þá falla þeir vel inn í systkinahópana. Tíkin Cherry, sem er af tegundinni Tibet spaniel, eignaðist fimm hvolpa þann 21. mars síðastliðinn. Hvolparnir voru teknir með keisara og stuttu eftir útskrift af dýraspítalanum dó Cherry. Hvolparnir voru þá orðnir móðurlausir og leitaði eigandi Cherry, Auður Valgeirsdóttir, hundaræktandi, allra leiða til að finna aðra tík sem væri til í að taka hvolpana að sér. Þá kom Husky tíkin Míra inn í myndina, en hún var þá með tvo þriggja daga gamla hvolpa. „Ég gat ekki hugsað mér annað en að taka þá. Við byrjuðum að setja einn nálægt henni og hún byrjaði á því að þefa af honum en svo varð hún eiginlega bara ekki róleg fyrr en þeir voru komnir á spena,“ segir Thelma Kristín Kvaran, eigandi Míru. Fljótlega varð þó ljóst að hvolparnir þoldu ekki stærðarmuninn enda þrefalt minni og léttari en Husky hvolparnir. Fóru þá tveir í fóstur til Chihuahua tíkurinnar Hálku og tveir til Bedlington Terrier tíkarinnar Vörðu. Sá sterkasti í hópnum varð eftir hjá Mýru. Eigandi Vörðu segir að tíkin hafi fyrst verið frekar efins þegar hún fékk hvolpana til sín. „Hún var ekki að hlúa að þeim fyrr en á degi tvö. Þá fór hún að kyssa þá og knúsa eins og sín. Nú er þetta bara eins og ein stór fjölskylda,“ segir Monika Emilsdóttir, eigandi Vörðu. Allir dafna hvolparnir vel nema einn sem lifði ekki af. Hvolpurinn sem varð eftir hjá Míru fékk nafnið Tumi Þumall og er í algjöru uppáhaldi að sögn Thelmu. „Og hann bara fer og kúrir hjá stóru systrum sínum og mamman bara hugsar um hann eins og sína,“ segir Thelma. Dýr Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Tibet spaniel hvolpar sem urðu munaðarlausir, eftir að móðir þeirra dó stuttu eftir að þeir komu í heiminn, hafa nú allir eignast fósturmömmur. Þrátt fyrir mikinn stærðarmun og að vera af allt annarri hundategund dafna hvolparnir vel og hugsa fósturmömmurnar um þá eins og þeir séu þeirra eigin. Þá falla þeir vel inn í systkinahópana. Tíkin Cherry, sem er af tegundinni Tibet spaniel, eignaðist fimm hvolpa þann 21. mars síðastliðinn. Hvolparnir voru teknir með keisara og stuttu eftir útskrift af dýraspítalanum dó Cherry. Hvolparnir voru þá orðnir móðurlausir og leitaði eigandi Cherry, Auður Valgeirsdóttir, hundaræktandi, allra leiða til að finna aðra tík sem væri til í að taka hvolpana að sér. Þá kom Husky tíkin Míra inn í myndina, en hún var þá með tvo þriggja daga gamla hvolpa. „Ég gat ekki hugsað mér annað en að taka þá. Við byrjuðum að setja einn nálægt henni og hún byrjaði á því að þefa af honum en svo varð hún eiginlega bara ekki róleg fyrr en þeir voru komnir á spena,“ segir Thelma Kristín Kvaran, eigandi Míru. Fljótlega varð þó ljóst að hvolparnir þoldu ekki stærðarmuninn enda þrefalt minni og léttari en Husky hvolparnir. Fóru þá tveir í fóstur til Chihuahua tíkurinnar Hálku og tveir til Bedlington Terrier tíkarinnar Vörðu. Sá sterkasti í hópnum varð eftir hjá Mýru. Eigandi Vörðu segir að tíkin hafi fyrst verið frekar efins þegar hún fékk hvolpana til sín. „Hún var ekki að hlúa að þeim fyrr en á degi tvö. Þá fór hún að kyssa þá og knúsa eins og sín. Nú er þetta bara eins og ein stór fjölskylda,“ segir Monika Emilsdóttir, eigandi Vörðu. Allir dafna hvolparnir vel nema einn sem lifði ekki af. Hvolpurinn sem varð eftir hjá Míru fékk nafnið Tumi Þumall og er í algjöru uppáhaldi að sögn Thelmu. „Og hann bara fer og kúrir hjá stóru systrum sínum og mamman bara hugsar um hann eins og sína,“ segir Thelma.
Dýr Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira