Telur kjarasamningana geta dregið úr sundrungu á meðal þjóðarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 09:49 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist vona að hægt verði að kynna nýstárlega kjarasamninga. Það sé mat hans að vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telur að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. „Ég lít svo á að hér sé hafin síðasta samningalotan í þessu ferli sem muni enda með undirritun kjarasamninga síðar í dag.“ Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um stöðu mála í viðtali í Bítinu í morgun. Halldór segist vona að hægt verði að kynna kjarasamningana í dag. Vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telji að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. Halldór segir að næstu klukkustundum verði varið í frágang. „Ég vil nú segja að þetta séu fyrst og fremst formsatriði sem eru eftir en auðvitað er þetta þannig að þetta eru ótrúlega margir þræðir. Ég hugsa að þið mynduð ekki trúa því þegar til kastanna kemur hvað þetta er mikil smáatriðavinna að klára þetta.“ Halldór segir að samningarnir séu afar flóknir og nýstárlegir. „Þetta er ríkið, verkalýðsfélögin og auðvitað Samtök atvinnulífsins og það eru allir að leggja mikið inn í þessa samninga. Þetta eru flóknir samningar og það er ákveðið gangverk í þeim, sem verður skýrt betur á eftir, sem byggir á samspili þessara aðila þannig að þetta er býsna snúið. “ Aðspurður um mögulega aðkomu Seðlabankans svarar Halldór því til að Seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun sem yrði aldrei dregin inn í kjarasamninga. Seðlabankinn geti þó haft áhrif á kjör heimila í landinu. „Vaxtastigið í landinu er gríðarlegt hagsmunamál ekki bara fyrir heimilin en líka fyrir fyrirtækin í landinu og það er nú þannig að við samningagerð er best að framkalla sem flesta þætti þar sem er gagnkvæmur ávinningur aðila og við erum vel meðvituð um þetta.“En verður betra að búa á Íslandi eftir daginn í dag? „Við eigum öll að trúa því að við getum verið að bæta lífsskilyrði okkar frá degi til dags. Við eigum að trúa því að það séu bjartari tímar framundan en í fortíð. Ég trúi því statt og stöðugt og það er eitt af því sem við erum að reyna að framkalla í þessum kjarasamningum,“ svarar Halldór sem bætir við að Ísland sé fyrir alla og verði áfram fyrir alla. Alþingi Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
„Ég lít svo á að hér sé hafin síðasta samningalotan í þessu ferli sem muni enda með undirritun kjarasamninga síðar í dag.“ Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um stöðu mála í viðtali í Bítinu í morgun. Halldór segist vona að hægt verði að kynna kjarasamningana í dag. Vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telji að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. Halldór segir að næstu klukkustundum verði varið í frágang. „Ég vil nú segja að þetta séu fyrst og fremst formsatriði sem eru eftir en auðvitað er þetta þannig að þetta eru ótrúlega margir þræðir. Ég hugsa að þið mynduð ekki trúa því þegar til kastanna kemur hvað þetta er mikil smáatriðavinna að klára þetta.“ Halldór segir að samningarnir séu afar flóknir og nýstárlegir. „Þetta er ríkið, verkalýðsfélögin og auðvitað Samtök atvinnulífsins og það eru allir að leggja mikið inn í þessa samninga. Þetta eru flóknir samningar og það er ákveðið gangverk í þeim, sem verður skýrt betur á eftir, sem byggir á samspili þessara aðila þannig að þetta er býsna snúið. “ Aðspurður um mögulega aðkomu Seðlabankans svarar Halldór því til að Seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun sem yrði aldrei dregin inn í kjarasamninga. Seðlabankinn geti þó haft áhrif á kjör heimila í landinu. „Vaxtastigið í landinu er gríðarlegt hagsmunamál ekki bara fyrir heimilin en líka fyrir fyrirtækin í landinu og það er nú þannig að við samningagerð er best að framkalla sem flesta þætti þar sem er gagnkvæmur ávinningur aðila og við erum vel meðvituð um þetta.“En verður betra að búa á Íslandi eftir daginn í dag? „Við eigum öll að trúa því að við getum verið að bæta lífsskilyrði okkar frá degi til dags. Við eigum að trúa því að það séu bjartari tímar framundan en í fortíð. Ég trúi því statt og stöðugt og það er eitt af því sem við erum að reyna að framkalla í þessum kjarasamningum,“ svarar Halldór sem bætir við að Ísland sé fyrir alla og verði áfram fyrir alla.
Alþingi Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29